Þriðjungur þunglyndra náði fullum bata með „heilasjúkraþjálfun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2024 08:02 Dagur Bjarnason yfirlæknir á Heilaörvunarmiðstöðinni. Vísir/Bjarni Ný íslensk rannsókn sýnir að þriðjungur skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar með alvarlegt þunglyndi hafi náð fullum bata með meðferð sem kallast segulörvunarmeðferð. Læknir lýsir meðferðinni sem sjúkraþjálfun fyrir heilann og er í skýjunum með árangurinn. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en þær ríma við niðurstöður rannsókna sem hafa verið framkvæmdar í öðrum löndum. Undir eru 104 skjólstæðingar Heilaörvunarmiðstöðvarinnar á árunum 2022 og 2023. Fyrir segulörvunarmeðferðina var þunglyndi skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar lýst sem meðferðarþráu. Þeir höfðu prófað önnur úrræði á borð við sálfræðimeðferð og lyfjagjöf en án árangurs. Þeir Dagur Bjarnason, yfirlæknir og Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Heilaörvunarmiðstöðinni tóku vel á móti fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 og sýndu hvernig meðverðarúrræðið virkar, sem er afar nýstárlegt fyrir Íslendinga og hefur gefið góða raun erlendis. Degi var létt yfir því að niðurstöður rannsóknar um meðferðina á Íslandi væru á pari við önnur lönd. „Mestu gleðitíðindin myndi ég nú segja að væru þau að í þessum hópi, á fyrsta starfsárinu okkar þar sem við fengum til okkar mjög veikan hóp einstaklinga sem höfðu reynt einstaklega mikið áður til þess að meðhöndla sitt þunglyndi, að ná sirka þrjátíu prósent af þessum hópi í fullan bata. Það eru gríðarleg gleðitíðindi,“ sagði Dagur. Enn stærri hópur náði þá helmingsbata í sínum veikindum. Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Segulörvunarmiðstöðinni, sýndi okkur hvernig tækið getur örvað taugafrumur með segulsviði.Vísir/Bjarni Í meðferðinni er segulsviðið notað til að örva taugar. Þetta er hægt að sjá með því að leggja tækið til dæmis á handlegginn en þá kippast fingurnir til. „Og með því [segulsviðinu] getum við í fyrsta sinn, án þess að nota lyf, hnífa, deifingar og svæfingar, átt við heilastarfsemi og segulsviðið notum við til þess að ræsa taugafrumur þessa skjólstæðings. Með því að örva taugafrumur ítrekað, margsinnis í hverri meðferð, dag eftir dag, viku eftir viku þá á endanum byrjar heilastarfsemi og tengingar og kerfisrásir að aðlaga sig upp á nýtt og taka breytingum og það má segja að þetta sé eins konar heilasjúkraþjálfun,“ segir Dagur. Dagur var svo góður að sýna okkur í verki hvernig meðferðinni er háttað - en hún er alveg sársaukalaus. Þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningunni þá sagði hann að þetta væri dálítið eins og að veikburða smáfugl væri að gogga létt í sig. Geðheilbrigði Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins en þær ríma við niðurstöður rannsókna sem hafa verið framkvæmdar í öðrum löndum. Undir eru 104 skjólstæðingar Heilaörvunarmiðstöðvarinnar á árunum 2022 og 2023. Fyrir segulörvunarmeðferðina var þunglyndi skjólstæðinga Heilaörvunarmiðstöðvarinnar lýst sem meðferðarþráu. Þeir höfðu prófað önnur úrræði á borð við sálfræðimeðferð og lyfjagjöf en án árangurs. Þeir Dagur Bjarnason, yfirlæknir og Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Heilaörvunarmiðstöðinni tóku vel á móti fréttamanni og tökumanni Stöðvar 2 og sýndu hvernig meðverðarúrræðið virkar, sem er afar nýstárlegt fyrir Íslendinga og hefur gefið góða raun erlendis. Degi var létt yfir því að niðurstöður rannsóknar um meðferðina á Íslandi væru á pari við önnur lönd. „Mestu gleðitíðindin myndi ég nú segja að væru þau að í þessum hópi, á fyrsta starfsárinu okkar þar sem við fengum til okkar mjög veikan hóp einstaklinga sem höfðu reynt einstaklega mikið áður til þess að meðhöndla sitt þunglyndi, að ná sirka þrjátíu prósent af þessum hópi í fullan bata. Það eru gríðarleg gleðitíðindi,“ sagði Dagur. Enn stærri hópur náði þá helmingsbata í sínum veikindum. Jón Gauti Jónsson, verkefnastjóri hjá Segulörvunarmiðstöðinni, sýndi okkur hvernig tækið getur örvað taugafrumur með segulsviði.Vísir/Bjarni Í meðferðinni er segulsviðið notað til að örva taugar. Þetta er hægt að sjá með því að leggja tækið til dæmis á handlegginn en þá kippast fingurnir til. „Og með því [segulsviðinu] getum við í fyrsta sinn, án þess að nota lyf, hnífa, deifingar og svæfingar, átt við heilastarfsemi og segulsviðið notum við til þess að ræsa taugafrumur þessa skjólstæðings. Með því að örva taugafrumur ítrekað, margsinnis í hverri meðferð, dag eftir dag, viku eftir viku þá á endanum byrjar heilastarfsemi og tengingar og kerfisrásir að aðlaga sig upp á nýtt og taka breytingum og það má segja að þetta sé eins konar heilasjúkraþjálfun,“ segir Dagur. Dagur var svo góður að sýna okkur í verki hvernig meðferðinni er háttað - en hún er alveg sársaukalaus. Þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningunni þá sagði hann að þetta væri dálítið eins og að veikburða smáfugl væri að gogga létt í sig.
Geðheilbrigði Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent