Stefán hélt starfinu með naumindum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2024 18:48 Stefán Eiríksson er fyrrverandi borgarritari og lögreglustjóri. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórn Ríkisútvarpsins hefur ákveðið að endurráða Stefán Eiríksson í stöðu útvarpsstjóra til fimm ára. Fimm stjórnarmeðlimir RÚV greiddu atkvæði með því að bjóða Stefáni endurráðningarsamning en fjórir vildu auglýsa stöðuna. Þetta kemur fram í frétt á vef miðilsins. Stefán var ráðinn útvarpsstjóri í janúar 2020 og tók til starfa 1. mars sama ár. Í janúar í fyrra greindi Stefán sjálfur frá því að hann hygðist hætta sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans lyki. Fyrr í mánuðinum sagði hann aftur á móti frá því að hann væri hættur við að hætta og hann væri reiðubúinn til að gegna starfinu áfram en skipunartímabili hans lýkur í byrjun næsta árs. Samkvæmt 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, skal útvarpsstjóri ráðinn til fimm ára í senn og er heimilt að endurráða hann einu sinni. Fram kemur í frétt RÚV að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hafi á fundi sínum í síðustu viku ákveðið að nýta sér þá heimild, eftir að hafa óskað eftir og farið yfir greinargerð útvarpsstjóra þar sem hann gerði stjórn grein fyrir áherslum sínum og framtíðarsýn til næstu ára, fengi hann til þess umboð stjórnar. Fimm á móti fjórum Fjórir stjórnarmenn Ríkisútvarpsins vildu auglýsa stöðu útvarpsstjóra í stað þess að bjóða Stefáni Eiríkssyni endurráðningarsamning. Naumur meiri hluti, fimm stjórnarmenn, greiddu atkvæði með endurráðningarsamningi. Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV vekur athygli á þessu í færslu á Facebook. „Ég var á þeirri skoðun, ásamt þremur öðrum stjórnarmönnum (samtals 9 í stjórninni), að með réttu hefði átt að auglýsa stöðuna, enda samræmast slík vinnubrögð best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins,“ segir í færslu Ingvars. Aftur á móti segir eftirfarandi í fundargerð þess fundar sem ákvörðunin var tekin á: „Sú leið að auglýsa stöðu útvarpsstjóra samræmist best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins. Með því að auglýsa stöðuna má auka traust og tiltrú almennings gagnvart stofnuninni til framtíðar.“ Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr færslu Ingvars. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt á vef miðilsins. Stefán var ráðinn útvarpsstjóri í janúar 2020 og tók til starfa 1. mars sama ár. Í janúar í fyrra greindi Stefán sjálfur frá því að hann hygðist hætta sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans lyki. Fyrr í mánuðinum sagði hann aftur á móti frá því að hann væri hættur við að hætta og hann væri reiðubúinn til að gegna starfinu áfram en skipunartímabili hans lýkur í byrjun næsta árs. Samkvæmt 11. gr. laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, skal útvarpsstjóri ráðinn til fimm ára í senn og er heimilt að endurráða hann einu sinni. Fram kemur í frétt RÚV að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. hafi á fundi sínum í síðustu viku ákveðið að nýta sér þá heimild, eftir að hafa óskað eftir og farið yfir greinargerð útvarpsstjóra þar sem hann gerði stjórn grein fyrir áherslum sínum og framtíðarsýn til næstu ára, fengi hann til þess umboð stjórnar. Fimm á móti fjórum Fjórir stjórnarmenn Ríkisútvarpsins vildu auglýsa stöðu útvarpsstjóra í stað þess að bjóða Stefáni Eiríkssyni endurráðningarsamning. Naumur meiri hluti, fimm stjórnarmenn, greiddu atkvæði með endurráðningarsamningi. Ingvar Smári Birgisson varaformaður stjórnar RÚV vekur athygli á þessu í færslu á Facebook. „Ég var á þeirri skoðun, ásamt þremur öðrum stjórnarmönnum (samtals 9 í stjórninni), að með réttu hefði átt að auglýsa stöðuna, enda samræmast slík vinnubrögð best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins,“ segir í færslu Ingvars. Aftur á móti segir eftirfarandi í fundargerð þess fundar sem ákvörðunin var tekin á: „Sú leið að auglýsa stöðu útvarpsstjóra samræmist best þeim gagnsæju vinnubrögðum sem þurfa að einkenna störf Ríkisútvarpsins. Með því að auglýsa stöðuna má auka traust og tiltrú almennings gagnvart stofnuninni til framtíðar.“ Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr færslu Ingvars.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira