Svandís Svavarsdóttir var kjörinn formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hlaut afgerandi kosningu í embætti varaformanns. Fyrsta verk á dagskrá verður að rífa upp fylgi flokksins og ná betur til fólks.
Við kynnum okkur nýja mállýsku sem hefur náð fótfestu meðal ungs fólks á Íslandi. Stofnanir og fyrirtæki keppast við að gera grín að orðunum, við misgóðar undirtektir.
Þá kynnum við okkur stóran áfanga í kortasögu Íslands, skoðum vita í Vestmannaeyjum sem hefur fengið andlitslyftingu og verðum í beinni útsendingu frá dauðarokkhátíð.