Vinnuslys töluvert tíðari á Íslandi en í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 20:00 Algengara er að slys verði við mannvirkjagerð á Íslandi en í Noregi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Ekki hafa fleiri látist í vinnuslysum við mannvirkjagerð á Íslandi í sex ár. Vinnuslys eru sögð umtalsvert tíðari við mannvirkjagerð á Íslandi en í Noregi. Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést þegar hann féll af fjölbýlishúsi í byggingu í Árborg á þriðjudag var sá þriðji sem lét lífið við mannvirkjagerð á þessu ári. Aðeins nokkrar vikur eru frá því að karlmaður lést á byggingarstað í Urriðaholti í Garðabæ. Þriðja banalysið varð á byggingarsvæði á Akranesi í júní. Þá lést karlmaður sextugsaldri á gjörgæsludeild um hálfum mánuði eftir slysið. Banaslysin hafa ekki verið fleiri á einu árin undanfarin sex ár, að því er kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Tæplega tólf vinnuslys urðu fyrir hverja þúsund starfandi við mannvirkjagerð á Íslandi í fyrra samkvæmt tölum Samtaka iðnaðarins og hefur hlutfallið farið hækkandi á undanförnum árum. Slysin eru töluvert tíðari en í Noregi. Þau voru um sex á hverja þúsund starfandi í Noregi á árunum 2020 til 2022. Á sama tíma voru þau frá 8,2 til 10,7 á Íslandi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, sagði RÚV ekki allir þeir starfsmenn sem hafa komið til landsins til þess að starfa í byggingariðnaðin á undanförnum árum hafi fullnægjandi reynslu. Koma þyrfti íslenskum kröfum um vinnuöryggi betur á framfæri og miðla þeim á mismunandi tungumálum. Að minnsta kosti einn þeirra sem hafa látist í vinnuslysum á árinu var erlendur ríkisborgari. Til standi að koma á fót öryggisskóla mannvirkjagerðar sem eigi að bæta öryggismenningu í byggingariðnaði. Vonir standi til að hann taki til starfa á næsta ári. Vinnuslys Slysavarnir Tengdar fréttir Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést þegar hann féll af fjölbýlishúsi í byggingu í Árborg á þriðjudag var sá þriðji sem lét lífið við mannvirkjagerð á þessu ári. Aðeins nokkrar vikur eru frá því að karlmaður lést á byggingarstað í Urriðaholti í Garðabæ. Þriðja banalysið varð á byggingarsvæði á Akranesi í júní. Þá lést karlmaður sextugsaldri á gjörgæsludeild um hálfum mánuði eftir slysið. Banaslysin hafa ekki verið fleiri á einu árin undanfarin sex ár, að því er kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Tæplega tólf vinnuslys urðu fyrir hverja þúsund starfandi við mannvirkjagerð á Íslandi í fyrra samkvæmt tölum Samtaka iðnaðarins og hefur hlutfallið farið hækkandi á undanförnum árum. Slysin eru töluvert tíðari en í Noregi. Þau voru um sex á hverja þúsund starfandi í Noregi á árunum 2020 til 2022. Á sama tíma voru þau frá 8,2 til 10,7 á Íslandi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, sagði RÚV ekki allir þeir starfsmenn sem hafa komið til landsins til þess að starfa í byggingariðnaðin á undanförnum árum hafi fullnægjandi reynslu. Koma þyrfti íslenskum kröfum um vinnuöryggi betur á framfæri og miðla þeim á mismunandi tungumálum. Að minnsta kosti einn þeirra sem hafa látist í vinnuslysum á árinu var erlendur ríkisborgari. Til standi að koma á fót öryggisskóla mannvirkjagerðar sem eigi að bæta öryggismenningu í byggingariðnaði. Vonir standi til að hann taki til starfa á næsta ári.
Vinnuslys Slysavarnir Tengdar fréttir Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11