„Hræsnin á sér engin takmörk“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 22:06 Elva Hrönn segir ákvörðun Ragnars Þórs um að stíga ekki til hliðar sem formaður VR á meðan hann er í framboði fyrir Flokk fólksins einkennast af hræsni og siðleysi. Vísir/Vilhelm Elva Hrönn Hjartardóttir, sem tapaði formannsslag VR í fyrra fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, furðar sig á ákvörðun hans að halda áfram sem formaður á meðan hann fer í framboð fyrir Flokk fólksins. Hún telur siðlaust að halda því fram að framboðið hafi ekki áhrif á stöðu hans sem formanns. Elva Hrönn skrifaði færslu á Facebook í dag um fréttir af því að Ragnar Þór muni skipa oddvitasæti fyrir Flokk fólksins í komandi kosningum. „Það kemur ekkert á óvart og sást hvílíkan stuðning hann hafði til dæmis frá þeim flokki þegar ég bauð mig fram gegn honum í formannskosningum VR 2023 og þingkona flokksins nýtti hvert tækifæri til að ata mig auri,“ skrifar hún í færslunni. Elva á vafalaust við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann Flokks fólksins, sem studdi Ragnar í formannsslagnum og skrifaði skoðanagreinina „VR eða VG?“ þar sem hún sakaði Elvu um aðdróttanir í garð Ragnars og sagði hana fulltrúa Vinstri grænna. Áhugavert og siðlaust Elva segir einnig í færslu sinni að það sé áhugavert og siðlaust að hennar mati að Ragnar skuli segja að framboðið komi ekki til með að hafa áhrif á stöðu hans sem formanns VR. „Ætlar maðurinn virkilega að halda áfram að starfa sem formaður VR (ekki stíga til hliðar á meðan) og vera þar á launum á meðan hann er í framboði??“ skrifar hún. Það sé sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Ragnar hafi lýst því yfir að hún væri of pólitísk til að sinna störfum fyrir VR á sínum tíma. „Og nú fer maðurinn í framboð á launum sem formaður VR. Hræsnin á sér engin takmörk!“ skrifar hún að lokum. Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Elva Hrönn skrifaði færslu á Facebook í dag um fréttir af því að Ragnar Þór muni skipa oddvitasæti fyrir Flokk fólksins í komandi kosningum. „Það kemur ekkert á óvart og sást hvílíkan stuðning hann hafði til dæmis frá þeim flokki þegar ég bauð mig fram gegn honum í formannskosningum VR 2023 og þingkona flokksins nýtti hvert tækifæri til að ata mig auri,“ skrifar hún í færslunni. Elva á vafalaust við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann Flokks fólksins, sem studdi Ragnar í formannsslagnum og skrifaði skoðanagreinina „VR eða VG?“ þar sem hún sakaði Elvu um aðdróttanir í garð Ragnars og sagði hana fulltrúa Vinstri grænna. Áhugavert og siðlaust Elva segir einnig í færslu sinni að það sé áhugavert og siðlaust að hennar mati að Ragnar skuli segja að framboðið komi ekki til með að hafa áhrif á stöðu hans sem formanns VR. „Ætlar maðurinn virkilega að halda áfram að starfa sem formaður VR (ekki stíga til hliðar á meðan) og vera þar á launum á meðan hann er í framboði??“ skrifar hún. Það sé sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Ragnar hafi lýst því yfir að hún væri of pólitísk til að sinna störfum fyrir VR á sínum tíma. „Og nú fer maðurinn í framboð á launum sem formaður VR. Hræsnin á sér engin takmörk!“ skrifar hún að lokum.
Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56
Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39