„Mikilvægt að umkringja sig fólki sem veitir manni innblástur“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. október 2024 07:02 Unnur Birna sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. „Vonandi verð ég búin að fá að þroskast í minni starfsgrein, ögra sjálfri mér og prófa ýmislegt nýtt,“segir leikkonan Unnur Birna Jónsdóttir Backman. Unnur Birna útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Síðan þá hefur hún tekið þátt í ýmsum sjónvarpsverkefnum. Sem dæmi fór hún með hlutverk í þáttunum Aftureldingu, Skvíz og glæpaþáttaseríunni Svörtu Söndum ásamt því að hafa lesið inn á fjölda hljóðbóka. Undanfarna mánuði hefur hún verið með annan fótinn í Hollandi þar sem kærastinn hennar er í námi. Unnur Birna sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn: Unnur Birna Jónsdóttir Backman. Aldur: 26 ára. Starf: Leikkona. Fjölskylduhagir: Í sambandi. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Vinnusöm, vandvirk, listfeng. Hvað er á döfinni? Ég er stödd í miðju tökutímabili á nýrri íslenskri seríu sem heitir Reykjavík Fusion og það hefur verið ótrulega skemmtilegt. Samhliða því er ég að lesa mikið inn á hljóðbækur sem er bæði nærandi og frábær leið til þess að halda sér í formi með og á milli verkefna. Síðan er önnur sería af Svörtu Söndum að koma út sem ég leik í svo það er nóg um að vera. Þín mesta gæfa í lífinu? Að vera heilbrigð og hraust! Það er það verðmætasta sem fólk á. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Einhversstaðar uppi í sveit með fjölskyldunni minni og vinum mínum að njóta þess að vera til, hlusta á góða tónlist, hreyfa mig, næra mig með fallegum hlutum og list, og auðvitað góðum mat. Vonandi verð ég búin að fá að þroskast í minni starfsgrein, ögra sjálfri mér og prófa ýmislegt nýtt. Síðan á ég mér líka draum um að kaupa mér hús og gera það upp svo það er aldrei að vita nema það gerist á þessum næstu tíu árum. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Að við Íslendingar nýtum auðlindir okkar á réttan og arðbæran hátt ásamt því að standa vörð um náttúruna. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei, ég myndi ekki segja að ég væri með „bucket lista“ en mig langar auðvitað að ferðast og sjá heiminn. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að umkringja sig einstaklingum sem maður dáist að, veita manni innblástur, styrkja mann og hvetja mann til að verða betri manneskja. Hvað hefur mótað þig mest? Að eiga langveikt foreldri. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Það er algjör lúxus að hafa aðgang að íslenskri náttúru. Það er fátt sem er jafn kjarnandi að mínu mati svo það er eflaust minn besti valkostur. Annars finnst mér frábært að fara í sund, yoga, nálastungu, nudd, heilun eða hugleiðslu. Uppskrift að drauma sunnudegi? Létt hreyfing, útivera, tiltekt og endurskipulag heima, lestur á góðri bók.. góður matur sem tekur kannski smá tíma að undirbúa og gæðastund með nánustu. Að mínu mati eiga sunnudagar að vera rólegir og maður á að borða vel og hvíla sig fyrir komandi viku. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldhúsið. Fallegasti staður á landinu? Vestfirðir. En í heiminum? Ísland, auðvitað. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég oil-pulla í svona 15-20 mínútur með kókosolíu og bursta svo. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Oft er ég bara að lesa, skrifa eða skoða eitthvað misáhugavert á netinu. Ef ég er að leika í verkefni fer ég oftast yfir textann minn rétt áður en ég sofna. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já, ég hreyfi mig mikið og borða hreinan og næringarríkan mat. Það er lykillinn að andlegu jafnvægi í mínu lífi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikkona, myndlistarkona eða arkítekt. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég fór að gráta yfir mynd sem heitir Aftersun eftir Charlotte Wells sem ég var að horfa á í annað skipti. Ertu A eða B týpa? A. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Gæti kannski bjargað mér í dönsku og spænsku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei, ekki svo ég viti.Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Ég myndi vilja fljúga eða geta ferðast aftur í tímann.Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir?„Ókei hahahahaha jessssss!!!“ Draumabíllinn þinn? Góður Toyota jeppi eða Volkswagen Golf með GÓÐU hljóðkerfi. Hælar- eða strigaskór? Strigaskór.Fyrsti kossinn? Mjög krúttlegur.Óttastu eitthvað? Já, kannski of margt. Ég er svona að reyna að hætta að hafa áhyggjur og njóta líðandi stundar - það gengur bara ágætlega!Hvað ertu að hámhorfa á? Ég var að klára Beckham og House of the Dragon 2.Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Þau eru mörg.. en til dæmis Green Onions með Booker T. & the M.G’s. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is. Hin hliðin Ástin og lífið Svörtu sandar Tengdar fréttir Ætlar í blómabað á Balí með manninum sínum „Ég vil meina að ég hafi að einhverju leyti „alist upp“ á samfélagsmiðlum, hleypt fólki nálægt mér og talað um hlutina nákvæmlega eins og þeir eru,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og verkefnastjóri. 27. september 2024 07:00 Klípur í rassinn á Sögu tvisvar á dag „Ég myndi segja að sú ákvörðun mín þegar ég var átján ára gamall að gera tónlist að ævistarfi mínu hafi líklega haft mestu áhrifin á líf mit,“ segir tónlistarmaðurinn Snorri Helgason. Hann segir tónlistina hafa mótað sýn hans á lífið og sjálfan sig. 6. september 2024 09:01 „Minn stærsti ótti er og hefur alltaf verið geimverur“ „Ég er venjuleg íslenska stelpa með voða óvenjulegt líf,“ segir fyrirsætan Birta Abiba Þórhallsdóttir sem er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum. Árið 2019 sigraði Birta Miss Universe Iceland-keppnina og komst í topp tíu hópinn í stóru Miss Universe keppninni erlendis. 30. ágúst 2024 08:26 „Sorgin er fylgifiskur framtíðar minnar“ „Ég græt þegar minningarnar um Ölmu systur hellast yfir mig og sorgin bankar. En það varir aldrei lengi því það er stutt í brosið yfir öllu því stórkostlega sem hún gaf mér,“ segir hugmynda- og þúsundþjalasmiðurinn Jón Gunnar Geirdal sem missti systur sína eftir tveggja ára baráttu við krabbamein árið 2020. Jón Gunnar er kvæntur, á fjögur börn og lítur þakklætis augum á lífið. 23. ágúst 2024 07:02 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Unnur Birna útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Síðan þá hefur hún tekið þátt í ýmsum sjónvarpsverkefnum. Sem dæmi fór hún með hlutverk í þáttunum Aftureldingu, Skvíz og glæpaþáttaseríunni Svörtu Söndum ásamt því að hafa lesið inn á fjölda hljóðbóka. Undanfarna mánuði hefur hún verið með annan fótinn í Hollandi þar sem kærastinn hennar er í námi. Unnur Birna sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn: Unnur Birna Jónsdóttir Backman. Aldur: 26 ára. Starf: Leikkona. Fjölskylduhagir: Í sambandi. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Vinnusöm, vandvirk, listfeng. Hvað er á döfinni? Ég er stödd í miðju tökutímabili á nýrri íslenskri seríu sem heitir Reykjavík Fusion og það hefur verið ótrulega skemmtilegt. Samhliða því er ég að lesa mikið inn á hljóðbækur sem er bæði nærandi og frábær leið til þess að halda sér í formi með og á milli verkefna. Síðan er önnur sería af Svörtu Söndum að koma út sem ég leik í svo það er nóg um að vera. Þín mesta gæfa í lífinu? Að vera heilbrigð og hraust! Það er það verðmætasta sem fólk á. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Einhversstaðar uppi í sveit með fjölskyldunni minni og vinum mínum að njóta þess að vera til, hlusta á góða tónlist, hreyfa mig, næra mig með fallegum hlutum og list, og auðvitað góðum mat. Vonandi verð ég búin að fá að þroskast í minni starfsgrein, ögra sjálfri mér og prófa ýmislegt nýtt. Síðan á ég mér líka draum um að kaupa mér hús og gera það upp svo það er aldrei að vita nema það gerist á þessum næstu tíu árum. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Að við Íslendingar nýtum auðlindir okkar á réttan og arðbæran hátt ásamt því að standa vörð um náttúruna. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei, ég myndi ekki segja að ég væri með „bucket lista“ en mig langar auðvitað að ferðast og sjá heiminn. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að umkringja sig einstaklingum sem maður dáist að, veita manni innblástur, styrkja mann og hvetja mann til að verða betri manneskja. Hvað hefur mótað þig mest? Að eiga langveikt foreldri. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Það er algjör lúxus að hafa aðgang að íslenskri náttúru. Það er fátt sem er jafn kjarnandi að mínu mati svo það er eflaust minn besti valkostur. Annars finnst mér frábært að fara í sund, yoga, nálastungu, nudd, heilun eða hugleiðslu. Uppskrift að drauma sunnudegi? Létt hreyfing, útivera, tiltekt og endurskipulag heima, lestur á góðri bók.. góður matur sem tekur kannski smá tíma að undirbúa og gæðastund með nánustu. Að mínu mati eiga sunnudagar að vera rólegir og maður á að borða vel og hvíla sig fyrir komandi viku. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldhúsið. Fallegasti staður á landinu? Vestfirðir. En í heiminum? Ísland, auðvitað. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Ég oil-pulla í svona 15-20 mínútur með kókosolíu og bursta svo. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Oft er ég bara að lesa, skrifa eða skoða eitthvað misáhugavert á netinu. Ef ég er að leika í verkefni fer ég oftast yfir textann minn rétt áður en ég sofna. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já, ég hreyfi mig mikið og borða hreinan og næringarríkan mat. Það er lykillinn að andlegu jafnvægi í mínu lífi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikkona, myndlistarkona eða arkítekt. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Ég fór að gráta yfir mynd sem heitir Aftersun eftir Charlotte Wells sem ég var að horfa á í annað skipti. Ertu A eða B týpa? A. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Gæti kannski bjargað mér í dönsku og spænsku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei, ekki svo ég viti.Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Ég myndi vilja fljúga eða geta ferðast aftur í tímann.Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir?„Ókei hahahahaha jessssss!!!“ Draumabíllinn þinn? Góður Toyota jeppi eða Volkswagen Golf með GÓÐU hljóðkerfi. Hælar- eða strigaskór? Strigaskór.Fyrsti kossinn? Mjög krúttlegur.Óttastu eitthvað? Já, kannski of margt. Ég er svona að reyna að hætta að hafa áhyggjur og njóta líðandi stundar - það gengur bara ágætlega!Hvað ertu að hámhorfa á? Ég var að klára Beckham og House of the Dragon 2.Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Þau eru mörg.. en til dæmis Green Onions með Booker T. & the M.G’s. Hin hliðin er vikulegur viðstalsliður hjá Lífinu á Vísi þar sem við fáum að kynnast einstaklingum úr öllum kimum þjóðfélagsins. Ábendingar um viðmælendur má senda á svavam@stod2.is.
Hin hliðin Ástin og lífið Svörtu sandar Tengdar fréttir Ætlar í blómabað á Balí með manninum sínum „Ég vil meina að ég hafi að einhverju leyti „alist upp“ á samfélagsmiðlum, hleypt fólki nálægt mér og talað um hlutina nákvæmlega eins og þeir eru,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og verkefnastjóri. 27. september 2024 07:00 Klípur í rassinn á Sögu tvisvar á dag „Ég myndi segja að sú ákvörðun mín þegar ég var átján ára gamall að gera tónlist að ævistarfi mínu hafi líklega haft mestu áhrifin á líf mit,“ segir tónlistarmaðurinn Snorri Helgason. Hann segir tónlistina hafa mótað sýn hans á lífið og sjálfan sig. 6. september 2024 09:01 „Minn stærsti ótti er og hefur alltaf verið geimverur“ „Ég er venjuleg íslenska stelpa með voða óvenjulegt líf,“ segir fyrirsætan Birta Abiba Þórhallsdóttir sem er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum. Árið 2019 sigraði Birta Miss Universe Iceland-keppnina og komst í topp tíu hópinn í stóru Miss Universe keppninni erlendis. 30. ágúst 2024 08:26 „Sorgin er fylgifiskur framtíðar minnar“ „Ég græt þegar minningarnar um Ölmu systur hellast yfir mig og sorgin bankar. En það varir aldrei lengi því það er stutt í brosið yfir öllu því stórkostlega sem hún gaf mér,“ segir hugmynda- og þúsundþjalasmiðurinn Jón Gunnar Geirdal sem missti systur sína eftir tveggja ára baráttu við krabbamein árið 2020. Jón Gunnar er kvæntur, á fjögur börn og lítur þakklætis augum á lífið. 23. ágúst 2024 07:02 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Ætlar í blómabað á Balí með manninum sínum „Ég vil meina að ég hafi að einhverju leyti „alist upp“ á samfélagsmiðlum, hleypt fólki nálægt mér og talað um hlutina nákvæmlega eins og þeir eru,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og verkefnastjóri. 27. september 2024 07:00
Klípur í rassinn á Sögu tvisvar á dag „Ég myndi segja að sú ákvörðun mín þegar ég var átján ára gamall að gera tónlist að ævistarfi mínu hafi líklega haft mestu áhrifin á líf mit,“ segir tónlistarmaðurinn Snorri Helgason. Hann segir tónlistina hafa mótað sýn hans á lífið og sjálfan sig. 6. september 2024 09:01
„Minn stærsti ótti er og hefur alltaf verið geimverur“ „Ég er venjuleg íslenska stelpa með voða óvenjulegt líf,“ segir fyrirsætan Birta Abiba Þórhallsdóttir sem er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum. Árið 2019 sigraði Birta Miss Universe Iceland-keppnina og komst í topp tíu hópinn í stóru Miss Universe keppninni erlendis. 30. ágúst 2024 08:26
„Sorgin er fylgifiskur framtíðar minnar“ „Ég græt þegar minningarnar um Ölmu systur hellast yfir mig og sorgin bankar. En það varir aldrei lengi því það er stutt í brosið yfir öllu því stórkostlega sem hún gaf mér,“ segir hugmynda- og þúsundþjalasmiðurinn Jón Gunnar Geirdal sem missti systur sína eftir tveggja ára baráttu við krabbamein árið 2020. Jón Gunnar er kvæntur, á fjögur börn og lítur þakklætis augum á lífið. 23. ágúst 2024 07:02