Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2024 11:08 Landskjörstjórn úrskurðar um gildi framboða eigi síðar en klukkan 16 á sunnudag. Vísir/Vilhelm Þrjú stjórnmálasamtök hafa fengið aðfinnslur frá landskjörstjórn vegna lista sem skilað var inn í gær. Tvö þeirra segjast engar áhyggjur hafa af málinu en kosningastjóri þess þriðja harðneitar að tjá sig um málið. Stjórnmálasamtökin þrjú eru Ábyrg framtíð, Sósíalistaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn. Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfestir að landskjörstjórn hafi gert athugasemd við meðmælalista flokksins. Þær hafi meðal annars snúið að skráningu lögheimila og fleira í þeim dúrnum. Hann hefur engar áhyggjur af því að flokkurinn nái ekki að leysa úr þeirri flækju og sé raunar langt kominn með það nú þegar. Ætti að vera klappað og klárt um hádegið Sara Stef. Hildardóttir, skrifstofustjóri Sósíalista, segir að nokkur framboð hafi fengið á sig ágalla en það hafi ekki verið á ábyrgð framboðanna. Ágallar hafi verið tilkomnir vegna tæknilegs atriðis við söfnun rafrænna undirskrifta. „Landskjörstjórn óskaði eftir því við þessi framboð, sem höfðu notað ákveðna þjónustu, að láta keyra sannreyningu á undirskriftunum. Þeim skýrslum var öllum skilað í gær. Þau framboð sem fá á sig svona ágalla hafa til klukkan 9 til að afgreiða þessar undirritanir og við erum að ganga frá því. Það verður búið um hádegið.“ Lýðræðisflokkurinn tjáir sig ekki Heimildir Vísir herma að þriðja framboðið sé Lýðræðisflokkurinn. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, kosningastjóri Lýðræðisflokksins, brást ókvæða við þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Við erum bundin trúnaði við landskjörstjórn og eftir því skal fara.“ Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Stjórnmálasamtökin þrjú eru Ábyrg framtíð, Sósíalistaflokkurinn og Lýðræðisflokkurinn. Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður, staðfestir að landskjörstjórn hafi gert athugasemd við meðmælalista flokksins. Þær hafi meðal annars snúið að skráningu lögheimila og fleira í þeim dúrnum. Hann hefur engar áhyggjur af því að flokkurinn nái ekki að leysa úr þeirri flækju og sé raunar langt kominn með það nú þegar. Ætti að vera klappað og klárt um hádegið Sara Stef. Hildardóttir, skrifstofustjóri Sósíalista, segir að nokkur framboð hafi fengið á sig ágalla en það hafi ekki verið á ábyrgð framboðanna. Ágallar hafi verið tilkomnir vegna tæknilegs atriðis við söfnun rafrænna undirskrifta. „Landskjörstjórn óskaði eftir því við þessi framboð, sem höfðu notað ákveðna þjónustu, að láta keyra sannreyningu á undirskriftunum. Þeim skýrslum var öllum skilað í gær. Þau framboð sem fá á sig svona ágalla hafa til klukkan 9 til að afgreiða þessar undirritanir og við erum að ganga frá því. Það verður búið um hádegið.“ Lýðræðisflokkurinn tjáir sig ekki Heimildir Vísir herma að þriðja framboðið sé Lýðræðisflokkurinn. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, kosningastjóri Lýðræðisflokksins, brást ókvæða við þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans. Hann vildi ekkert tjá sig um málið. „Við erum bundin trúnaði við landskjörstjórn og eftir því skal fara.“
Lýðræðisflokkurinn Ábyrg framtíð Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Kjörstjórn borist 26 listar Frestur til að skila inn framboðslistum til Alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Alls hefur 26 listum verið skilað ásamt tilskildum fjölda meðmæla til Landskjörstjórnar, og því ljóst að einhverjir flokkar eiga enn eftir að skila af sér gögnum, ætli þeir sér að bjóða fram í öllum sex kjördæmum. 30. október 2024 16:30