Frá þessu er greint í tilkynningu þar sem að fram kemur að Aker Solutions teljist eitt af fimm stærstu fyrirtækjum Noregs. Hjá fyrirtækinu starfi 11 þúsund manns í fimmtán löndum en fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Noregi.
„Lausn Öldu mun ná yfir allt fyrirtækið, þar sem langtímasamstarf við Aker-samsteypuna er fyrirhugað,“ segir í tilkynningunni, en þar er lausninni lýst á þessa vegu:
„Lausn Öldu, sem nýtir gervigreind til að veita rauntímagögn og sérsniðnar aðgerðaáætlanir, hefur þegar verið innleidd hjá stórfyrirtækjum á alþjóðavísu. Hún er fáanleg á 17 tungumálum og býður upp á leikjavædda örfræðslu á 6 tungumálum, sem stuðlar að dýpri skilning og virðingu á fjölbreytileika.“
Haft er eftir Martin Devor, framkvæmdastjóra hjá Aker Solutions, að lausn Öldu hafi gjörbreytt því hvernig fyrirtækið nálgist fjölbreytileika og inngildingu á vinnustöðum þeirra.
Fram kemur að samstarf Öldu og Aker hafi hafist sem tilraunaverkefni sem 1500 starfsmenn tóku þátt í víðs vegar um heim.
„Samstarfið við Aker markar stór tímamót í rekstri Öldu og er mikilvægur áfangi í vexti fyrirtækisins. Slíkir samningar eru gríðarlega mikilvægir fyrir nýsköpunarfyrirtæki og við erum með fleiri alþjóðlega samninga í pípunum,“ er haft eftir Þóreyju Vilhjálmsdóttur Proppé, framkvæmdastjóri, stofnanda Öldu.
„Samstarfið við Aker markar stór tímamót í rekstri Öldu og er mikilvægur áfangi í vexti fyrirtækisins. Slíkir samningar eru gríðarlega mikilvægir fyrir nýsköpunarfyrirtæki og við erum með fleiri alþjóðlega samninga í pípunum.“