Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. október 2024 19:06 Jón Gnarr furðar sig á fréttaflutningi um sigurvissu sína fyrir prófkjör Viðreisnar í Reykjavík fyrir næstu Alþingskosningar. Hann sé enginn kvenhatari. Vísir/Vilhelm/Grafík Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni. Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook í dag þar sem hann svarar fyrir yfirlýsingar sínar í Spursmálum hjá Stefáni Einari Stefánssyni í síðustu viku. „Ég er ekki orðinn pólitíkus, bara búinn að tilkynna ákvörðun og strax farinn að vekja áhuga og jafnvel ugg. Þarf greinilega að muna eftir Miranda aðvöruninni,“ segir hann í færslunni. Þar vísar hann til Miranda-réttinda sem bandarískir lögreglumenn lesa upp fyrir þá sem þeir handtaka. Hinn grunaði er þá varaður við því að hann hafi rétt á að þaga og að allt sem hann segi megi nota gegn honum fyrir dómi. Í færslunni segir Jón að hann sé skyndilega orðinn „kokhraustur kvenhatari sem ræðst á konur með yfirgangi og frekju“ og telur hann það ólíkt sér. Óánægður með flokksfélaga sinn En Jón virðist ekki bara óánægður með fyrirsagnir fréttamiðlanna heldur einnig viðbrögð flokksfélaga síns, Hönnu Katrínar Friðrikssons, Reykjavíkurþingmanns og þingflokksformanns Viðreisnar, við fréttunum. „Starfandi þingmaður er búinn að senda mér tóninn líka og snupra mig, segir að ég sé nú ekki fyrsti freki kallinn sem vill fá rauðan dregil og allt gert fyrir sig og gefur líka í skyn að ég sé tækifærissinni sem sé að reyna að nýta mér þann gríðarlega meðbyr sem sé með Viðreisn núna,“ segir Jón. Þá tekur hann sérstaklega fram að hann sé bara sjálfstætt starfandi listamaður ekki forstjóri fyrirtækis, forsvarsmaður samtaka, þingmaður eða í annarri opinberri valdastöðu. Þar að auki séu kosningar ekki áætlaðar fyrr en eftir átta til tíu mánuði. „Kannski kall en samt bara kall útí bæ,“ segir hann svo. Allt í lagi að kitla en ekki að hrinda Færsluna endar hana svo á leikritsuppsetningu á hluta viðtalsins í Spursmálum þar sem Stefán Einar spurði hann út í væntanlegar Alþingiskosningar og prófkjör. „Blaðamaður: Heldur þú að þú vinnir þetta auðveldlega? Ég: Ég vonast til þess já. Og ég vil reyna að komast út úr þessu, gegnum þetta án þess að valda einhverjum sárindum eða stíga á einhverjar tær. Mér finnst allt í lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stóran mun þarna á. Mér finnst þetta bara spennandi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona.“ Jón spyr svo hvað felist í þessum orðum sem gefi tilefni til slíkra viðbragða. Viðreisn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Jóns á Facebook í dag þar sem hann svarar fyrir yfirlýsingar sínar í Spursmálum hjá Stefáni Einari Stefánssyni í síðustu viku. „Ég er ekki orðinn pólitíkus, bara búinn að tilkynna ákvörðun og strax farinn að vekja áhuga og jafnvel ugg. Þarf greinilega að muna eftir Miranda aðvöruninni,“ segir hann í færslunni. Þar vísar hann til Miranda-réttinda sem bandarískir lögreglumenn lesa upp fyrir þá sem þeir handtaka. Hinn grunaði er þá varaður við því að hann hafi rétt á að þaga og að allt sem hann segi megi nota gegn honum fyrir dómi. Í færslunni segir Jón að hann sé skyndilega orðinn „kokhraustur kvenhatari sem ræðst á konur með yfirgangi og frekju“ og telur hann það ólíkt sér. Óánægður með flokksfélaga sinn En Jón virðist ekki bara óánægður með fyrirsagnir fréttamiðlanna heldur einnig viðbrögð flokksfélaga síns, Hönnu Katrínar Friðrikssons, Reykjavíkurþingmanns og þingflokksformanns Viðreisnar, við fréttunum. „Starfandi þingmaður er búinn að senda mér tóninn líka og snupra mig, segir að ég sé nú ekki fyrsti freki kallinn sem vill fá rauðan dregil og allt gert fyrir sig og gefur líka í skyn að ég sé tækifærissinni sem sé að reyna að nýta mér þann gríðarlega meðbyr sem sé með Viðreisn núna,“ segir Jón. Þá tekur hann sérstaklega fram að hann sé bara sjálfstætt starfandi listamaður ekki forstjóri fyrirtækis, forsvarsmaður samtaka, þingmaður eða í annarri opinberri valdastöðu. Þar að auki séu kosningar ekki áætlaðar fyrr en eftir átta til tíu mánuði. „Kannski kall en samt bara kall útí bæ,“ segir hann svo. Allt í lagi að kitla en ekki að hrinda Færsluna endar hana svo á leikritsuppsetningu á hluta viðtalsins í Spursmálum þar sem Stefán Einar spurði hann út í væntanlegar Alþingiskosningar og prófkjör. „Blaðamaður: Heldur þú að þú vinnir þetta auðveldlega? Ég: Ég vonast til þess já. Og ég vil reyna að komast út úr þessu, gegnum þetta án þess að valda einhverjum sárindum eða stíga á einhverjar tær. Mér finnst allt í lagi að pikka í fólk og kitla það en mér finnst annað að hrinda fólki. Ég geri stóran mun þarna á. Mér finnst þetta bara spennandi. Ég hef aldrei tekið þátt í svona.“ Jón spyr svo hvað felist í þessum orðum sem gefi tilefni til slíkra viðbragða.
Viðreisn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira