„Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. október 2024 18:49 Ásta Eir lyftir Íslandsmeistaraskildinum. Vísir/Pawel „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. Blikar luku keppni í Bestu deildinni einu stigi á undan Val og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna liðsins í leikslok var ósvikinn. „Þvílík gleði og við erum búin að vera að horfa á þennan dag síðan í nóvember og það er ótrúlega sætt að ná að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í leikslok. Áhorfendamet var slegið á N1-vellinum í dag en 1625 manns mættu á völlinn í blíðskaparveðri og fylltu stúkuna að Hlíðarenda. „Allt upp á tíu. Auðvitað var þetta það sem maður vonaðist eftir, að fá fulla stúku og fá fullt af fólki á þennan einstaka leik. Ég er þvílíkt ánægð með mætinguna og þetta gerði leikinn 100% betri fyrir okkur þó hann hafi kannski ekki verið mikið fyrir augað. En það skiptir engu máli núna.“ Valskonur lágu á Blikaliðinu undir loksins sem stóð þó sóknir heimakvenna af sér. Telma Ívarsdóttir í markinu var öryggið uppmálað fyrir aftan Ástu Eir og stöllur hennar í vörninni. „Þær lágu svolítið á okkur og bættu aðeins í sóknina. Ég fann fyrir góðu öryggi, Telma ótrúlega góð í teignum og var að éta þessa bolta sem þær voru að koma með. Ótrúlega ánægð hvernig við náðum að sigla þessu heim.“ Nik Chamberlain er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Breiðabliks eftir að hafa komið frá Þrótti fyrir tímabilið. Ásta hrósaði Nik í hástert og sagði að leikmenn liðsins hefðu strax ákveðið að róa í sömu átt. „Hann er búinn að vera mjög skýr og góður að þjálfa síðan hann kom. Það þarf alveg góðan þjálfara til að fá allt liðið með sér þannig að allir séu að fara í sömu átt. Honum tókst það mjög vel og við vorum allar að róa í sömu átt frá byrjun.“ „Það var nýtt kerfi og nýjar áherslur en við fórum í þessa breytingu í hausnum á okkur að við ætluðum að gera þetta saman og fylgja þessu eftir. Það gekk mjög vel í allt sumar og ég er þvílíkt stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil og að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir áður en hún var þotin í bikarfögnuð Blikaliðsins. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Blikar luku keppni í Bestu deildinni einu stigi á undan Val og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna liðsins í leikslok var ósvikinn. „Þvílík gleði og við erum búin að vera að horfa á þennan dag síðan í nóvember og það er ótrúlega sætt að ná að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í leikslok. Áhorfendamet var slegið á N1-vellinum í dag en 1625 manns mættu á völlinn í blíðskaparveðri og fylltu stúkuna að Hlíðarenda. „Allt upp á tíu. Auðvitað var þetta það sem maður vonaðist eftir, að fá fulla stúku og fá fullt af fólki á þennan einstaka leik. Ég er þvílíkt ánægð með mætinguna og þetta gerði leikinn 100% betri fyrir okkur þó hann hafi kannski ekki verið mikið fyrir augað. En það skiptir engu máli núna.“ Valskonur lágu á Blikaliðinu undir loksins sem stóð þó sóknir heimakvenna af sér. Telma Ívarsdóttir í markinu var öryggið uppmálað fyrir aftan Ástu Eir og stöllur hennar í vörninni. „Þær lágu svolítið á okkur og bættu aðeins í sóknina. Ég fann fyrir góðu öryggi, Telma ótrúlega góð í teignum og var að éta þessa bolta sem þær voru að koma með. Ótrúlega ánægð hvernig við náðum að sigla þessu heim.“ Nik Chamberlain er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Breiðabliks eftir að hafa komið frá Þrótti fyrir tímabilið. Ásta hrósaði Nik í hástert og sagði að leikmenn liðsins hefðu strax ákveðið að róa í sömu átt. „Hann er búinn að vera mjög skýr og góður að þjálfa síðan hann kom. Það þarf alveg góðan þjálfara til að fá allt liðið með sér þannig að allir séu að fara í sömu átt. Honum tókst það mjög vel og við vorum allar að róa í sömu átt frá byrjun.“ „Það var nýtt kerfi og nýjar áherslur en við fórum í þessa breytingu í hausnum á okkur að við ætluðum að gera þetta saman og fylgja þessu eftir. Það gekk mjög vel í allt sumar og ég er þvílíkt stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil og að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir áður en hún var þotin í bikarfögnuð Blikaliðsins.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Bíða enn eftir Mbeumo Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti