„Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 18:33 Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í suðvesturkjördæmi. Vísir/Einar Stofnandi Lýðræðisflokksins hyggst birta framboðslista í öllum kjördæmum á morgun. Hann leggur áherslu á frelsi einstaklingsins og húsnæðismál. Hann lýsir Lýðræðisflokknum sem hófstilltum hægri flokki. Allir núverandi flokkar á Alþingi ætla að bjóða fram í komandi kosningum eða átta talsins. Tveir nýir flokkar hyggjast bjóða sig fram Græningjar og Lýðræðisflokkurinn og svo Sósíalistaflokkur Íslands sem bauð fram í síðustu alþingiskosningum en náði ekki manni inn. Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi. „Ég mun tilkynna þrjá til fjóra efstu menn á öllum listum á morgun,“ segir Arnar. Annar forsetaframbjóðandi á lista Hann segist vera með fjölbreyttan hóp af fólki og öflugt fólk í grasrót. Ein þeirra sé Hildur Þórðardóttir sem bauð sig fram í forsetakosningunum 2016. „Hildur hefur eins og ég áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast í landinu og þó að við höfum ekki endilega sömu pólitísku skoðanir þá snýst málið núna um sjónarmið og baráttum sem er hafin upp fyirr flokkspólitík,“ segir hann. Hófstilltur hægri flokkur Arnar lýsir helstu stefnumálum. „Ég ætla að ná tökum á þessi vaxtaokri sem viðgengst í landinu og grundvallaratriði þar er að þar verði stöðugleiki í rekstri ríkisins. Því það veldur verðbólgu og hærri vöxtum. Hitt er að standa vörð um frelsi einstaklingsins og þjóðarinnar til að tryggja betra líf í landinu,“ segir Arnar. Við erum hófstilltur hægriflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið sitt svæði og Miðflokkurinn hefur ekki verið hægri flokkur og ætlar ekki að verða það. Samtal við Miðflokkinn vinargreiði Aðspurður um viðræður hans við Miðflokkinn um mögulegt framboð sitt fyrir flokkinn svarar Arnar. „Ég gerði vinum mínum þann greiða að eiga þetta samtal við Miðflokkinn en sá flokkur hefur ekki verið og ætlar ekki að verða hægri flokkur. Ég ætlaði mér frá upphafi að stofna Lýðræðisflokkinn og það varð raunin.“ Arnar Þór Jónsson fyrstur til að tilkynna um að hann byði sig fram til forseta 3. janúar 2024. Hann hlaut svo 5,1 prósent heildaratkvæða. Hann er bjartsýnn á að Lýðræðisflokkurinn hafi erindi sem erfiði í komandi baráttu. „Við stefnum eins hátt og við komumst,“ segir hann. Dýrmætur stuðningur fjölskyldunnar Hann segir fjölskylduna styðja sig í þessari baráttu eins og í forsetaslagnum. „Ég er svo heppin. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á og þetta álag sem við höfum verið undir í heilt ár og allt sem hefur ekki staðið undir væntingum þá stendur konan mín og börnin mín hundrað prósent með mér og það er dýrmætast. Einhvern tíma skrifa ég kannski ævisögu ársins 2024 þegar ég fór á kosningaflippið. Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp og þetta verður kannski skemmtilegur kafli í ævisögunni,“ segir Arnar að lokum. Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Allir núverandi flokkar á Alþingi ætla að bjóða fram í komandi kosningum eða átta talsins. Tveir nýir flokkar hyggjast bjóða sig fram Græningjar og Lýðræðisflokkurinn og svo Sósíalistaflokkur Íslands sem bauð fram í síðustu alþingiskosningum en náði ekki manni inn. Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi. „Ég mun tilkynna þrjá til fjóra efstu menn á öllum listum á morgun,“ segir Arnar. Annar forsetaframbjóðandi á lista Hann segist vera með fjölbreyttan hóp af fólki og öflugt fólk í grasrót. Ein þeirra sé Hildur Þórðardóttir sem bauð sig fram í forsetakosningunum 2016. „Hildur hefur eins og ég áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast í landinu og þó að við höfum ekki endilega sömu pólitísku skoðanir þá snýst málið núna um sjónarmið og baráttum sem er hafin upp fyirr flokkspólitík,“ segir hann. Hófstilltur hægri flokkur Arnar lýsir helstu stefnumálum. „Ég ætla að ná tökum á þessi vaxtaokri sem viðgengst í landinu og grundvallaratriði þar er að þar verði stöðugleiki í rekstri ríkisins. Því það veldur verðbólgu og hærri vöxtum. Hitt er að standa vörð um frelsi einstaklingsins og þjóðarinnar til að tryggja betra líf í landinu,“ segir Arnar. Við erum hófstilltur hægriflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið sitt svæði og Miðflokkurinn hefur ekki verið hægri flokkur og ætlar ekki að verða það. Samtal við Miðflokkinn vinargreiði Aðspurður um viðræður hans við Miðflokkinn um mögulegt framboð sitt fyrir flokkinn svarar Arnar. „Ég gerði vinum mínum þann greiða að eiga þetta samtal við Miðflokkinn en sá flokkur hefur ekki verið og ætlar ekki að verða hægri flokkur. Ég ætlaði mér frá upphafi að stofna Lýðræðisflokkinn og það varð raunin.“ Arnar Þór Jónsson fyrstur til að tilkynna um að hann byði sig fram til forseta 3. janúar 2024. Hann hlaut svo 5,1 prósent heildaratkvæða. Hann er bjartsýnn á að Lýðræðisflokkurinn hafi erindi sem erfiði í komandi baráttu. „Við stefnum eins hátt og við komumst,“ segir hann. Dýrmætur stuðningur fjölskyldunnar Hann segir fjölskylduna styðja sig í þessari baráttu eins og í forsetaslagnum. „Ég er svo heppin. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á og þetta álag sem við höfum verið undir í heilt ár og allt sem hefur ekki staðið undir væntingum þá stendur konan mín og börnin mín hundrað prósent með mér og það er dýrmætast. Einhvern tíma skrifa ég kannski ævisögu ársins 2024 þegar ég fór á kosningaflippið. Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp og þetta verður kannski skemmtilegur kafli í ævisögunni,“ segir Arnar að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira