Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 29. október 2024 11:22 Mette Frederiksen, Bjarni Benediktsson og Volodýmýr Selenskíj á blaðamannafundi á Þingvöllum í gærkvöldi. Forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Vísir/Vilhelm Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu í gær fund á Þingvöllum ásamt Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í tilefni Norðurlandaráðsþings sem fer fram í Reykjavík í vikunni. Fundur Norðurlandaráðs hefst í dag og forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Þar var til að mynda rætt hvernig gera ætti svæðið samþættara og hvernig styðja eigi við efnahagslífið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir aðrar sameiginlegar áskoranir hafa komið til umræðu, sér í lagi landamærin og hælisleitendakerfið. Ræddu brottfararbúðir utan landsteinanna „Ef okkur mistekst við að taka almennielga stjórn á landamærunum. Ef okkur mistekst í stríðinu við alþjóðlega glæpastarfsemi og ef okkur tekst ekki að byggja upp skilvirkt kerfi í hælisleitendamálum þá eru það lífsgæðin sem við höfum bygtt upp og eru í raun og veru einkennandi fyrir Norðurlöndin öll sem eru að veði,“ segir Bjarni. „Öll Evrópa er farin að ræða þetta. Í Bretlandi hafa menn verið með hugmyndir um að koma jafnvel upp svona brottfararbúðum - jafnvel utan landsteinanna og nú er farið að ræða þetta af fullri alvöru bæði á þessum vettvangi og eins hjá Evrópusambandinu að það verði ekki við það búið að þeir sem hafa ekki rétt til að vera innan landamæranna geri það engu að síður.“ Búðir sem þær sem Bjarni nefnir hafa verið harðlega gagnrýndar og bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið mótmælt þeim við bresk stjórnvöld. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þá verið mjög uggandi yfir áformunum. Öryggi í Úkraínu Landamæra-, og hælisleitendamál voru ekki ein til umræðu heldur einnig öryggismál í Evrópu, sérstaklega í tengslum við Úkraínu. „Þetta var mikilvægur og góður fundur með forseta Úkarínu. Þetta er í fjórða sinn sem við hittumst, Norðurlönd og Úkraína, og það byggir upp traust og gerir það að verkum að við getum farið dýpra inn í samtalið um hvað er að gerast í Úkraínu,“ segir Jonas Störe, forsætisráðherra Noregs. „Hvernig getum við hjálpað og hvaða þýðingu hefur það fyrir NATO, fyrir Úkraínu og fyrir ástandið í Evrópu, og líka hvernig við getum verið nákvæm um það að veita Úkraínu þá aðstoð sem Úkraína þarf mest á að halda.“ Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Hælisleitendur Landamæri Tengdar fréttir Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Forsætisráðherrar Norðurlandanna áttu í gær fund á Þingvöllum ásamt Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í tilefni Norðurlandaráðsþings sem fer fram í Reykjavík í vikunni. Fundur Norðurlandaráðs hefst í dag og forsætisráðherrarnir funduðu aftur í morgun. Þar var til að mynda rætt hvernig gera ætti svæðið samþættara og hvernig styðja eigi við efnahagslífið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir aðrar sameiginlegar áskoranir hafa komið til umræðu, sér í lagi landamærin og hælisleitendakerfið. Ræddu brottfararbúðir utan landsteinanna „Ef okkur mistekst við að taka almennielga stjórn á landamærunum. Ef okkur mistekst í stríðinu við alþjóðlega glæpastarfsemi og ef okkur tekst ekki að byggja upp skilvirkt kerfi í hælisleitendamálum þá eru það lífsgæðin sem við höfum bygtt upp og eru í raun og veru einkennandi fyrir Norðurlöndin öll sem eru að veði,“ segir Bjarni. „Öll Evrópa er farin að ræða þetta. Í Bretlandi hafa menn verið með hugmyndir um að koma jafnvel upp svona brottfararbúðum - jafnvel utan landsteinanna og nú er farið að ræða þetta af fullri alvöru bæði á þessum vettvangi og eins hjá Evrópusambandinu að það verði ekki við það búið að þeir sem hafa ekki rétt til að vera innan landamæranna geri það engu að síður.“ Búðir sem þær sem Bjarni nefnir hafa verið harðlega gagnrýndar og bæði flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðið mótmælt þeim við bresk stjórnvöld. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þá verið mjög uggandi yfir áformunum. Öryggi í Úkraínu Landamæra-, og hælisleitendamál voru ekki ein til umræðu heldur einnig öryggismál í Evrópu, sérstaklega í tengslum við Úkraínu. „Þetta var mikilvægur og góður fundur með forseta Úkarínu. Þetta er í fjórða sinn sem við hittumst, Norðurlönd og Úkraína, og það byggir upp traust og gerir það að verkum að við getum farið dýpra inn í samtalið um hvað er að gerast í Úkraínu,“ segir Jonas Störe, forsætisráðherra Noregs. „Hvernig getum við hjálpað og hvaða þýðingu hefur það fyrir NATO, fyrir Úkraínu og fyrir ástandið í Evrópu, og líka hvernig við getum verið nákvæm um það að veita Úkraínu þá aðstoð sem Úkraína þarf mest á að halda.“
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Hælisleitendur Landamæri Tengdar fréttir Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29 Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Myndband: Ávarp Selenskíjs Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, ávarpaði þing Norðurlandaráðs, í Smiðju Alþingis klukkan 10:40. Ávarpið má sjá hér á Vísi. 29. október 2024 10:29
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent