Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Jakob Bjarnar og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. október 2024 11:32 Kristján Þórður, formaður Rafiðnaðarsambandsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. vísir/vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. „Það hefur mikill fjöldi komið að máli við mig. Það hefur verið ákall eftir því að málefni launafólks komist á dagskrá Alþingis. Rödd launafólks þarf að heyrast og hafa áhrif á okkar samfélag. Ég er iðnaðarmaður og þar er ákall um að okkar rödd heyrist og sé sterk,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki liggja fyrir hvort hann muni, ef til þess kemur, verða á lista í Reykjavík suður eða norður. Það sé uppstillinganefndar að eiga við. „Þetta kemur bratt til vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Því hefur þetta gerst mjög hratt en þessi félagspólitík sem maður hefur starfað í á undanförnum árum hefur ýtt manni út í að velta þessum málum fyrir sér og að hafa meiri áhrif á samfélagið.“ Kristján segir að Samfylkingin hafi að undanförnu unnið markvisst að því að tengjast verkalýðshreyfingunni og hann ítrekar að miklu skipti að tengsl við hinn almenna launamann verði aukin. Og til þess horfi hann. Þó uppstillinganefnd sé að störfum þá er ljóst að einhver barátta verði um sætin en hvernig hún fari fram er óljóst. „Sko, nú fer þetta í hendur annarra að stilla upp á lista. Maður þarf að sjá hvað setur en margir horfa til þessara hluta. En ég tel tímapunktinn þannig að það þurfi að styrkja enn þessar tengingar.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Það hefur mikill fjöldi komið að máli við mig. Það hefur verið ákall eftir því að málefni launafólks komist á dagskrá Alþingis. Rödd launafólks þarf að heyrast og hafa áhrif á okkar samfélag. Ég er iðnaðarmaður og þar er ákall um að okkar rödd heyrist og sé sterk,“ segir Kristján Þórður í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki liggja fyrir hvort hann muni, ef til þess kemur, verða á lista í Reykjavík suður eða norður. Það sé uppstillinganefndar að eiga við. „Þetta kemur bratt til vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. Því hefur þetta gerst mjög hratt en þessi félagspólitík sem maður hefur starfað í á undanförnum árum hefur ýtt manni út í að velta þessum málum fyrir sér og að hafa meiri áhrif á samfélagið.“ Kristján segir að Samfylkingin hafi að undanförnu unnið markvisst að því að tengjast verkalýðshreyfingunni og hann ítrekar að miklu skipti að tengsl við hinn almenna launamann verði aukin. Og til þess horfi hann. Þó uppstillinganefnd sé að störfum þá er ljóst að einhver barátta verði um sætin en hvernig hún fari fram er óljóst. „Sko, nú fer þetta í hendur annarra að stilla upp á lista. Maður þarf að sjá hvað setur en margir horfa til þessara hluta. En ég tel tímapunktinn þannig að það þurfi að styrkja enn þessar tengingar.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira