„Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 18:33 Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í suðvesturkjördæmi. Vísir/Einar Stofnandi Lýðræðisflokksins hyggst birta framboðslista í öllum kjördæmum á morgun. Hann leggur áherslu á frelsi einstaklingsins og húsnæðismál. Hann lýsir Lýðræðisflokknum sem hófstilltum hægri flokki. Allir núverandi flokkar á Alþingi ætla að bjóða fram í komandi kosningum eða átta talsins. Tveir nýir flokkar hyggjast bjóða sig fram Græningjar og Lýðræðisflokkurinn og svo Sósíalistaflokkur Íslands sem bauð fram í síðustu alþingiskosningum en náði ekki manni inn. Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi. „Ég mun tilkynna þrjá til fjóra efstu menn á öllum listum á morgun,“ segir Arnar. Annar forsetaframbjóðandi á lista Hann segist vera með fjölbreyttan hóp af fólki og öflugt fólk í grasrót. Ein þeirra sé Hildur Þórðardóttir sem bauð sig fram í forsetakosningunum 2016. „Hildur hefur eins og ég áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast í landinu og þó að við höfum ekki endilega sömu pólitísku skoðanir þá snýst málið núna um sjónarmið og baráttum sem er hafin upp fyirr flokkspólitík,“ segir hann. Hófstilltur hægri flokkur Arnar lýsir helstu stefnumálum. „Ég ætla að ná tökum á þessi vaxtaokri sem viðgengst í landinu og grundvallaratriði þar er að þar verði stöðugleiki í rekstri ríkisins. Því það veldur verðbólgu og hærri vöxtum. Hitt er að standa vörð um frelsi einstaklingsins og þjóðarinnar til að tryggja betra líf í landinu,“ segir Arnar. Við erum hófstilltur hægriflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið sitt svæði og Miðflokkurinn hefur ekki verið hægri flokkur og ætlar ekki að verða það. Samtal við Miðflokkinn vinargreiði Aðspurður um viðræður hans við Miðflokkinn um mögulegt framboð sitt fyrir flokkinn svarar Arnar. „Ég gerði vinum mínum þann greiða að eiga þetta samtal við Miðflokkinn en sá flokkur hefur ekki verið og ætlar ekki að verða hægri flokkur. Ég ætlaði mér frá upphafi að stofna Lýðræðisflokkinn og það varð raunin.“ Arnar Þór Jónsson fyrstur til að tilkynna um að hann byði sig fram til forseta 3. janúar 2024. Hann hlaut svo 5,1 prósent heildaratkvæða. Hann er bjartsýnn á að Lýðræðisflokkurinn hafi erindi sem erfiði í komandi baráttu. „Við stefnum eins hátt og við komumst,“ segir hann. Dýrmætur stuðningur fjölskyldunnar Hann segir fjölskylduna styðja sig í þessari baráttu eins og í forsetaslagnum. „Ég er svo heppin. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á og þetta álag sem við höfum verið undir í heilt ár og allt sem hefur ekki staðið undir væntingum þá stendur konan mín og börnin mín hundrað prósent með mér og það er dýrmætast. Einhvern tíma skrifa ég kannski ævisögu ársins 2024 þegar ég fór á kosningaflippið. Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp og þetta verður kannski skemmtilegur kafli í ævisögunni,“ segir Arnar að lokum. Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira
Allir núverandi flokkar á Alþingi ætla að bjóða fram í komandi kosningum eða átta talsins. Tveir nýir flokkar hyggjast bjóða sig fram Græningjar og Lýðræðisflokkurinn og svo Sósíalistaflokkur Íslands sem bauð fram í síðustu alþingiskosningum en náði ekki manni inn. Arnar Þór Jónsson stofnandi Lýðræðisflokksins stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en sjálfur tekur hann oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi. „Ég mun tilkynna þrjá til fjóra efstu menn á öllum listum á morgun,“ segir Arnar. Annar forsetaframbjóðandi á lista Hann segist vera með fjölbreyttan hóp af fólki og öflugt fólk í grasrót. Ein þeirra sé Hildur Þórðardóttir sem bauð sig fram í forsetakosningunum 2016. „Hildur hefur eins og ég áhyggjur af því hvernig málin eru að þróast í landinu og þó að við höfum ekki endilega sömu pólitísku skoðanir þá snýst málið núna um sjónarmið og baráttum sem er hafin upp fyirr flokkspólitík,“ segir hann. Hófstilltur hægri flokkur Arnar lýsir helstu stefnumálum. „Ég ætla að ná tökum á þessi vaxtaokri sem viðgengst í landinu og grundvallaratriði þar er að þar verði stöðugleiki í rekstri ríkisins. Því það veldur verðbólgu og hærri vöxtum. Hitt er að standa vörð um frelsi einstaklingsins og þjóðarinnar til að tryggja betra líf í landinu,“ segir Arnar. Við erum hófstilltur hægriflokkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirgefið sitt svæði og Miðflokkurinn hefur ekki verið hægri flokkur og ætlar ekki að verða það. Samtal við Miðflokkinn vinargreiði Aðspurður um viðræður hans við Miðflokkinn um mögulegt framboð sitt fyrir flokkinn svarar Arnar. „Ég gerði vinum mínum þann greiða að eiga þetta samtal við Miðflokkinn en sá flokkur hefur ekki verið og ætlar ekki að verða hægri flokkur. Ég ætlaði mér frá upphafi að stofna Lýðræðisflokkinn og það varð raunin.“ Arnar Þór Jónsson fyrstur til að tilkynna um að hann byði sig fram til forseta 3. janúar 2024. Hann hlaut svo 5,1 prósent heildaratkvæða. Hann er bjartsýnn á að Lýðræðisflokkurinn hafi erindi sem erfiði í komandi baráttu. „Við stefnum eins hátt og við komumst,“ segir hann. Dýrmætur stuðningur fjölskyldunnar Hann segir fjölskylduna styðja sig í þessari baráttu eins og í forsetaslagnum. „Ég er svo heppin. Þrátt fyrir allt sem hefur gengið á og þetta álag sem við höfum verið undir í heilt ár og allt sem hefur ekki staðið undir væntingum þá stendur konan mín og börnin mín hundrað prósent með mér og það er dýrmætast. Einhvern tíma skrifa ég kannski ævisögu ársins 2024 þegar ég fór á kosningaflippið. Ég fór ekki á kókaíntripp eða kvennafar, ég fór á kosningaflipp og þetta verður kannski skemmtilegur kafli í ævisögunni,“ segir Arnar að lokum.
Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira