Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. nóvember 2024 22:24 Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsölu Landspítalans (ELMA). Aðsend Nýbúi frá Moldóvu hyggst selja íbúð sem hann hefur verið að gera upp síðastliðið eitt og hálft ár eins síns liðs og flytja í minni og ódýrari íbúð hinu megin við götuna. Ástæðuna segir hann vera til að borga niður lánið sitt og verða skuldlaus. Hinn 37 ára Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsala Landspítalans (ELMA), flutti hingað til lands frá heimalandinu Moldóvu fyrir um átta árum en hann segir upplifun sína af því að vera innflytjandi á Íslandi einstaklega jákvæða. Hann hafi upprunalega ætlað að staldra við í um þrjá mánuði en hafi fljótlega hrifist af íslensku þjóðinni og komið ágætlega undir sig fótunum. „Ég á mjög mikið af íslenskum vinum, þeir eru æðislegir og þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa mér. Það er það sem mér líkar einstaklega mikið við í fari fólks hérna. Ég er alltaf að kynnast góðu fólki. Ég á mér marga drauma og á Íslandi þá rætast draumar í rauninni.“ Hannaði og betrumbætti að mestu sjálfur Fiodor hefur unnið á Landspítalanum undanfarin ár og keypti sér íbúð á Klapparstíg fyrir fimm árum. Síðast liðið eitt og hálft ár hefur hann verið að gera upp íbúðina að mestu eins síns liðs samhliða starfi sínu. „Íbúðin var allt öðruvísi, það var aðeins eitt svefnherbergi og mjög mikið af opnu rými en ég ákvað að ég þurfti auka herbergi fyrir gesti svo ég hannaði þetta allt sjálfur. Hérna er nýtt eldhús og auðvitað nýtt gólf og þetta er nýr veggur. Ég setti hljóðeinangrandi efni inn í hann.“ Ódýrari íbúðin „sæt“ og „kósý“ Nú hyggst hann selja íbúðina þó að hann sé ánægður með árangur erfiðisins til að kaupa sér minni íbúð hinu megin við götuna. „Þegar ég kom til Íslands var ég alveg blankur og lagði mig allan fram í vinnu. Núna borga ég af láninu mínu til bankans á hverjum mánuði og mér líkar það ekki. Fyrir mér er betra að vera í minni og notalegri íbúð í stað þess að vera í stórri íbúð ef það þýðir að ég þurfi að borga svona mikið til bankans. Ég veit það ekki, þetta er heimspeki mín. Hin íbúðin er svo sæt, hún er mjög falleg, hún er hugguleg og kósý. Þegar ég fór þangað hugsaði ég bara: Úff, hún er mín, ég vil hana.“ Innflytjendamál Moldóva Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Hinn 37 ára Fiodor Olari, fyrirliði Eldhúss og matsala Landspítalans (ELMA), flutti hingað til lands frá heimalandinu Moldóvu fyrir um átta árum en hann segir upplifun sína af því að vera innflytjandi á Íslandi einstaklega jákvæða. Hann hafi upprunalega ætlað að staldra við í um þrjá mánuði en hafi fljótlega hrifist af íslensku þjóðinni og komið ágætlega undir sig fótunum. „Ég á mjög mikið af íslenskum vinum, þeir eru æðislegir og þeir eru alltaf tilbúnir að hjálpa mér. Það er það sem mér líkar einstaklega mikið við í fari fólks hérna. Ég er alltaf að kynnast góðu fólki. Ég á mér marga drauma og á Íslandi þá rætast draumar í rauninni.“ Hannaði og betrumbætti að mestu sjálfur Fiodor hefur unnið á Landspítalanum undanfarin ár og keypti sér íbúð á Klapparstíg fyrir fimm árum. Síðast liðið eitt og hálft ár hefur hann verið að gera upp íbúðina að mestu eins síns liðs samhliða starfi sínu. „Íbúðin var allt öðruvísi, það var aðeins eitt svefnherbergi og mjög mikið af opnu rými en ég ákvað að ég þurfti auka herbergi fyrir gesti svo ég hannaði þetta allt sjálfur. Hérna er nýtt eldhús og auðvitað nýtt gólf og þetta er nýr veggur. Ég setti hljóðeinangrandi efni inn í hann.“ Ódýrari íbúðin „sæt“ og „kósý“ Nú hyggst hann selja íbúðina þó að hann sé ánægður með árangur erfiðisins til að kaupa sér minni íbúð hinu megin við götuna. „Þegar ég kom til Íslands var ég alveg blankur og lagði mig allan fram í vinnu. Núna borga ég af láninu mínu til bankans á hverjum mánuði og mér líkar það ekki. Fyrir mér er betra að vera í minni og notalegri íbúð í stað þess að vera í stórri íbúð ef það þýðir að ég þurfi að borga svona mikið til bankans. Ég veit það ekki, þetta er heimspeki mín. Hin íbúðin er svo sæt, hún er mjög falleg, hún er hugguleg og kósý. Þegar ég fór þangað hugsaði ég bara: Úff, hún er mín, ég vil hana.“
Innflytjendamál Moldóva Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira