Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2024 21:04 Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, sem er mjög ánægð með listaverkið á vitanum frá Viðari Breiðfjörð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir bátarnir, sem fluttu Eyjamenn til landsins í eldgosinu 1973 hafa verið málaðir á vita í Vestmannaeyjum en vitinn vekur alltaf mikla athygil ferðamanna. Vitinn er á Skansinum og kallast verkið, “1973, allir í bátana”. Á vitanum er myndir af þeim 58 bátum, sem fluttu fólk frá Heimaey í eldgosinu. Verkið var unnið af Viðari Breiðfjörð, miklum Vestmannaeying en vitinn heitir Hringaskersviti. „Við fengum hann til þess að mála þá 58 báta, sem fluttu fólkið í gosinu. Þetta eru svona táknmyndir, mjög skemmtilegt verkefni og þetta var gert fyrir goslokahátíðina í fyrra fyrir 50 ára afmælið,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. En þetta er fallegt og vekur athygli? „Já, vekur mjög mikla athygli, það er mikið af myndum teknar hérna og þetta er á öllum hliðum vitans, þannig að það er meira að segja gamli Herjólfur hérna og allt, þetta er mjög skemmtilegt,” segir Dóra Björk. Á sérstöku upplýsingaskilti á vitanum kemur fram nafn bátanna, skipstjórans á hverjum bát og fjölda farþega, sem fór til lands með viðkomandi bát. „Fyrir mig, sem er fædd eftir gos þá er þetta bara eitthvað, sem gerir mig að Vestmannaeying þetta eldgos, en fyrir þá sem upplifðu hörmungarnar og misstu allt sitt þá eru þetta náttúrulega allt aðrar tilfinningar. En ég segi alltaf, við þurfum að passa okkur að halda þessari sögu á lofti, þetta er ótrúlega merkilegt og verið þungbært fyrir fólkið og hefur reynst okkur mörgum hverjum Eyjamönnunum erfitt allar þessar hörmungar, sem hafa gengið á í Grindavík. Þetta hefur svona rifjað upp það sem á undan er gengið hér og á þessum tíma var engin áfallahjálp og fólk ræddi þetta ekkert, þetta var bara spurning um að vera fyrstur að gleyma,” segir Dóra Björk. Mjög flott upplýsingaskilti er á vitanum á íslenska og ensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er frábært framtak hjá ykkur, ertu ekki ánægð? „Jú, þetta er skemmtilegt, að halda sögunni á lofti eins og öll hin verkefnin okkar, þannig að nú þurfum við bara að halda því áfram," segir hafnarstjórinn. Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Menning Heimaeyjargosið 1973 Myndlist Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Vitinn er á Skansinum og kallast verkið, “1973, allir í bátana”. Á vitanum er myndir af þeim 58 bátum, sem fluttu fólk frá Heimaey í eldgosinu. Verkið var unnið af Viðari Breiðfjörð, miklum Vestmannaeying en vitinn heitir Hringaskersviti. „Við fengum hann til þess að mála þá 58 báta, sem fluttu fólkið í gosinu. Þetta eru svona táknmyndir, mjög skemmtilegt verkefni og þetta var gert fyrir goslokahátíðina í fyrra fyrir 50 ára afmælið,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. En þetta er fallegt og vekur athygli? „Já, vekur mjög mikla athygli, það er mikið af myndum teknar hérna og þetta er á öllum hliðum vitans, þannig að það er meira að segja gamli Herjólfur hérna og allt, þetta er mjög skemmtilegt,” segir Dóra Björk. Á sérstöku upplýsingaskilti á vitanum kemur fram nafn bátanna, skipstjórans á hverjum bát og fjölda farþega, sem fór til lands með viðkomandi bát. „Fyrir mig, sem er fædd eftir gos þá er þetta bara eitthvað, sem gerir mig að Vestmannaeying þetta eldgos, en fyrir þá sem upplifðu hörmungarnar og misstu allt sitt þá eru þetta náttúrulega allt aðrar tilfinningar. En ég segi alltaf, við þurfum að passa okkur að halda þessari sögu á lofti, þetta er ótrúlega merkilegt og verið þungbært fyrir fólkið og hefur reynst okkur mörgum hverjum Eyjamönnunum erfitt allar þessar hörmungar, sem hafa gengið á í Grindavík. Þetta hefur svona rifjað upp það sem á undan er gengið hér og á þessum tíma var engin áfallahjálp og fólk ræddi þetta ekkert, þetta var bara spurning um að vera fyrstur að gleyma,” segir Dóra Björk. Mjög flott upplýsingaskilti er á vitanum á íslenska og ensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er frábært framtak hjá ykkur, ertu ekki ánægð? „Jú, þetta er skemmtilegt, að halda sögunni á lofti eins og öll hin verkefnin okkar, þannig að nú þurfum við bara að halda því áfram," segir hafnarstjórinn.
Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Menning Heimaeyjargosið 1973 Myndlist Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira