Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn nákomnu stúlkubarni Jón Þór Stefánsson skrifar 25. október 2024 20:25 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, þar á meðal nauðganir, gegn stúlkubarni. Hann er sagður hafa ógnað lífi, heilsu og velferð stúlkunnar á alvarlegan hátt með háttsemi sinni. Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum, en ýmis atriði hafa verið afmáð, svosem hvenær meint brot voru framin og hver tenging stúlkunnar og mannsins er. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Því má gera ráð fyrir að stúlkan sé afkomandi mannsins, eða þá að hún hafi búið á sama heimili og hann. Af ákærunni má sjá að meint brot ná að minnsta kosti yfir tveggja ára tímabil. Hann er sagður hafa beitt stúlkuna ólögmætri nauðung, misnotað freklega yfirburði sína gagnvart henni sem og traust hennar og trúnað. Hann hafi gert það með því að hafa í fjölda skipta nauðgað henni, og áreitt hana kynferðislega. Ákæruliðirnir eru sex talsins. Fjórir þeirra varða nauðganir. Fimm ákæruliðanna varða hver um sig eitt atvik, en einn þeirra varðar nokkur atvik. Fram kemur að meint brot hafi verið framin í tveimur húsum. Þau munu hafa verið framin í stofu, eldhúsi, svefnherbergi, og öðrum herbergjum í þessum húsum. Þess er krafist fyrir hönd stúlkunnar að maðurinn greiði henni fjórar milljónir króna auk vaxta vegna málsins. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Fréttastofa hefur ákæru málsins undir höndum, en ýmis atriði hafa verið afmáð, svosem hvenær meint brot voru framin og hver tenging stúlkunnar og mannsins er. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir stórfellt brot í nánu sambandi. Því má gera ráð fyrir að stúlkan sé afkomandi mannsins, eða þá að hún hafi búið á sama heimili og hann. Af ákærunni má sjá að meint brot ná að minnsta kosti yfir tveggja ára tímabil. Hann er sagður hafa beitt stúlkuna ólögmætri nauðung, misnotað freklega yfirburði sína gagnvart henni sem og traust hennar og trúnað. Hann hafi gert það með því að hafa í fjölda skipta nauðgað henni, og áreitt hana kynferðislega. Ákæruliðirnir eru sex talsins. Fjórir þeirra varða nauðganir. Fimm ákæruliðanna varða hver um sig eitt atvik, en einn þeirra varðar nokkur atvik. Fram kemur að meint brot hafi verið framin í tveimur húsum. Þau munu hafa verið framin í stofu, eldhúsi, svefnherbergi, og öðrum herbergjum í þessum húsum. Þess er krafist fyrir hönd stúlkunnar að maðurinn greiði henni fjórar milljónir króna auk vaxta vegna málsins.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira