Neðri óvissumörkum náð í byrjun nóvember Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 17:19 Frá Grindavík. Vísir/Sigurjón Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram með svipuðum hraða og síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni hefur aukist lítillega síðustu daga og búast má við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Líkanreikningar sýni að rúmmál kviku sé um tveir þriðju af því sem safnaðist fyrir síðasta eldgos þann 22. ágúst. Þar kemur einnig fram að lærdómur af fyrri kvikuhlaupum og eldgosum nýtist við að meta hversu mikið magn af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði. Það tímabil þar sem auknar líkur séu taldar á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi markist af neðri og efri óvissumörkum. „Líkanreikningar sem byggja á GPS-gögnum sýna að rúmmál kviku er nú um það bil 2/3 af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Miðað við áframhaldandi kvikuinnflæði á svipuðum hraða má búast við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember,“ segir í tilkynningunni. Líkurnar farnar að aukast Ef markverð aukning á skjálftavirkni mælist á svipuðum tíma megi gera ráð fyrir því að líkur á nýju kvikuhlaupi og mögulegu eldgosi séu farnar að aukast. Rúmmál kviku síðustu eldgosa á eldstöðinni.Veðurstofa Íslands Í tilkynningunni kemur einnig fram að rúmmál þeirrar kviku sem safnast hefur undir Svartsengi síðan síðasta gosi lauk sé metið samkvæmt líkanreikningum upp á fjórtán milljón rúmmetra. Í líkanreikningunum sé óvissan um 5 milljón rúmmetrar sitthvoru megin. Því verði rúmmál kviku undir Svartsengi komið í sambærilega stöðu og fyrir síðasta gos þegar það nær inn á bilið sem afmarkast af neðri óvissumörkum og efri óvissumörkum, á bilinu 19 til 29 milljóna rúmmetra. „Þróunin hefur verið sú að tími milli gosa lengist þar sem magn kviku sem þarf til að koma af stað næsta kvikuhlaupi eða eldgosi virðist aukast með tíma. Mögulega þarf að gera ráð fyrir því að hætta á eldgosi sé talin mikil í nokkrar vikur áður en kvikuhlaup og mögulega eldgos hefst,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að um 24 milljónir rúmmetra af kviku hafi farið úr kvikuhólfinu í síðasta gosi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Líkanreikningar sýni að rúmmál kviku sé um tveir þriðju af því sem safnaðist fyrir síðasta eldgos þann 22. ágúst. Þar kemur einnig fram að lærdómur af fyrri kvikuhlaupum og eldgosum nýtist við að meta hversu mikið magn af kviku þurfi að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði. Það tímabil þar sem auknar líkur séu taldar á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi markist af neðri og efri óvissumörkum. „Líkanreikningar sem byggja á GPS-gögnum sýna að rúmmál kviku er nú um það bil 2/3 af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Miðað við áframhaldandi kvikuinnflæði á svipuðum hraða má búast við að neðri óvissumörkum á rúmmáli kviku verði náð í byrjun nóvember,“ segir í tilkynningunni. Líkurnar farnar að aukast Ef markverð aukning á skjálftavirkni mælist á svipuðum tíma megi gera ráð fyrir því að líkur á nýju kvikuhlaupi og mögulegu eldgosi séu farnar að aukast. Rúmmál kviku síðustu eldgosa á eldstöðinni.Veðurstofa Íslands Í tilkynningunni kemur einnig fram að rúmmál þeirrar kviku sem safnast hefur undir Svartsengi síðan síðasta gosi lauk sé metið samkvæmt líkanreikningum upp á fjórtán milljón rúmmetra. Í líkanreikningunum sé óvissan um 5 milljón rúmmetrar sitthvoru megin. Því verði rúmmál kviku undir Svartsengi komið í sambærilega stöðu og fyrir síðasta gos þegar það nær inn á bilið sem afmarkast af neðri óvissumörkum og efri óvissumörkum, á bilinu 19 til 29 milljóna rúmmetra. „Þróunin hefur verið sú að tími milli gosa lengist þar sem magn kviku sem þarf til að koma af stað næsta kvikuhlaupi eða eldgosi virðist aukast með tíma. Mögulega þarf að gera ráð fyrir því að hætta á eldgosi sé talin mikil í nokkrar vikur áður en kvikuhlaup og mögulega eldgos hefst,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að um 24 milljónir rúmmetra af kviku hafi farið úr kvikuhólfinu í síðasta gosi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira