Hveragerði fær stimpilinn frá Mosó Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 07:02 Mosfellingar verða með þeim bestu á næsta ári, í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn. Þeir fögnuðu vel í Laugardalnum í gær. vísir/Anton Sjálfsagt var fagnað langt fram á nótt í Mosfellsbæ eftir að Afturelding tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í gær, í fyrsta sinn. Við þessi tímamót fær Hveragerði ákveðinn stimpil sem Mosfellsbær hefur lengi haft. Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hefur nefnilega verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Fjöldi fámennari byggðakjarna, eins og Ólafsvík og Garður, hafa átt lið í efstu deild en Mosfellingar, með sjöunda fjölmennasta byggðakjarna landsins, hafa þurft að bíða lengi. Markmiðið hefur hins vegar sífellt orðið raunhæfara og á fimmtíu ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst liðinu að fara alla leið, með því að vinna Keflavík 1-0 á Laugardalsvelli í dag. Losna ekki við stimpilinn í bráð Þar með má spyrja sig hvaða byggðakjarni taki við „stimplinum“. Miðað við tölur Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum á þessu ári er það Hveragerði, með 3.264 íbúa, sem nú er fjölmennasti bærinn sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Hvergerðingar hafa gert frábæra hluti í blaki karla á síðustu árum, og einnig átt lið í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta, en karlalið Hamars í fótbolta á hins vegar langt í land með að komast í efstu deild. Liðið hafnaði í 4. sæti 4. deildar í sumar, og leikur því áfram þar á næstu leiktíð. Ef við tæki ævintýraleg velgengni gætu Hamarsmenn því samt í fyrsta lagi spilað í efstu deild árið 2029. Egilsstaðir skammt undan Önnur leið fyrir Hveragerði, til að losna við stimpilinn, væri auðvitað að fækka íbúum, hvernig sem það væri nú gert. Það munar nefnilega ekki mörgum á Hveragerði og Egilsstöðum. Samanlagður íbúafjöldi á Egilsstöðum og í Fellabæ er 3.047, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands Vissulega væri hægt að tala um sveitarfélagið Múlaþing sem stærsta sveitarfélagið sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta, en í þessari grein er horft til þéttbýliskjarna. Þess má svo geta að Austfirðingar hafa nú á ný eignast lið í efstu deild kvenna, með frábæru gengi FHL í sumar. Næst á eftir Hveragerði og Egilsstöðum er Álftanes með flesta íbúa án þess að hafa spilað í efstu deild karla í fótbolta, með 2.487 íbúa. Álftnesingar eru hins vegar, eins og Egilsstaðabúar og áður Hvergerðingar, með lið í efstu deild karla í körfubolta. Besta deild karla Mosfellsbær Múlaþing Hveragerði Tengdar fréttir „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24 Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hefur nefnilega verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Fjöldi fámennari byggðakjarna, eins og Ólafsvík og Garður, hafa átt lið í efstu deild en Mosfellingar, með sjöunda fjölmennasta byggðakjarna landsins, hafa þurft að bíða lengi. Markmiðið hefur hins vegar sífellt orðið raunhæfara og á fimmtíu ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst liðinu að fara alla leið, með því að vinna Keflavík 1-0 á Laugardalsvelli í dag. Losna ekki við stimpilinn í bráð Þar með má spyrja sig hvaða byggðakjarni taki við „stimplinum“. Miðað við tölur Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum á þessu ári er það Hveragerði, með 3.264 íbúa, sem nú er fjölmennasti bærinn sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Hvergerðingar hafa gert frábæra hluti í blaki karla á síðustu árum, og einnig átt lið í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta, en karlalið Hamars í fótbolta á hins vegar langt í land með að komast í efstu deild. Liðið hafnaði í 4. sæti 4. deildar í sumar, og leikur því áfram þar á næstu leiktíð. Ef við tæki ævintýraleg velgengni gætu Hamarsmenn því samt í fyrsta lagi spilað í efstu deild árið 2029. Egilsstaðir skammt undan Önnur leið fyrir Hveragerði, til að losna við stimpilinn, væri auðvitað að fækka íbúum, hvernig sem það væri nú gert. Það munar nefnilega ekki mörgum á Hveragerði og Egilsstöðum. Samanlagður íbúafjöldi á Egilsstöðum og í Fellabæ er 3.047, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands Vissulega væri hægt að tala um sveitarfélagið Múlaþing sem stærsta sveitarfélagið sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta, en í þessari grein er horft til þéttbýliskjarna. Þess má svo geta að Austfirðingar hafa nú á ný eignast lið í efstu deild kvenna, með frábæru gengi FHL í sumar. Næst á eftir Hveragerði og Egilsstöðum er Álftanes með flesta íbúa án þess að hafa spilað í efstu deild karla í fótbolta, með 2.487 íbúa. Álftnesingar eru hins vegar, eins og Egilsstaðabúar og áður Hvergerðingar, með lið í efstu deild karla í körfubolta.
Byggðakjarnar með yfir 2.000 íbúa Byggðakjarni Íbúafjöldi Átt lið í efstu deild? Reykjavík 135.714 Já Kópavogur 39.261 Já Hafnarfjörður 30.616 Já Keflavík og Njarðvík 21.847 Já Akureyri 19.542 Já Garðabær 16.544 Já Mosfellsbær 13.024 Já Selfoss 9.812 Já Akranes 8.062 Já Seltjarnarnes 4.572 Já Vestmannaeyjar 4.444 Já Hveragerði 3.264 Nei Ísafjörður 2.679 Já Egilsstaðir 2.632 Nei Sauðárkrókur 2.609 Nei Álftanes 2.487 Nei Húsavík 2.449 Já Borgarnes 2.147 Já Þorlákshöfn 2.037 Nei Tölur frá Hagstofu Íslands
Besta deild karla Mosfellsbær Múlaþing Hveragerði Tengdar fréttir „Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24 Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
„Þetta er bara besta móment lífs míns“ Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var sigurreifur í leikslok þegar það var ljóst að uppeldisfélag hans, Afturelding, náði loks að komast upp í efstu deild karla í knattspyrnu eftir rúmlega fimm áratugi í neðri deildunum. 28. september 2024 17:24
Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. 28. september 2024 17:00