Bjarneyjarstofa athvarf fyrir foreldra sem missa á meðgöngu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2024 20:01 Stofan hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áföll. Vísir/bjarni Ný stofa fyrir fjölskyldur sem hafa misst börn á meðgöngu var opnuð á Landspítalanum í dag. Stofan hefur fengið nafnið Bjarneyjarstofa í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg ljósmóður sem hefur í meira en þrjátíu ár stutt foreldra í gegnum slíkan missi. Á alþjóðlegum minningardegi þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu var opnuð nýinnréttuð stofa sem verður athvarf fyrir þá foreldra sem missa barn á meðgöngu. Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, yfirljósmóðir á Kvennadeild segist vona að sem fæstir þurfi að nota stofuna. „En fyrir fólk sem eru í þeirri stöðu að hafa misst barn þá skiptir þetta miklu máli að hafa góða aðstöðu í staðinn fyrir að vera inni á pínulítilli fæðingastofu hérna frammi á gangi þar sem ekki er mikil aðstaða til að taka á móti aðstandendum og slíkt.“ Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna. „Við höfum allar þurft að nýta okkur svona aðstöðu þannig að við hugsuðum strax að þetta þyrfti að vera rólegt og fallegt umhverfi þar sem þú getur verið því það eru margar fjölskyldur sem dvelja hérna jafnvel í þrjá til fjóra daga og það þarf að vera umhverfi sem tekur utan um fólkið. Ekki bara læknatæki. Okkur fannst nauðsynlegt að það yrði heimilislegt,“ segir Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Gleym mér ei. Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna.Vísir/Bjarni Þessi huggulega stofa hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áfallið. „Ótrúlega margir höfðu samband við okkur og sögðu að þetta væri rétta nafnið á stofunni,“ segir Kolbrún. Bjarney, hefur þetta ekki mikla þýðingu fyrir þig? „Jú, að sjálfsögðu. Mjög mikla þýðingu. Þetta hefur það, vissulega,“ sagði Bjarney sem var það djúpt snortin yfir þessum heiðri að hún var því sem næst orðlaus. Gleym mér ei heldur sína árlegu minningarstund sem fer fram í safnaðarheimili Kópavogs klukkan 20:00. Landspítalinn Góðverk Sorg Tengdar fréttir „Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01 Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01 „Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Á alþjóðlegum minningardegi þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu var opnuð nýinnréttuð stofa sem verður athvarf fyrir þá foreldra sem missa barn á meðgöngu. Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, yfirljósmóðir á Kvennadeild segist vona að sem fæstir þurfi að nota stofuna. „En fyrir fólk sem eru í þeirri stöðu að hafa misst barn þá skiptir þetta miklu máli að hafa góða aðstöðu í staðinn fyrir að vera inni á pínulítilli fæðingastofu hérna frammi á gangi þar sem ekki er mikil aðstaða til að taka á móti aðstandendum og slíkt.“ Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna. „Við höfum allar þurft að nýta okkur svona aðstöðu þannig að við hugsuðum strax að þetta þyrfti að vera rólegt og fallegt umhverfi þar sem þú getur verið því það eru margar fjölskyldur sem dvelja hérna jafnvel í þrjá til fjóra daga og það þarf að vera umhverfi sem tekur utan um fólkið. Ekki bara læknatæki. Okkur fannst nauðsynlegt að það yrði heimilislegt,“ segir Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Gleym mér ei. Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna.Vísir/Bjarni Þessi huggulega stofa hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áfallið. „Ótrúlega margir höfðu samband við okkur og sögðu að þetta væri rétta nafnið á stofunni,“ segir Kolbrún. Bjarney, hefur þetta ekki mikla þýðingu fyrir þig? „Jú, að sjálfsögðu. Mjög mikla þýðingu. Þetta hefur það, vissulega,“ sagði Bjarney sem var það djúpt snortin yfir þessum heiðri að hún var því sem næst orðlaus. Gleym mér ei heldur sína árlegu minningarstund sem fer fram í safnaðarheimili Kópavogs klukkan 20:00.
Landspítalinn Góðverk Sorg Tengdar fréttir „Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01 Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01 „Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01
Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01
„Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59