Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2024 11:11 Starfsmenn ÞG verktaka yfirfara nú frágang við fjölmarga vatnsbrunna sem staðsettir eru við hús sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Á myndinni er Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum og einn slíkur brunnur. Samsett Starfsmenn frá ÞG verktökum skoða nú frágang brunna við fjölda húsa sem verktakafyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Annað hvort verði tyrft yfir eða skipt um lok og þyngri sett í stað stálloka sem nú eru. Tveggja ára drengur féll ofan í vatnsbrunn við heimili sitt Í Urriðaholti í Garðabæ á föstudag. Drengurinn féll niður um tvo metra en lokið færðist til þegar hann gekk ofan á því. Slökkvilið aðstoðaði við að ná drengnum upp úr holunni. Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, segir starfsmenn hafa farið út strax í morgun til að skoða frágang annarra vatnsbrunna. ÞG verktakar byggði húsið sem brunnurinn er við. Steypt járn eða stállok Örn Tryggvi segir að í gegnum tíðina verið gengið frá svona brunnum með tvenns konar hætti. Annað hvort með steyptu járni eða stálloki. Stállokin séu yfirleitt notuð þar sem brunnarnir eru í brekku eða halla eða á grassvæði. Hann segir stállokið á brunninum hafa verið til friðs í um níu ár. Húsið hafi verið byggt í kringum 2015. „Þetta er ekki nýbyggt hús og það er mjög vel gengið frá þarna í kring,“ segir Örn. Það sé hægt að færa lokin til og það sé mögulega það sem hafi gerst í þessu tilfelli. Lokinu hafi verið hliðrað til og þá snúist það þegar stigið er á það. „Við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum búin að senda út mannskap ekki bara á þessa lóð heldur til að skoða okkar frágang við önnur verkefni líka. Til að kanna hvort það þurfi að ganga frá svona brunnum með öðrum hætti,“ segir Örn. Drengurinn féll ofan í brunninn á leið heim úr leikskólanum með ömmu sinni.Samsett Brunnarnir sem um ræðir eru fallbrunnar og eru settir þar sem er mikill hæðarmunur á lóðinni. „Hallinn á lögnunum, sem eru neðanjarðar, má bara vera svo mikill. Þá eru svona fallbrunnar settir með vissu millibili til þess að leiðrétta hæðarmuninn. Brunnarnir þurfa að vera. Þeir hafa tilgang og það getur einhver þurft að fara í þá einhvern tímann.“ Praktísk lausn Hingað til hafi frágangurinn á þessum brunnum verið hugsaður praktískt og með tilliti til þess hvort til dæmis væri þörf á að geta farið ofan í brunninn. „En einhverja þeirra má fela undir jarðvegi og tyrfa yfir.“ Hann segir fyrirtækið nú meta hvaða brunna er hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á og setja steypt járnlok á. Lokin þurfi mögulega að panta og því gæti verið bið á að skipt verði um þau. „Við munum bregðast við með þessum hætti. Ekki bara á þessari lóð. Við förum yfir verkefni síðustu ára og förum yfir hvort það sé slík hætta til staðar.“ Örn segir fráganginn við reykristina eðlilega.Aðsend Í viðtali við íbúa í Urriðaholti á vef Vísis í morgun var einnig talað um reyklosunargat með steinumgjörð sem nái yfir á gangstéttina. Íbúi í húsinu hafi í fyrra dottið um umgjörðina og brotið í sér tönn. Örn segist ekki sammála því að frágangur við reyklosunargatið hafi verið slæmur. Reyklosunargatið sér um reykræstingu úr bílakjallara sem er fyrir neðan. „Við erum ekki sammála að þarna sé óeðlilegur frágangur. Þarna er eðlilegur kantur eins og er víða á lóðum. Þetta er til að tryggja að bílum sé ekki ekið ofan á reykristina.“ Hvað varðar lokin á brunnunum segir hann það ekki endilega „frágangsleysi“ eins og talað hefur verið um í fréttum. Þessi frágangur sé viðtekin venja, hafi talinn verið fullnægjandi og unnið eftir þessu verklagi í góðri trú. „En við munum svo sannarlega bregðast við. Það fóru menn strax í morgun til að fara yfir fallbrunna í öðrum verkefnum,“ segir hann og að nú sé unnið að því að meta hvaða brunna sé hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á. Hvetur fólk til að skoða nágrenni sitt Sigríður Lárusdóttir er formaður húsfélagsins við húsið þar sem drengurinn féll ofan í brunn. Hún segir miður að þetta slys hafi átt sér stað en að viðbrögð ÞG verktaka hafi verið góð. Hún hvetur fólk sem býr í fjölbýlishúsum til að ganga í kringum hús sín til að kanna aðstæður. „Þetta er auðvitað sjokk fyrir foreldrana en þetta er bara eitthvað sem þarf að leysa.“ Börn og uppeldi Slysavarnir Garðabær Byggingariðnaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Drengurinn féll niður um tvo metra en lokið færðist til þegar hann gekk ofan á því. Slökkvilið aðstoðaði við að ná drengnum upp úr holunni. Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá ÞG verktökum, segir starfsmenn hafa farið út strax í morgun til að skoða frágang annarra vatnsbrunna. ÞG verktakar byggði húsið sem brunnurinn er við. Steypt járn eða stállok Örn Tryggvi segir að í gegnum tíðina verið gengið frá svona brunnum með tvenns konar hætti. Annað hvort með steyptu járni eða stálloki. Stállokin séu yfirleitt notuð þar sem brunnarnir eru í brekku eða halla eða á grassvæði. Hann segir stállokið á brunninum hafa verið til friðs í um níu ár. Húsið hafi verið byggt í kringum 2015. „Þetta er ekki nýbyggt hús og það er mjög vel gengið frá þarna í kring,“ segir Örn. Það sé hægt að færa lokin til og það sé mögulega það sem hafi gerst í þessu tilfelli. Lokinu hafi verið hliðrað til og þá snúist það þegar stigið er á það. „Við tökum þessu mjög alvarlega. Við erum búin að senda út mannskap ekki bara á þessa lóð heldur til að skoða okkar frágang við önnur verkefni líka. Til að kanna hvort það þurfi að ganga frá svona brunnum með öðrum hætti,“ segir Örn. Drengurinn féll ofan í brunninn á leið heim úr leikskólanum með ömmu sinni.Samsett Brunnarnir sem um ræðir eru fallbrunnar og eru settir þar sem er mikill hæðarmunur á lóðinni. „Hallinn á lögnunum, sem eru neðanjarðar, má bara vera svo mikill. Þá eru svona fallbrunnar settir með vissu millibili til þess að leiðrétta hæðarmuninn. Brunnarnir þurfa að vera. Þeir hafa tilgang og það getur einhver þurft að fara í þá einhvern tímann.“ Praktísk lausn Hingað til hafi frágangurinn á þessum brunnum verið hugsaður praktískt og með tilliti til þess hvort til dæmis væri þörf á að geta farið ofan í brunninn. „En einhverja þeirra má fela undir jarðvegi og tyrfa yfir.“ Hann segir fyrirtækið nú meta hvaða brunna er hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á og setja steypt járnlok á. Lokin þurfi mögulega að panta og því gæti verið bið á að skipt verði um þau. „Við munum bregðast við með þessum hætti. Ekki bara á þessari lóð. Við förum yfir verkefni síðustu ára og förum yfir hvort það sé slík hætta til staðar.“ Örn segir fráganginn við reykristina eðlilega.Aðsend Í viðtali við íbúa í Urriðaholti á vef Vísis í morgun var einnig talað um reyklosunargat með steinumgjörð sem nái yfir á gangstéttina. Íbúi í húsinu hafi í fyrra dottið um umgjörðina og brotið í sér tönn. Örn segist ekki sammála því að frágangur við reyklosunargatið hafi verið slæmur. Reyklosunargatið sér um reykræstingu úr bílakjallara sem er fyrir neðan. „Við erum ekki sammála að þarna sé óeðlilegur frágangur. Þarna er eðlilegur kantur eins og er víða á lóðum. Þetta er til að tryggja að bílum sé ekki ekið ofan á reykristina.“ Hvað varðar lokin á brunnunum segir hann það ekki endilega „frágangsleysi“ eins og talað hefur verið um í fréttum. Þessi frágangur sé viðtekin venja, hafi talinn verið fullnægjandi og unnið eftir þessu verklagi í góðri trú. „En við munum svo sannarlega bregðast við. Það fóru menn strax í morgun til að fara yfir fallbrunna í öðrum verkefnum,“ segir hann og að nú sé unnið að því að meta hvaða brunna sé hægt að tyrfa yfir og hverja er hægt að skipta um lok á. Hvetur fólk til að skoða nágrenni sitt Sigríður Lárusdóttir er formaður húsfélagsins við húsið þar sem drengurinn féll ofan í brunn. Hún segir miður að þetta slys hafi átt sér stað en að viðbrögð ÞG verktaka hafi verið góð. Hún hvetur fólk sem býr í fjölbýlishúsum til að ganga í kringum hús sín til að kanna aðstæður. „Þetta er auðvitað sjokk fyrir foreldrana en þetta er bara eitthvað sem þarf að leysa.“
Börn og uppeldi Slysavarnir Garðabær Byggingariðnaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“ Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður. 5. október 2024 21:55