Blönduð leið líkleg hjá Viðreisn og barátta um oddvitasætin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2024 15:01 Þingmenn Viðreisnar Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson. Hulda Margrét/Vísir Viðreisnarfólk mun taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á framboðslista á allra næstu dögum. Ekki er ólíklegt að ólíkar leiðir verði farnar við val á lista eftir kjördæmum, prófkjör í sumum og uppstilling í öðrum, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Vænta má að einhver barátta verði um efstu sæti á listum flokksins. „Það eru landshlutaráðin sem ákveða fyrirkomulag við uppröðun á lista. Stjórnin okkar fundaði í gær, af því það eru ákveðnar tímasetningar sem eru í samþykktunum okkar, og stytti tímasetningar til að boða fundi og svona alls konar svo við getum gert þetta sem hraðast. Þau munu funda núna á miðvikudag og fimmtudag og ákveða hvernig verður raðað á lista,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara liggur fyrir að áhugi er fyrir því í einhverjum kjördæmum að halda prófkjör, meðal annars í Reykjavík. „Það er einhver áhugi fyrir því. En það verður þessi fundur á miðvikudaginn sem mun taka ákvörðun um það,“ segir Svanborg, en stefnt er að því að ákvörðun verði tekin um það á fundi landshlutaráða í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi á miðvikudagskvöldið. Í öðrum kjördæmum verði það ákveðið á fimmtudag. Allt Viðreisnarfólk sem býr í hlutaðeigandi kjördæmum getur mætt á fundina og greitt atkvæði um hvaða leið verður farin. „Ég held að það geti alveg stefnt í að það verði ólíkt eftir kjördæmum,“ segir Svanborg, spurð hvort hún telji líklegt að ólíkt fyrirkomulag verði fyrir valinu milli kjördæma. Þá sé það önnur ákvörðun sem þurfi að taka um hversu mörg sæti verður kosið verði farið í prófkjör. „Ég held að það verði aldrei farið neðar heldur en fjögur sæti, í allra lengsta lagi. Og síðan er bara uppstilling,“ segir Svanborg. Fylgið á uppleið í könnunum Líkt og þegar hefur komið fram hefur Jón Gnarr lýst áhuga fyrir því að taka sæti á lista fyrir flokkinn í komandi kosningum og ekki ólíklegt að fleiri muni sýna því áhuga. Oddvitar flokksins í Reykjavík, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson hafa ekki þótt líklegar til að gefa eftir sæti sín. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, væri alveg til í að taka sæti á þingi en hún er varaþingmaður flokksins í Reykjavík.skjáskot Fylgi Viðreisnar hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum að undanförnu en Viðreisn náði ekki inn þingmönnum í Norðaustur og Norðvesturkjördæmum í síðustu kosningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gæti orðið barátta um oddvitasæti flokksins einkum í Norðvesturkjördæmi. Þar leiddi Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði lista í síðustu kosningum, en hann er nú starfsmaður þingflokksins. Annar starfsmaður þingflokksins, María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns, á til að mynda einnig rætur í kjördæminu. María Rut greindi frá því á Instagram í gær að hún væri „alveg mjög til í það“ að taka sæti á þingi. Suðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem flokkurinn á nú tvo þingmenn, formanninn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson. Meðal þeirra sem einnig hafa verið orðaðir við mögulegt framboð í Suðvesturkjördæmi eru Jón Ingi Hákonarson oddviti flokksins í Hafnarfirði og Karl Pétur Jónsson oddviti flokksins á Seltjarnarnesi. Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
„Það eru landshlutaráðin sem ákveða fyrirkomulag við uppröðun á lista. Stjórnin okkar fundaði í gær, af því það eru ákveðnar tímasetningar sem eru í samþykktunum okkar, og stytti tímasetningar til að boða fundi og svona alls konar svo við getum gert þetta sem hraðast. Þau munu funda núna á miðvikudag og fimmtudag og ákveða hvernig verður raðað á lista,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara liggur fyrir að áhugi er fyrir því í einhverjum kjördæmum að halda prófkjör, meðal annars í Reykjavík. „Það er einhver áhugi fyrir því. En það verður þessi fundur á miðvikudaginn sem mun taka ákvörðun um það,“ segir Svanborg, en stefnt er að því að ákvörðun verði tekin um það á fundi landshlutaráða í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi á miðvikudagskvöldið. Í öðrum kjördæmum verði það ákveðið á fimmtudag. Allt Viðreisnarfólk sem býr í hlutaðeigandi kjördæmum getur mætt á fundina og greitt atkvæði um hvaða leið verður farin. „Ég held að það geti alveg stefnt í að það verði ólíkt eftir kjördæmum,“ segir Svanborg, spurð hvort hún telji líklegt að ólíkt fyrirkomulag verði fyrir valinu milli kjördæma. Þá sé það önnur ákvörðun sem þurfi að taka um hversu mörg sæti verður kosið verði farið í prófkjör. „Ég held að það verði aldrei farið neðar heldur en fjögur sæti, í allra lengsta lagi. Og síðan er bara uppstilling,“ segir Svanborg. Fylgið á uppleið í könnunum Líkt og þegar hefur komið fram hefur Jón Gnarr lýst áhuga fyrir því að taka sæti á lista fyrir flokkinn í komandi kosningum og ekki ólíklegt að fleiri muni sýna því áhuga. Oddvitar flokksins í Reykjavík, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson hafa ekki þótt líklegar til að gefa eftir sæti sín. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, væri alveg til í að taka sæti á þingi en hún er varaþingmaður flokksins í Reykjavík.skjáskot Fylgi Viðreisnar hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum að undanförnu en Viðreisn náði ekki inn þingmönnum í Norðaustur og Norðvesturkjördæmum í síðustu kosningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gæti orðið barátta um oddvitasæti flokksins einkum í Norðvesturkjördæmi. Þar leiddi Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði lista í síðustu kosningum, en hann er nú starfsmaður þingflokksins. Annar starfsmaður þingflokksins, María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns, á til að mynda einnig rætur í kjördæminu. María Rut greindi frá því á Instagram í gær að hún væri „alveg mjög til í það“ að taka sæti á þingi. Suðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem flokkurinn á nú tvo þingmenn, formanninn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson. Meðal þeirra sem einnig hafa verið orðaðir við mögulegt framboð í Suðvesturkjördæmi eru Jón Ingi Hákonarson oddviti flokksins í Hafnarfirði og Karl Pétur Jónsson oddviti flokksins á Seltjarnarnesi.
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira