Blaðamannafundurinn var klukkan 13:00 en upptöku frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, stýrði fundinum en fyrir svörum sátu þjálfarar og fyrirliðar Vals og Breiðabliks.
Breiðablik er með eins stigs forskot á Val fyrir úrslitaleikinn og dugir jafntefli til að verða Íslandsmeistari í nítjánda sinn. Ef Valskonur vinna hins vegar verða þær meistarar fjórða árið í röð og í fimmtánda sinn alls.
Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 16:15 á laugardaginn og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15:45.