Einkunnir stórleiksins á Hlíðarenda: Telma og vörn Blika bar af Íþróttadeild Vísis skrifar 5. október 2024 20:25 Telma Ívarsdóttir hlaut gullhanskann fyrir að vera sá markmaður sem fékk á sig fæst mörk í deildinni. Vísir/Diego Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari kvenna í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Um var að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Ekkert mark var skorað á Hlíðarenda og var það öruggri frammistöðu Telmu Ívarsdóttur að þakka í marki Blika sem og varnarlínu liðsins. Dugði það til að halda markinu hreinu og tryggja að titillinn endaði í Kópavogi að þessu sinni. Hér að neðan má sjá einkunnir íþróttadeildar Vísis frá Hlíðarenda. Breiðablik Telma Ívarsdóttir - 8 Var öryggið uppmálað í markinu allan tímann og greip vel inn í þegar á þurfti að halda. Í pressu Valskvenna undir lokin sýndi Telma styrk sinn og veitti Blikavörninni aukinn kraft Barbára Sól Gísladóttir - 7 Líkt og öll vörn Blika var Barbára öflug í hægri bakverðinum og spilaði vel varnarlega Ásta Eir Árnadóttir - 8 Leiðtogi Breiðabliks á vellinum og steig ekki feilspor í leiknum. Stýrði vörninni eins og herforingi og sýndi mikilvægi sitt í hvívetna. Elín Helena Karlsdóttir - 7 Spilaði vel í vörn Breiðabliks og hélt öflugum sóknarmönnum Vals í skefjum ásamt stöllum sínum í vörninni. Kristín Dís Árnadóttir - 7 Virkaði aðeins óörugg í byrjun en vann á þegar leið á leikinn. Fín frammistaða í heildina. Heiða Ragney Viðarsdóttir - 8 Spilaði feykilega vel á miðri miðjunni og braut ófáar sóknir Valsliðsins á bak aftur. Kom boltanum oftast í fætur samherja og var afar öflug í sterku Blikaliði. Andrea Rut Bjarnadóttir - 6 Var dugleg og vann mikilvæga vinnu á miðjunni. Komst ekki alveg í takt við leikinn sóknarlega og var tekin af velli á 77. mínútu Samantha Smith - 6 Hefur komið af gríðarlegum krafti í lið Breiðabliks og dúndrað inn mörkum síðan hún kom til liðsins í ágúst. Var ógnandi í fyrri hálfleik í dag en var annars daufari en vanalega. Agla María Albertsdóttir - 7 Var afar dugleg og hljóp á við tvo. Fékk gott færi í seinni hálfleiknum en skaut framhjá markinu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - 6 Var dugleg og hljóp mikið. Gekk á köflum brösuglega að koma boltanum á samherja en vann mikilvæga vinnu í framlínunni. Katrín Ásbjörnsdóttir - 6 Fékk besta færi Blika þegar hún átti skalla sem bjargað var á marklínu. Fór meidd af velli í síðari hálfleik og virtust meiðslin alvarleg. Tók þátt í fagnarlátum Blika á öðrum fætinum og verður vonandi komin aftur í slaginn sem fyrst. Varamenn Breiðabliks Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (kom inn á 77. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Birta Georgsdóttir (kom inn á 77. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Margrét Lea Gísladóttir (kom inn á 96. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Valur Fanney Inga Birkisdóttir - 7 Spilaði vel og var traust í markinu. Greip inn í þegar á þurfti að halda og heildarframmistaðan fín Hailey Whitaker - 6 Spilaði ágætlega í hægri bakverðinum og tók töluverðan þátt í sóknarleiknum. Var traust varnarlega en sóknarlega kom lítið út úr því sem var reynt. Lillý Rut Hlynsdóttir - 7 Ekkert út á frammistöðu hennar að setja. Myndar feykisterkt miðvarðapar með Natasha Anasi. Natasha Anasi - 7 Landsliðsmiðvörðurinn átti fínan leik og Blikar sköpuðu sér fá opin færi. Var hent í framlínuna undir lokin en það skilaði litlu. Anna Rakel Pétursdóttir - 7 Spilaði ágætlega í vinstri bakverðinum og átti góðar hornspyrnur sem sköpuðu usla. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - 6 Byrjaði á vinstri kantinum en færði sig svo yfir á þann hægri. Komst ekki nægilega vel í takt við leikinn en fékk ágætt færi í fyrri hálfleik þegar hún skaut hátt yfir markið. Katie Cousins - 7 Var vafi á því hvort hún yrði leikfær. Spilaði allan leikinn og sýndi að hún er tæknilega afar góð. Dreifði spilinu ágætlega en sóknarleikur Vals var ekki nægilega beittur í dag. Berglind Rós Ágústsdóttir - 6 Lykilmaður á miðjunni en líkt og aðrir leikmenn Vals tókst henni ekki nægilega vel að skapa færi í sókninni. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir - 6 Komst ekki nægilega vel í takt við leikinn eftir gott tímabil í sumar. Var tekin af velli á 68. mínútu Fanndís Friðriksdóttir - 6 Var töluvert í boltanum og en leið fyrir að sóknarleikur Vals var ekki nægilega góður. Fékk besta færi Vals á lokasekúndunum en skaut framhjá úr góðu færi. Jasmín Erla Ingadóttir - 6 Komst ekki í takt við leikinn og fékk fá færi. Varamenn Vals Ísabella Sara Tryggvadóttir (kom inn á 69. mínútu) - 7 Kom inn af ágætum krafti og virkaði frísk. Komst í ágætar stöður sem urðu þó ekki að nægilega góðum færum. Berglind Björg Þorvaldsdótrir (kom inn á 69. mínútu) - 6 Var lítið í boltanum og setti lítinn svip á leikinn. Besta deild kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Ekkert mark var skorað á Hlíðarenda og var það öruggri frammistöðu Telmu Ívarsdóttur að þakka í marki Blika sem og varnarlínu liðsins. Dugði það til að halda markinu hreinu og tryggja að titillinn endaði í Kópavogi að þessu sinni. Hér að neðan má sjá einkunnir íþróttadeildar Vísis frá Hlíðarenda. Breiðablik Telma Ívarsdóttir - 8 Var öryggið uppmálað í markinu allan tímann og greip vel inn í þegar á þurfti að halda. Í pressu Valskvenna undir lokin sýndi Telma styrk sinn og veitti Blikavörninni aukinn kraft Barbára Sól Gísladóttir - 7 Líkt og öll vörn Blika var Barbára öflug í hægri bakverðinum og spilaði vel varnarlega Ásta Eir Árnadóttir - 8 Leiðtogi Breiðabliks á vellinum og steig ekki feilspor í leiknum. Stýrði vörninni eins og herforingi og sýndi mikilvægi sitt í hvívetna. Elín Helena Karlsdóttir - 7 Spilaði vel í vörn Breiðabliks og hélt öflugum sóknarmönnum Vals í skefjum ásamt stöllum sínum í vörninni. Kristín Dís Árnadóttir - 7 Virkaði aðeins óörugg í byrjun en vann á þegar leið á leikinn. Fín frammistaða í heildina. Heiða Ragney Viðarsdóttir - 8 Spilaði feykilega vel á miðri miðjunni og braut ófáar sóknir Valsliðsins á bak aftur. Kom boltanum oftast í fætur samherja og var afar öflug í sterku Blikaliði. Andrea Rut Bjarnadóttir - 6 Var dugleg og vann mikilvæga vinnu á miðjunni. Komst ekki alveg í takt við leikinn sóknarlega og var tekin af velli á 77. mínútu Samantha Smith - 6 Hefur komið af gríðarlegum krafti í lið Breiðabliks og dúndrað inn mörkum síðan hún kom til liðsins í ágúst. Var ógnandi í fyrri hálfleik í dag en var annars daufari en vanalega. Agla María Albertsdóttir - 7 Var afar dugleg og hljóp á við tvo. Fékk gott færi í seinni hálfleiknum en skaut framhjá markinu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - 6 Var dugleg og hljóp mikið. Gekk á köflum brösuglega að koma boltanum á samherja en vann mikilvæga vinnu í framlínunni. Katrín Ásbjörnsdóttir - 6 Fékk besta færi Blika þegar hún átti skalla sem bjargað var á marklínu. Fór meidd af velli í síðari hálfleik og virtust meiðslin alvarleg. Tók þátt í fagnarlátum Blika á öðrum fætinum og verður vonandi komin aftur í slaginn sem fyrst. Varamenn Breiðabliks Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (kom inn á 77. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Birta Georgsdóttir (kom inn á 77. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Margrét Lea Gísladóttir (kom inn á 96. mínútu) - spilaði of lítið til að fá einkunn Valur Fanney Inga Birkisdóttir - 7 Spilaði vel og var traust í markinu. Greip inn í þegar á þurfti að halda og heildarframmistaðan fín Hailey Whitaker - 6 Spilaði ágætlega í hægri bakverðinum og tók töluverðan þátt í sóknarleiknum. Var traust varnarlega en sóknarlega kom lítið út úr því sem var reynt. Lillý Rut Hlynsdóttir - 7 Ekkert út á frammistöðu hennar að setja. Myndar feykisterkt miðvarðapar með Natasha Anasi. Natasha Anasi - 7 Landsliðsmiðvörðurinn átti fínan leik og Blikar sköpuðu sér fá opin færi. Var hent í framlínuna undir lokin en það skilaði litlu. Anna Rakel Pétursdóttir - 7 Spilaði ágætlega í vinstri bakverðinum og átti góðar hornspyrnur sem sköpuðu usla. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - 6 Byrjaði á vinstri kantinum en færði sig svo yfir á þann hægri. Komst ekki nægilega vel í takt við leikinn en fékk ágætt færi í fyrri hálfleik þegar hún skaut hátt yfir markið. Katie Cousins - 7 Var vafi á því hvort hún yrði leikfær. Spilaði allan leikinn og sýndi að hún er tæknilega afar góð. Dreifði spilinu ágætlega en sóknarleikur Vals var ekki nægilega beittur í dag. Berglind Rós Ágústsdóttir - 6 Lykilmaður á miðjunni en líkt og aðrir leikmenn Vals tókst henni ekki nægilega vel að skapa færi í sókninni. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir - 6 Komst ekki nægilega vel í takt við leikinn eftir gott tímabil í sumar. Var tekin af velli á 68. mínútu Fanndís Friðriksdóttir - 6 Var töluvert í boltanum og en leið fyrir að sóknarleikur Vals var ekki nægilega góður. Fékk besta færi Vals á lokasekúndunum en skaut framhjá úr góðu færi. Jasmín Erla Ingadóttir - 6 Komst ekki í takt við leikinn og fékk fá færi. Varamenn Vals Ísabella Sara Tryggvadóttir (kom inn á 69. mínútu) - 7 Kom inn af ágætum krafti og virkaði frísk. Komst í ágætar stöður sem urðu þó ekki að nægilega góðum færum. Berglind Björg Þorvaldsdótrir (kom inn á 69. mínútu) - 6 Var lítið í boltanum og setti lítinn svip á leikinn.
Besta deild kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira