Þurfti að missa þáttinn til að átta sig á næsta skrefi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2024 14:25 Gústi B vill að Veislan verði vettvangur fyrir ungt fólk þar sem það geti rætt óhefðbundin mál. Samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hefur ekki gefist upp á Veislunni þrátt fyrir að þátturinn hafi verið tekinn af dagskrá FM957. Hann hyggst snúa aftur í loftið með þáttinn á morgun, nú í hlaðvarpsformi. „Ég held ég hafi þurft að missa þáttinn til að átta mig á því að næsta skref gæti orðið stærra og betra. Endalok útvarpsþáttarins voru ekki mín og stundum þarf maður að stíga út fyrir þægindarammann til að átta sig á hvað er raunverulega í boði,“ segir Gústi B. í samtali við Vísi. Með honum í þættinum verða þau Gugga í gúmmíbát og Siggi Bond sem voru bæði fastagestir í útvarpinu. Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun og síðan á fimmtudögum í hverri viku. Gústi hélt úti útvarpsþætti undir sama nafni á FM957 í á þriðja ár þar til í ágúst síðastliðnum. Þá var þátturinn tekinn af dagskrá en stuttu áður hafði Patrik Atlason sagt umdeildan brandara í þættinum þegar hann spurði innhringjanda hvort hann hygðist mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald. Patrik baðst síðar afsökunar á ummælunum og meðal þeirra sem hann bað afsökunar var Gústi B. Engar reglur í hlaðvarpsheimum Gústi segist hafa verið ótrúlega þakklátur fyrir tíma sinn í útvarpi og fólkið sem hann hafi kynnst þar. Hann hafi lært hversu mikilvægt það sé að tengjast hlustendum með einlægni og virðingu að leiðarljósi. „Þegar Veislan var tekin af dagskrá fann ég fyrir ákveðnu frelsi. Ég áttaði mig á því að nú hefði ég tækifæri til að gera eitthvað alveg nýtt, að byrja frá grunni með mínum eigin reglum,“ segir Gústi. Hann segist trúa því að það sem geri hlaðvarpið sérstakt sé að þar þurfi ekki að fara eftir neinum reglum. „Og áður en þú spyrð, nei, það verða engir ósmekklegir brandarar,“ bætir Gústi við hlæjandi. Hann segir þáttinn ætlaðan ungu fólki sem vilji heyra óhefðbundnar umræður. „Við ætlum ekki að fara í hefðbundin mál, heldur förum við beint í umræðu sem snýr að raunverulegum spurningum sem unga fólkið er að velta fyrir sér – hvort sem það eru vangaveltur um hvað sé framhjáhald og hvað ekki eða að ræða nýjustu samsæriskenningarnar á TikTok.“ Siggi Bond, Gústi B og Gugga í gúmmíbát fá til sín góða gesti í Veisluna. Djarft án þess að gera lítið úr fólki Gústi segir sig og Sigga Bond og Guggu í gúmmíbát ætla að vera dugleg að taka á móti gestum. Hlaðvarpið verði bæði í hljóð og mynd. Hann segist ekki halda vatni yfir meðstjórnendum sínum. Bæði mættu þau reglulega í útvarpið á sínum tíma. Gugga hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og Siggi Bond þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum í fótboltahlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. „Siggi getur verið djarfur en mér finnst það í lagi upp að vissu marki. Veislan á að vera djörf, án þess samt að gera lítið úr fólki.“ Gústi segist fyrst og fremst vilja búa til vettvang fyrir ungt fólk þar sem það getur opnað sig, rætt það sem því raunverulega finnst með húmor og hressleika að vopni. „Það er einmitt það sem við þurfum í dag – meira pláss fyrir óhefðbundnar raddir, ferskar skoðanir og, að sjálfsögðu, húmor. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu.“ Það gekk mikið á í Veislunni þegar þátturinn var í loftinu á FM957, líkt og þegar Logi Geirs gekk út. Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
„Ég held ég hafi þurft að missa þáttinn til að átta mig á því að næsta skref gæti orðið stærra og betra. Endalok útvarpsþáttarins voru ekki mín og stundum þarf maður að stíga út fyrir þægindarammann til að átta sig á hvað er raunverulega í boði,“ segir Gústi B. í samtali við Vísi. Með honum í þættinum verða þau Gugga í gúmmíbát og Siggi Bond sem voru bæði fastagestir í útvarpinu. Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun og síðan á fimmtudögum í hverri viku. Gústi hélt úti útvarpsþætti undir sama nafni á FM957 í á þriðja ár þar til í ágúst síðastliðnum. Þá var þátturinn tekinn af dagskrá en stuttu áður hafði Patrik Atlason sagt umdeildan brandara í þættinum þegar hann spurði innhringjanda hvort hann hygðist mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald. Patrik baðst síðar afsökunar á ummælunum og meðal þeirra sem hann bað afsökunar var Gústi B. Engar reglur í hlaðvarpsheimum Gústi segist hafa verið ótrúlega þakklátur fyrir tíma sinn í útvarpi og fólkið sem hann hafi kynnst þar. Hann hafi lært hversu mikilvægt það sé að tengjast hlustendum með einlægni og virðingu að leiðarljósi. „Þegar Veislan var tekin af dagskrá fann ég fyrir ákveðnu frelsi. Ég áttaði mig á því að nú hefði ég tækifæri til að gera eitthvað alveg nýtt, að byrja frá grunni með mínum eigin reglum,“ segir Gústi. Hann segist trúa því að það sem geri hlaðvarpið sérstakt sé að þar þurfi ekki að fara eftir neinum reglum. „Og áður en þú spyrð, nei, það verða engir ósmekklegir brandarar,“ bætir Gústi við hlæjandi. Hann segir þáttinn ætlaðan ungu fólki sem vilji heyra óhefðbundnar umræður. „Við ætlum ekki að fara í hefðbundin mál, heldur förum við beint í umræðu sem snýr að raunverulegum spurningum sem unga fólkið er að velta fyrir sér – hvort sem það eru vangaveltur um hvað sé framhjáhald og hvað ekki eða að ræða nýjustu samsæriskenningarnar á TikTok.“ Siggi Bond, Gústi B og Gugga í gúmmíbát fá til sín góða gesti í Veisluna. Djarft án þess að gera lítið úr fólki Gústi segir sig og Sigga Bond og Guggu í gúmmíbát ætla að vera dugleg að taka á móti gestum. Hlaðvarpið verði bæði í hljóð og mynd. Hann segist ekki halda vatni yfir meðstjórnendum sínum. Bæði mættu þau reglulega í útvarpið á sínum tíma. Gugga hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og Siggi Bond þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum í fótboltahlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. „Siggi getur verið djarfur en mér finnst það í lagi upp að vissu marki. Veislan á að vera djörf, án þess samt að gera lítið úr fólki.“ Gústi segist fyrst og fremst vilja búa til vettvang fyrir ungt fólk þar sem það getur opnað sig, rætt það sem því raunverulega finnst með húmor og hressleika að vopni. „Það er einmitt það sem við þurfum í dag – meira pláss fyrir óhefðbundnar raddir, ferskar skoðanir og, að sjálfsögðu, húmor. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu.“ Það gekk mikið á í Veislunni þegar þátturinn var í loftinu á FM957, líkt og þegar Logi Geirs gekk út.
Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið