Fundi frestað til morgundags: „Það kostar að vera með fólk í vinnu“ Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. september 2024 19:50 Sólveig Anna Jónsdóttir segir morgundinn mikilvægan fyrir áframhaldandi viðræður milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Vísir/Arnar Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið frestað fram til morgundags. Formaður Eflingar segir að ef mönnunarmódelið verði lagað þá muni félagið ekki láta önnur atriði koma í veg fyrir samninga. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði um helgina að ef ekki þokaðist áfram á samningafundi Eflingar myndi félagið boða til aðgerða. Fréttastofa ræddi við Sólveigu að fundi loknum í kvöld. Hver var niðurstaðan í dag? „Í dag lagði Ríkissáttasemjari til að fundi yrði frestað þangað til á morgun og við í samninganefnd Eflingar féllumst á það vegna þess að hugmyndir og tillögur hafa verið að ganga á milli aðila. Við lítum svo á að það sé þess virði að halda áfram á morgun og sjá hvort það skilar ásættanlegri niðurstöðu.“ Þú hefur talað um að þetta hafi dregist um oft. Er morgundagurinn kaflaskilsdagur? „Já, ég og félagar mínir í samninganefnd eru sammála um það að ef fram kemur ásættanleg tillaga sem snýst um að laga mönnunarmódelið þá eru þau önnur atriði sem út af standa þess eðlis að við getum gengið hratt frá þeim. Ég er ekki að segja að það verði hægt að srifa undir á morgun, alls ekki, en þá verður ekki langt í það ef við leysum þetta vandamál.“ Mönnunarvandinn sé víðast hvar mjög mikill Ég aðeins heyrt í stjórnendum hjúkrunarheimila. Það kannast ekki allt við þennan mönnunarvanda. Hvernig stendur á því? „Ég get svo sem ekki svarað því en auðvitað er ljóst að vandinn er mismikill milli stofnana en hann er mjög raunverulegur og er víðast hvar mjög mikill á milli stofnana. En hann er mjög raunverulegur og víðast hvar mjög mikill. Það hafa verið unnar ítarlegar skýrslur og greiningar á þessari stöðu þannig það er ekki eins og við í Eflingu séum fyrst allra að halda þessu fram. Nú síðast 2021 var svokallaðri Gylfaskýrslu svarað. Þar sést þetta með mjög skýrum hætti og allar niðurstöður þeirrar skýrslu eru í algjöru samræmi við vitnisburð Eflingarfólks sem við höfum verið í samskiptum við.“ Þetta skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki, yfirleitt einkafyrirtæki eða sameignarfyrirtæki. Það mun auðvitað vera aukinn kostnaður við að ráða fólk. „Að sjálfsögðu, þannig virkar þetta. Það kostar að vera með fólk í vinnu. En við erum hér að halda okkur við mjög hófstilltan launalið þannig við erum ekki fara fram hér með þensluvaldandi kjarasamninga. Það er auðvitað ríkið sem þarf að sjá til þess að það fjármagn sem er sett í þessar stofnanir sé með þeim hætti að hægt sé að láta hlutina ganga upp.“ Og ráða fleira fólk? „Og ráða fleira fólk að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig Anna að lokum. Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði um helgina að ef ekki þokaðist áfram á samningafundi Eflingar myndi félagið boða til aðgerða. Fréttastofa ræddi við Sólveigu að fundi loknum í kvöld. Hver var niðurstaðan í dag? „Í dag lagði Ríkissáttasemjari til að fundi yrði frestað þangað til á morgun og við í samninganefnd Eflingar féllumst á það vegna þess að hugmyndir og tillögur hafa verið að ganga á milli aðila. Við lítum svo á að það sé þess virði að halda áfram á morgun og sjá hvort það skilar ásættanlegri niðurstöðu.“ Þú hefur talað um að þetta hafi dregist um oft. Er morgundagurinn kaflaskilsdagur? „Já, ég og félagar mínir í samninganefnd eru sammála um það að ef fram kemur ásættanleg tillaga sem snýst um að laga mönnunarmódelið þá eru þau önnur atriði sem út af standa þess eðlis að við getum gengið hratt frá þeim. Ég er ekki að segja að það verði hægt að srifa undir á morgun, alls ekki, en þá verður ekki langt í það ef við leysum þetta vandamál.“ Mönnunarvandinn sé víðast hvar mjög mikill Ég aðeins heyrt í stjórnendum hjúkrunarheimila. Það kannast ekki allt við þennan mönnunarvanda. Hvernig stendur á því? „Ég get svo sem ekki svarað því en auðvitað er ljóst að vandinn er mismikill milli stofnana en hann er mjög raunverulegur og er víðast hvar mjög mikill á milli stofnana. En hann er mjög raunverulegur og víðast hvar mjög mikill. Það hafa verið unnar ítarlegar skýrslur og greiningar á þessari stöðu þannig það er ekki eins og við í Eflingu séum fyrst allra að halda þessu fram. Nú síðast 2021 var svokallaðri Gylfaskýrslu svarað. Þar sést þetta með mjög skýrum hætti og allar niðurstöður þeirrar skýrslu eru í algjöru samræmi við vitnisburð Eflingarfólks sem við höfum verið í samskiptum við.“ Þetta skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki, yfirleitt einkafyrirtæki eða sameignarfyrirtæki. Það mun auðvitað vera aukinn kostnaður við að ráða fólk. „Að sjálfsögðu, þannig virkar þetta. Það kostar að vera með fólk í vinnu. En við erum hér að halda okkur við mjög hófstilltan launalið þannig við erum ekki fara fram hér með þensluvaldandi kjarasamninga. Það er auðvitað ríkið sem þarf að sjá til þess að það fjármagn sem er sett í þessar stofnanir sé með þeim hætti að hægt sé að láta hlutina ganga upp.“ Og ráða fleira fólk? „Og ráða fleira fólk að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig Anna að lokum.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18