Hvatti kjósanda til að strika yfir nafn Dags Tómas Arnar Þorláksson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 26. október 2024 18:39 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar „Þetta eru skilaboð frá mér til stuðningsmanns, einkaskilaboð. Ég er oft í samskiptum við fólk sem er hrifið af Samfylkingunni og hefur alls konar skoðanir. Þarna var um að ræða einstakling sem hafði skoðanir á Degi B. Eggertssyni.“ Þetta segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu um einkaskilaboð sem hún sendi stuðningsmanni sem hann birti síðan á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í dag. Skjáskot af skilaboðunum hafa verið í dreifingu manna á milli. Kristrún segir Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, vera aukaleikara í stóra verkefni Samfylkingarinnar. Hún hvetur mögulegan kjósanda Samfylkingarinnar sem er ósáttur við Dag sem borgarstjóra í Reykjavík til að strika yfir nafn hans í kjörklefanum. Dagur stýri ekki Samfylkingunni heldur hún. Kalli ekki á afsökunarbeiðni Kristrún segir í samtali við Vísi að það sé eðlilegt að fólk sem vilji kjósa Samfylkinguna hafi mismunandi skoðanir á einstaka frambjóðendum. „Það eru líka einstaklingar sem hafa skoðanir á öðrum frambjóðendum. Það er auðvitað til fólk sem vill kjósa Samfylkinguna og líst vel á þær breytingar sem við höfum verið að boða fyrir Ísland en líst kannski ekki jafn vel á alla okkar frambjóðendur og það er bara eins og gengur og gerist.“ Spurð hvort að skilaboðin kalli á það hún biðji Dag afsökunar svarar Kristrún því neitandi. „Hann ákvað sjálfur að koma inn í þessu hlutverki. Þetta sýnir mikla auðmýkt hjá honum. Hann er ekki aðalleikarinn í þessu, ekki frekar en ég. Hann er ekki að sækjast eftir því að vera fremsti maður á blaði, ekki frekar en langflestir okkar frambjóðendur. Það sem skiptir mestu er að við erum með sameinaðan flokk.“ „Liggur beinast við að strika hann út“ Í skilaboðunum byrjar Kristrún á því að þakka íbúanum úr Grafarvogi fyrir að hafa samband. „Ég er formaður flokksins og stýri málefnaáherslum með stjórn flokksins. Dagur verður óbreyttur þingmaður, ekki ráðherra, hann situr ekki í stjórn flokksins og mun ekki sitja í ríkisstjórn. Í stórum breiðum flokki sem S er og þarf að vera til að leiða raunverulegar breytingar veljast alltaf inn einhverjir einstaklingar sem kjósendur hafa skiptar skoðanir á. Þannig hefur lýðræðið alltaf virkað,“ segir Kristrún. „En ég skil vel sjónarmið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykjavíkur norður þar sem ég er oddviti og hann er í öðru sæti þá liggur beinast við að strika hann út í kjörklefanum. Ég bið þig að líta á heildarmyndina, áherslurnar sem ég hef barist fyrir undanfarin ár í húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Auðlindamálum. Það eru áherslurnar sem munu einkenna S í ríkisstjórn, ekki hvað borgin hefur gert. Dagur stýrir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja forystunni.“ „Hann er aukaleikari, ekki aðal“ Samfylkingin sé í dauðafæri til að leiða raunverulegar breytingar á samfélaginu. „Við megum ekki láta einn mann útiloka það - hann er aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni. Staða hans á listanum breytir engu um áherslur S og þýðir ekki að ég sé samþykk öllu sem borgin hefur gert.“ Gífurleg endurnýjun hafi orðið á listum Samfylkingarinnar heilt yfir. „Nú reynir á okkur í S að sýna og sanna hvar við stöndum og við séum traustsins verð á næstu vikum. Hvet þig til að fylgjast með og gefa þessu tækifæri.“ Þjóðin fyrst og fremst í aðalhlutverki Spurð hvort að það orki tvímælis að vísa til frambjóðanda í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður sem aukaleikara sem muni ekki gegna ráðherraembætti, segir Kristrún í samtali við fréttastofu: „Hann hefur bara sjálfur lagt þetta til. Hann sækist eftir öðru sæti á listanum og er einmitt að koma inn sem stuðningsmaður. Við erum með fjöldann allan af fólki í aukahlutverki. Það er þjóðin fyrst og fremst sem er í aðalhlutverkinu. Þetta er allt eitthvað sem hann hefur sjálfur sagt í fjölmiðlum og sýnir að hann kemur inn á nýjan vettvang af ákveðinni auðmýkt. Ég er viss um að hann muni vera öflugur þingmaður fyrir Reykvíkinga og landið allt.“ Er ekki sérstakt að formaður flokksins beinlínis hvetji kjósendur til að strika fólk út? „Ef fólki líst vel á Samfylkinguna en ekki tiltekin frambjóðenda í sínu kjördæmi þá getur fólk kosið Samfylkinguna en strikað út frambjóðanda. Þannig eru reglurnar í okkar lýðræðislegum kosningum og það gildir um alla frambjóðendur og getur allt eins gilt um mig eins og hvern annan.“ Hún segir lykilatriðið vera að Samfylkingin sigri í komandi kosningum til að komast í stöðu til að leiða breytingar í landinu. Hún tekur fram að skoðanir fólks á einstökum frambjóðendum megi ekki trufla það verkefni. Skilaboðin í heild sinni Skilaboð Kristrúnar til stuðningsmanns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Sæll og blessaður Tryggvi og takk fyrir að hafa samband Ég er formaður flokksins og stýri málefnaáherslum með stjórn flokksins. Dagur verður óbreyttur þingmaður, ekki ráðherra, hann situr ekki í stjórn flokksins og mun ekki sitja í ríkisstjórn. Í stórum breiðum flokki sem S er og þarf að vera til að leiða raunverulegar breytingar veljast alltaf inn einhverjir einstaklingar sem kjósendur hafa skiptar skoðanir á. Þannig hefur lýðræðið alltaf virkað. En ég skil vel sjónarmið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykjavíkur norður þar sem ég er oddviti og hann er í öðru sæti þá liggur beinast við að strika hann út í kjörklefanum. Ég bið þig að líta á heildarmyndina, áherslurnar sem ég hef barist fyrir undanfarin ár í húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Auðlindamálum. Það eru áherslurnar sem munu einkenna S í ríkisstjórn, ekki hvað borgin hefur gert. Dagur stýrir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja forystunni. Við erum í dauðafæri til að leiða raunverulegar breytingar á samfélaginu. Við megum ekki láta einn mann útiloka það - hann er aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni. Staða hans á listanum breytir engu um áherslur S og þýðir ekki að ég sé samþykk öllu sem borgin hefur gert. Það hefur orðið gífurleg endurnýjun á listum S heilt yfir! Nú reynir á okkur í S að sýna og sanna hvar við stöndum og við séum traustsins verð á næstu vikum. Hvet þig til að fylgjast með og gefa þessu tækifæri. Áfram gakk! Kristrún Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Þetta segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu um einkaskilaboð sem hún sendi stuðningsmanni sem hann birti síðan á íbúahópi Grafarvogs á Facebook í dag. Skjáskot af skilaboðunum hafa verið í dreifingu manna á milli. Kristrún segir Dag B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóra, vera aukaleikara í stóra verkefni Samfylkingarinnar. Hún hvetur mögulegan kjósanda Samfylkingarinnar sem er ósáttur við Dag sem borgarstjóra í Reykjavík til að strika yfir nafn hans í kjörklefanum. Dagur stýri ekki Samfylkingunni heldur hún. Kalli ekki á afsökunarbeiðni Kristrún segir í samtali við Vísi að það sé eðlilegt að fólk sem vilji kjósa Samfylkinguna hafi mismunandi skoðanir á einstaka frambjóðendum. „Það eru líka einstaklingar sem hafa skoðanir á öðrum frambjóðendum. Það er auðvitað til fólk sem vill kjósa Samfylkinguna og líst vel á þær breytingar sem við höfum verið að boða fyrir Ísland en líst kannski ekki jafn vel á alla okkar frambjóðendur og það er bara eins og gengur og gerist.“ Spurð hvort að skilaboðin kalli á það hún biðji Dag afsökunar svarar Kristrún því neitandi. „Hann ákvað sjálfur að koma inn í þessu hlutverki. Þetta sýnir mikla auðmýkt hjá honum. Hann er ekki aðalleikarinn í þessu, ekki frekar en ég. Hann er ekki að sækjast eftir því að vera fremsti maður á blaði, ekki frekar en langflestir okkar frambjóðendur. Það sem skiptir mestu er að við erum með sameinaðan flokk.“ „Liggur beinast við að strika hann út“ Í skilaboðunum byrjar Kristrún á því að þakka íbúanum úr Grafarvogi fyrir að hafa samband. „Ég er formaður flokksins og stýri málefnaáherslum með stjórn flokksins. Dagur verður óbreyttur þingmaður, ekki ráðherra, hann situr ekki í stjórn flokksins og mun ekki sitja í ríkisstjórn. Í stórum breiðum flokki sem S er og þarf að vera til að leiða raunverulegar breytingar veljast alltaf inn einhverjir einstaklingar sem kjósendur hafa skiptar skoðanir á. Þannig hefur lýðræðið alltaf virkað,“ segir Kristrún. „En ég skil vel sjónarmið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykjavíkur norður þar sem ég er oddviti og hann er í öðru sæti þá liggur beinast við að strika hann út í kjörklefanum. Ég bið þig að líta á heildarmyndina, áherslurnar sem ég hef barist fyrir undanfarin ár í húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Auðlindamálum. Það eru áherslurnar sem munu einkenna S í ríkisstjórn, ekki hvað borgin hefur gert. Dagur stýrir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja forystunni.“ „Hann er aukaleikari, ekki aðal“ Samfylkingin sé í dauðafæri til að leiða raunverulegar breytingar á samfélaginu. „Við megum ekki láta einn mann útiloka það - hann er aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni. Staða hans á listanum breytir engu um áherslur S og þýðir ekki að ég sé samþykk öllu sem borgin hefur gert.“ Gífurleg endurnýjun hafi orðið á listum Samfylkingarinnar heilt yfir. „Nú reynir á okkur í S að sýna og sanna hvar við stöndum og við séum traustsins verð á næstu vikum. Hvet þig til að fylgjast með og gefa þessu tækifæri.“ Þjóðin fyrst og fremst í aðalhlutverki Spurð hvort að það orki tvímælis að vísa til frambjóðanda í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður sem aukaleikara sem muni ekki gegna ráðherraembætti, segir Kristrún í samtali við fréttastofu: „Hann hefur bara sjálfur lagt þetta til. Hann sækist eftir öðru sæti á listanum og er einmitt að koma inn sem stuðningsmaður. Við erum með fjöldann allan af fólki í aukahlutverki. Það er þjóðin fyrst og fremst sem er í aðalhlutverkinu. Þetta er allt eitthvað sem hann hefur sjálfur sagt í fjölmiðlum og sýnir að hann kemur inn á nýjan vettvang af ákveðinni auðmýkt. Ég er viss um að hann muni vera öflugur þingmaður fyrir Reykvíkinga og landið allt.“ Er ekki sérstakt að formaður flokksins beinlínis hvetji kjósendur til að strika fólk út? „Ef fólki líst vel á Samfylkinguna en ekki tiltekin frambjóðenda í sínu kjördæmi þá getur fólk kosið Samfylkinguna en strikað út frambjóðanda. Þannig eru reglurnar í okkar lýðræðislegum kosningum og það gildir um alla frambjóðendur og getur allt eins gilt um mig eins og hvern annan.“ Hún segir lykilatriðið vera að Samfylkingin sigri í komandi kosningum til að komast í stöðu til að leiða breytingar í landinu. Hún tekur fram að skoðanir fólks á einstökum frambjóðendum megi ekki trufla það verkefni. Skilaboðin í heild sinni Skilaboð Kristrúnar til stuðningsmanns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Sæll og blessaður Tryggvi og takk fyrir að hafa samband Ég er formaður flokksins og stýri málefnaáherslum með stjórn flokksins. Dagur verður óbreyttur þingmaður, ekki ráðherra, hann situr ekki í stjórn flokksins og mun ekki sitja í ríkisstjórn. Í stórum breiðum flokki sem S er og þarf að vera til að leiða raunverulegar breytingar veljast alltaf inn einhverjir einstaklingar sem kjósendur hafa skiptar skoðanir á. Þannig hefur lýðræðið alltaf virkað. En ég skil vel sjónarmið fólks sem vill ekki hafa hann og ef þú býrð og kýst í Reykjavíkur norður þar sem ég er oddviti og hann er í öðru sæti þá liggur beinast við að strika hann út í kjörklefanum. Ég bið þig að líta á heildarmyndina, áherslurnar sem ég hef barist fyrir undanfarin ár í húsnæðis-, efnahags- og heilbrigðismálum. Auðlindamálum. Það eru áherslurnar sem munu einkenna S í ríkisstjórn, ekki hvað borgin hefur gert. Dagur stýrir ekki S, ég geri það. Hann þarf að fylgja forystunni. Við erum í dauðafæri til að leiða raunverulegar breytingar á samfélaginu. Við megum ekki láta einn mann útiloka það - hann er aukaleikari, ekki aðal, í þessu verkefni. Staða hans á listanum breytir engu um áherslur S og þýðir ekki að ég sé samþykk öllu sem borgin hefur gert. Það hefur orðið gífurleg endurnýjun á listum S heilt yfir! Nú reynir á okkur í S að sýna og sanna hvar við stöndum og við séum traustsins verð á næstu vikum. Hvet þig til að fylgjast með og gefa þessu tækifæri. Áfram gakk! Kristrún
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira