Geitin er risin fyrr en nokkru sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2024 14:33 Geitin er risin í öllu sínu veldi. Þessi mynd náðist af geitinni í gær. IKEA-geitin er risin í Kauptúni og er sérstaklega snemma á ferðinni. Hún hefur undanfarin ár verið tendruð um miðjan október en er nú komin á sinn stað nokkrum dögum fyrr. Lengi vel var geitin sérstakt skotmark brennuvarga og á tímabili var sem menn legðu metnað sinn í að bera að henni eld. En hún hefur fengið að standa óáreitt allra síðustu árin. Síðast kviknaði geitinni árið 2016. Geitin er að sænskri fyrirmynd eins og IKEA. Fyrsta geitin á Íslandi leit dagsins ljós árið 2010. Reyndar er það svo að það eru Svíar sem tóku upp á því að kveikja í fyrirbærinu í landi sínu, hefð er fyrir þeim óskunda þar og tóku íslenskir brennuvargar upp þann ósið. Ekki er hægt að segja að IKEA-geitin hafi fengið að kemba hálm sinn í friði og spekt, ef svo má að orði komast. Að minnsta kosti þrisvar hefur brennuvörgum tekist að bera að henni eld og þá hefur hún farið illa í veðrum og vindum; til að mynda fauk hún um koll í óveðri árið 2011. Árið 2015 gripu stjórnendur IKEA til þess að auka öryggisgæslu og var geitin vöktuð allan sólarhringinn. Það dugði til að halda brennuvörgum frá en þá vildi ekki betur til en að í geitinni kviknaði en þá vegna útiseríu sem hékk utan á henni. IKEA höfðaði dómsmál í kjölfar brunans 2016 og dæmdi héraðsdómur þá þrjá aðila til að greiða skaðabætur sem nam 150 þúsund krónur á haus. Síðan hafa brennuvargarnir haft hægt um sig. IKEA Jól Garðabær Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Ikea-geitin komin upp og bíður þess sem verða vill IKEA-geitin er eitt tákn þess að jólin séu á næsta leyti. Mörgum þykir þetta snemmt en nú hefur henni verið stillt fram í Kauptúni og ljós tendruð. 16. október 2023 14:55 Brennuvargar beðnir um að finna sér annað áhugamál IKEA-geitin er upprisin líkt og ár hvert þegar líða fer að jólum. Allir eru hvattir til að berja geitina augum en þeir sem vilja hana feiga mega helst finna sér annað að gera að sögn fjölmiðlafulltrúa IKEA á Íslandi. 10. október 2022 12:14 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Lengi vel var geitin sérstakt skotmark brennuvarga og á tímabili var sem menn legðu metnað sinn í að bera að henni eld. En hún hefur fengið að standa óáreitt allra síðustu árin. Síðast kviknaði geitinni árið 2016. Geitin er að sænskri fyrirmynd eins og IKEA. Fyrsta geitin á Íslandi leit dagsins ljós árið 2010. Reyndar er það svo að það eru Svíar sem tóku upp á því að kveikja í fyrirbærinu í landi sínu, hefð er fyrir þeim óskunda þar og tóku íslenskir brennuvargar upp þann ósið. Ekki er hægt að segja að IKEA-geitin hafi fengið að kemba hálm sinn í friði og spekt, ef svo má að orði komast. Að minnsta kosti þrisvar hefur brennuvörgum tekist að bera að henni eld og þá hefur hún farið illa í veðrum og vindum; til að mynda fauk hún um koll í óveðri árið 2011. Árið 2015 gripu stjórnendur IKEA til þess að auka öryggisgæslu og var geitin vöktuð allan sólarhringinn. Það dugði til að halda brennuvörgum frá en þá vildi ekki betur til en að í geitinni kviknaði en þá vegna útiseríu sem hékk utan á henni. IKEA höfðaði dómsmál í kjölfar brunans 2016 og dæmdi héraðsdómur þá þrjá aðila til að greiða skaðabætur sem nam 150 þúsund krónur á haus. Síðan hafa brennuvargarnir haft hægt um sig.
IKEA Jól Garðabær Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Ikea-geitin komin upp og bíður þess sem verða vill IKEA-geitin er eitt tákn þess að jólin séu á næsta leyti. Mörgum þykir þetta snemmt en nú hefur henni verið stillt fram í Kauptúni og ljós tendruð. 16. október 2023 14:55 Brennuvargar beðnir um að finna sér annað áhugamál IKEA-geitin er upprisin líkt og ár hvert þegar líða fer að jólum. Allir eru hvattir til að berja geitina augum en þeir sem vilja hana feiga mega helst finna sér annað að gera að sögn fjölmiðlafulltrúa IKEA á Íslandi. 10. október 2022 12:14 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Ikea-geitin komin upp og bíður þess sem verða vill IKEA-geitin er eitt tákn þess að jólin séu á næsta leyti. Mörgum þykir þetta snemmt en nú hefur henni verið stillt fram í Kauptúni og ljós tendruð. 16. október 2023 14:55
Brennuvargar beðnir um að finna sér annað áhugamál IKEA-geitin er upprisin líkt og ár hvert þegar líða fer að jólum. Allir eru hvattir til að berja geitina augum en þeir sem vilja hana feiga mega helst finna sér annað að gera að sögn fjölmiðlafulltrúa IKEA á Íslandi. 10. október 2022 12:14