Gömul og óskráð skotvopn komi oft „frá afa“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. september 2024 18:33 Vísir/Arnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur heimsótt á þriðja hundrað manns það sem af er ári í reglubundnu eftirliti með skotvopnaeigendum. Lögreglan ítrekar að eigendur geti átt von á heimsókn frá lögreglu án fyrirvara til að kanna vörslur skotvopna og skotfæra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra. Þar er tekið fram að heilt yfir séu skotvopnaeigendur að standa sig vel þegar það kemur vörslum skotvopna en þó er eitthvað um að menn hafi í vörslum sínum óskráð skotvopn eða þau eru skráð á einhvern annan. Óháð því hvort vopn komi „úr sveitinni“ „Sömuleiðis eru nokkur brögð að því að í fórum manna finnist gömul skotvopn sem í flestum tilfellum reynast hafa komið „frá afa“ en eru ekki skráð á þann sem varslar þau. Afar mikilvægt er að skotvopnaleyfishafar séu meðvitaðir um að óheimilt er að varsla skotvopn án tilskilinna leyfa, óháð því hvort þau koma „úr sveitinni“ eða annars staðar frá,“ segir í tilkynningunni. Biðlað er til þeirra sem kunna að hafa þannig vopn í fórum sínum að hafa samband við lögreglu á netfangið leyfi@lrh.is en þá er í flestum tilfellum hægt að fá vopnin skráð á sig. Einnig er hægt að skila vopnum til lögreglu og láta farga þeim. Margir ekki meðvitaðir um breytingar á lögum Einnig bendir lögreglan á að þó að heimilt sé að lána skotvopn öðrum aðila með skotvopnaleyfi skal slíkt lán ávallt vera skriflegt. Sá sem er með skotvopnið í láni þarf að geta framvísað slíku leyfi ef þess er óskað. Ef lánið er til lengri tíma en 4 vikna skal tilkynna lögreglu um lánið í gegnum island.is. „Hefur það sýnt sig að margir virðast ekki meðvitaðir um nýlegar breytingar á vopnalögum sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Þar vegur þyngst ákvæði um að öll skotvopn skulu geymd í viðurkenndum skotvopnaskápum, en fyrir breytinguna var þetta ekki krafa fyrr en við fjórða skotvopn. Þá er það jafnframt skylda að skotvopn skulu geymd á lögheimilum manna, nema sérstök undanþága lögreglu komi til.“ Það er enn fremur ítrekað fyrir skotvopnaleyfishafa að tryggja að skotvopnaleyfi sé í gildi enda geri vopnalög engan greinarmun á útrunnu leyfi og leyfisleysi. Skotvopn Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti Ríkislögreglustjóra. Þar er tekið fram að heilt yfir séu skotvopnaeigendur að standa sig vel þegar það kemur vörslum skotvopna en þó er eitthvað um að menn hafi í vörslum sínum óskráð skotvopn eða þau eru skráð á einhvern annan. Óháð því hvort vopn komi „úr sveitinni“ „Sömuleiðis eru nokkur brögð að því að í fórum manna finnist gömul skotvopn sem í flestum tilfellum reynast hafa komið „frá afa“ en eru ekki skráð á þann sem varslar þau. Afar mikilvægt er að skotvopnaleyfishafar séu meðvitaðir um að óheimilt er að varsla skotvopn án tilskilinna leyfa, óháð því hvort þau koma „úr sveitinni“ eða annars staðar frá,“ segir í tilkynningunni. Biðlað er til þeirra sem kunna að hafa þannig vopn í fórum sínum að hafa samband við lögreglu á netfangið leyfi@lrh.is en þá er í flestum tilfellum hægt að fá vopnin skráð á sig. Einnig er hægt að skila vopnum til lögreglu og láta farga þeim. Margir ekki meðvitaðir um breytingar á lögum Einnig bendir lögreglan á að þó að heimilt sé að lána skotvopn öðrum aðila með skotvopnaleyfi skal slíkt lán ávallt vera skriflegt. Sá sem er með skotvopnið í láni þarf að geta framvísað slíku leyfi ef þess er óskað. Ef lánið er til lengri tíma en 4 vikna skal tilkynna lögreglu um lánið í gegnum island.is. „Hefur það sýnt sig að margir virðast ekki meðvitaðir um nýlegar breytingar á vopnalögum sem tóku gildi fyrr á þessu ári. Þar vegur þyngst ákvæði um að öll skotvopn skulu geymd í viðurkenndum skotvopnaskápum, en fyrir breytinguna var þetta ekki krafa fyrr en við fjórða skotvopn. Þá er það jafnframt skylda að skotvopn skulu geymd á lögheimilum manna, nema sérstök undanþága lögreglu komi til.“ Það er enn fremur ítrekað fyrir skotvopnaleyfishafa að tryggja að skotvopnaleyfi sé í gildi enda geri vopnalög engan greinarmun á útrunnu leyfi og leyfisleysi.
Skotvopn Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira