Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Oddur Ævar Gunnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 26. október 2024 20:02 Sigurður Ólafur Sigurðsson hjá sýningunni sinni í Grindavíkurbæ. Vísir/Vilhelm Sigurður Sigurðsson ljósmyndari og björgunarsveitarmaður, betur þekktur sem Siggi Sig, segist gríðarlega þakklátur íbúum Grindavíkur fyrir traustið í hans garð en hann gaf á dögunum út ljósmyndabókina Reykjanes vaknar. Um er að ræða bók með ljósmyndum og stuttum frásögnum af atburðum á Reykjanesi frá janúar 2020 til haustsins 2024. „Ég held það sé hluti af því að lækna sárin hérna, ég er ótrúlega sáttur með það að sýningin sé loksins komin hingað,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Ljósmyndasýning hans upp úr bókinni er nú til sýnis í Grindavík eftir að bærinn opnaði að nýju en fyrstu dagana var hún til sýnis í miðborg Reykjavíkur. Í bókinni og á sýningunni er að finna ljósmyndir Sigga af þeim ótrúlegu atburðum sem átt hafa sér stað á Reykjanesi allt frá því í janúar 2020 þegar hann fór á íbúafund Grindvíkinga í íþróttahúsinu í bænum. Þá skalf jörðin linnulaust í Grindavík og rýmingaráætlun var kynnt í fyrsta sinn. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skrifar formála bókarinnar. Sigurður fer yfir söguna með frásögnum og ljósmyndum í 416 blaðsíðna langri bók.Sigurður Ekki búið að slökkva ljósin í Grindavík „Síðan þá hef ég komið hingað í einhverjum áttatíu ferðum og tekið yfir níutíu þúsund myndir,“ segir Sigurður. Hann segir þakklæti vera sér efst í huga. „Ég fengið að hengja mig hérna á viðbragsaðilana, verktakana og svo auðvitað stinga myndavél framan í íbúana á þeirra viðkvæmustu stundum og ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir það hvað því hefur verið vel tekið, bæði á meðan því stóð og eftir á.“ Sigurður segir suma íbúa hafa lýst því fyrir sér að það hafi komið þeim á óvart að það hafi haft meiri áhrif á þau að sjá myndirnar en þau hafi búist við. „Hingað til hef ég hugsað fyrst og fremst um það sem ég er að gera, að skrásetja söguna en núna er maður farinn að átta sig á því að þetta skiptir fólk máli.“ Grindavík var opnuð fyrir almenningi aftur í vikunni án takmarkana. Sigurður segir það skipta gríðarlegu máli. „Ég held það sé ofsalega gott fyrir fólk að geta komið og séð að þetta er ekki allt eintómur voði. Hérna er uppbygging í gang og langflest hús í lagi, búið að girða af helstu hættusvæði. Það er verið að takast á við þetta og ég held það sé ofsalega jákvætt að fólk fái tækifæri til þess að sjá að það er ekkert búið að slökkva ljósin í Grindavík.“ Siggi er ánægður með að sýning á myndum úr bókinni sé komin til Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Grindavík Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
„Ég held það sé hluti af því að lækna sárin hérna, ég er ótrúlega sáttur með það að sýningin sé loksins komin hingað,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Ljósmyndasýning hans upp úr bókinni er nú til sýnis í Grindavík eftir að bærinn opnaði að nýju en fyrstu dagana var hún til sýnis í miðborg Reykjavíkur. Í bókinni og á sýningunni er að finna ljósmyndir Sigga af þeim ótrúlegu atburðum sem átt hafa sér stað á Reykjanesi allt frá því í janúar 2020 þegar hann fór á íbúafund Grindvíkinga í íþróttahúsinu í bænum. Þá skalf jörðin linnulaust í Grindavík og rýmingaráætlun var kynnt í fyrsta sinn. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skrifar formála bókarinnar. Sigurður fer yfir söguna með frásögnum og ljósmyndum í 416 blaðsíðna langri bók.Sigurður Ekki búið að slökkva ljósin í Grindavík „Síðan þá hef ég komið hingað í einhverjum áttatíu ferðum og tekið yfir níutíu þúsund myndir,“ segir Sigurður. Hann segir þakklæti vera sér efst í huga. „Ég fengið að hengja mig hérna á viðbragsaðilana, verktakana og svo auðvitað stinga myndavél framan í íbúana á þeirra viðkvæmustu stundum og ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir það hvað því hefur verið vel tekið, bæði á meðan því stóð og eftir á.“ Sigurður segir suma íbúa hafa lýst því fyrir sér að það hafi komið þeim á óvart að það hafi haft meiri áhrif á þau að sjá myndirnar en þau hafi búist við. „Hingað til hef ég hugsað fyrst og fremst um það sem ég er að gera, að skrásetja söguna en núna er maður farinn að átta sig á því að þetta skiptir fólk máli.“ Grindavík var opnuð fyrir almenningi aftur í vikunni án takmarkana. Sigurður segir það skipta gríðarlegu máli. „Ég held það sé ofsalega gott fyrir fólk að geta komið og séð að þetta er ekki allt eintómur voði. Hérna er uppbygging í gang og langflest hús í lagi, búið að girða af helstu hættusvæði. Það er verið að takast á við þetta og ég held það sé ofsalega jákvætt að fólk fái tækifæri til þess að sjá að það er ekkert búið að slökkva ljósin í Grindavík.“ Siggi er ánægður með að sýning á myndum úr bókinni sé komin til Grindavíkur.Vísir/Vilhelm
Grindavík Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira