„Langbesta liðið í þessari deild“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. október 2024 20:55 Halldór Árnason var kampakátur í leikslok og raunar löngu áður en leiknum lauk. vísir / anton „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. Breiðablik var mun betri aðilinn í kvöld. Halldór segir tvær leiðir til að mæta Víkingi, Breiðablik fór þá seinni. Maður á mann pressa, sem var framkvæmd af gríðarlegri ákefð. „Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingi. Annað hvort í fimm manna lágri varnarlínu eða maður á mann pressa út um allan völl. Mér fannst þeir aldrei komast eitt né neitt í þessum leik. Frá fyrstu mínútu var þetta aldrei spurning.“ Meira að segja eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks féll Breiðablik ekki neðarlega á völlinn og fór að verja forystuna heldur hélt liðið sama leikskipulagi og hafði skilað mörkunum. Þið ætluðuð bara algjörlega að klára Víkinga? spurði Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport. „Klárt mál. Á 96. mínútu erum við ennþá að pressa maður á mann. Hátt uppi og hægja á þeim. Menn misstu aldrei trúna og það skilaði sigrinum.“ Frábært fyrsta tímabil Þetta er fyrsta tímabil Halldórs sem aðalþjálfari Breiðabliks. Hann hefur áður orðið Íslandsmeistari sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það þurfti auðvitað margt að ganga upp en það var alltaf markmiðið, alveg skýrt. Við ætluðum okkur ekki neitt annað þannig auðvitað var maður búinn að sjá það fyrir sér. Samt mikilvægt að átta sig á því hvað við erum búnir að vinna að þessu í langan tíma. Öll vinnan og allt sem teymið leggur á sig skilgreinist ekki í úrslitum í einum leik. En þegar þú átt svona frammistöðu koma úrslitin með, og titill!“ Stuðningur úr öllum áttum Stuðningsmenn Breiðabliks höfðu hátt allan leikinn og yfirgnæfðu heimamenn á löngum köflum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar þriðja markið var skorað og eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn til að fagna titlinum með liðinu. „Allt Blikasamfélagið út um allt, í Smáranum, garðinum hérna fyrir aftan, á vellinum. Maður fann stuðninginn frá þeim alls staðar úr öllum áttum sem auðvitað hjálpaði mikið. Bara til hamingju Breiðablik og allir Blikar,“ sagði Halldór að lokum áður en hann fór að taka við titlinum. Klippa: Íslandsmeistarinn Halldór Árnason Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Breiðablik var mun betri aðilinn í kvöld. Halldór segir tvær leiðir til að mæta Víkingi, Breiðablik fór þá seinni. Maður á mann pressa, sem var framkvæmd af gríðarlegri ákefð. „Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingi. Annað hvort í fimm manna lágri varnarlínu eða maður á mann pressa út um allan völl. Mér fannst þeir aldrei komast eitt né neitt í þessum leik. Frá fyrstu mínútu var þetta aldrei spurning.“ Meira að segja eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks féll Breiðablik ekki neðarlega á völlinn og fór að verja forystuna heldur hélt liðið sama leikskipulagi og hafði skilað mörkunum. Þið ætluðuð bara algjörlega að klára Víkinga? spurði Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport. „Klárt mál. Á 96. mínútu erum við ennþá að pressa maður á mann. Hátt uppi og hægja á þeim. Menn misstu aldrei trúna og það skilaði sigrinum.“ Frábært fyrsta tímabil Þetta er fyrsta tímabil Halldórs sem aðalþjálfari Breiðabliks. Hann hefur áður orðið Íslandsmeistari sem aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Það þurfti auðvitað margt að ganga upp en það var alltaf markmiðið, alveg skýrt. Við ætluðum okkur ekki neitt annað þannig auðvitað var maður búinn að sjá það fyrir sér. Samt mikilvægt að átta sig á því hvað við erum búnir að vinna að þessu í langan tíma. Öll vinnan og allt sem teymið leggur á sig skilgreinist ekki í úrslitum í einum leik. En þegar þú átt svona frammistöðu koma úrslitin með, og titill!“ Stuðningur úr öllum áttum Stuðningsmenn Breiðabliks höfðu hátt allan leikinn og yfirgnæfðu heimamenn á löngum köflum. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar þriðja markið var skorað og eftir leik hlupu stuðningsmenn inn á völlinn til að fagna titlinum með liðinu. „Allt Blikasamfélagið út um allt, í Smáranum, garðinum hérna fyrir aftan, á vellinum. Maður fann stuðninginn frá þeim alls staðar úr öllum áttum sem auðvitað hjálpaði mikið. Bara til hamingju Breiðablik og allir Blikar,“ sagði Halldór að lokum áður en hann fór að taka við titlinum. Klippa: Íslandsmeistarinn Halldór Árnason
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira