Brúðkaupið fór fram við San Severino Marche á Ítalíu þann 19. september árið 2019. Sjálf athöfnin var haldin á sveitasetrinu Villa Teloni.
„Fimm ár af allskonar og hamingjan er enn hér,“ skrifar Tobba og deilir fallegum myndum frá þessum dásemdardegi með fylgjendum sínum á Instagram.
Tobba og Kalli eiga saman tvær dætur, Regínu og Ronju.