Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 12:19 Hreindýr að snæðingi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Sæmundur Jón Jónsson, frístundabóndi á Þingskálum í sveitarfélaginu Hornafirði, fylgdist með fimmtán mínútna stríði þriggja veiðimanna við hreindýr í bakgarðinum hjá sér í morgun. Hann setur stórt spurningamerki við veiðarnar. Veiðarnar koma líklega mörgum spánskt fyrir sjónir enda lauk hreindýraveiðitímabili haustsins þann 20. september. Alls voru 769 dýr felld af þeim 776 sem veiða átti í haust. Eftir stóðu hins vegar nóvemberveiðar á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum þar sem gefið var út leyfi fyrir veiðum á 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Þrír veiðimenn mættir í „bakgarðinn“ Ein af þessum 24 hreinkúm var felld í fimm hundruð metra fjarlægð frá bóndabæ Sæmundar í morgun. Hann lýsir atburðarásinni eins og hún blasti við honum í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. „Rétt í þessu varð ég vitni að ógeðslegum verknaði hérna í bakgarðinum hjá mér. Hingað mættu þrír karlmenn með alvæpni greinilega komnir að elta hreindýrahjörð,“ segir Sæmundur Jón í færslunni. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að dýrin væru drepin í einu skoti og ef það klikkaði þá grípi leiðsögumaðurinn inn í og lógi dýrinu,“ segir Sæmundur Jón. „Við máttum hins vegar horfa upp á rúmlega 15 mínútna dauðastríð dýrsins þar sem dýrið var ennþá á fótum og ég taldi a.m.k sex skot, ég hefði sennilega verið fljótari að lóga dýrinu með því að elta það uppi með eldhúshnífnum.“ Undantekning og allir að reyna sitt besta Hann bætir þó við að hans óþægilega upplifun af því að menn birtist í innan við fimm hundruð metra fjarlægð frá húsi hans og byrji að skjóta úr rifflum blikir í samnburði við þær þjáningar sem dýrið hafi mátt þola. „Ég hef ekki verið mikill aðdáandi hreindýra en set stórt spurningarmerki við veiðar eftir að hafa orðið vitni af þessu.“ Ekki náðist í Sæmund Jón við vinnslu fréttarinnar. Ýmsir veiðimenn taka til máls í umræðum við færslu Sæmundar og segja um algjöra undantekningu að ræða þegar komi að hreindýraveiðum. Að tvö skot þurfi til, hvað þá meira, heyri til undantekninga. Stundum verði mannleg mistök en allir reyni sitt besta. Enginn leiki sér að því að pynta bráð sína. Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Veiðarnar koma líklega mörgum spánskt fyrir sjónir enda lauk hreindýraveiðitímabili haustsins þann 20. september. Alls voru 769 dýr felld af þeim 776 sem veiða átti í haust. Eftir stóðu hins vegar nóvemberveiðar á hreinkúm á tveimur syðstu veiðisvæðunum þar sem gefið var út leyfi fyrir veiðum á 24 kúm fyrstu tuttugu dagana í nóvember. Þrír veiðimenn mættir í „bakgarðinn“ Ein af þessum 24 hreinkúm var felld í fimm hundruð metra fjarlægð frá bóndabæ Sæmundar í morgun. Hann lýsir atburðarásinni eins og hún blasti við honum í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. „Rétt í þessu varð ég vitni að ógeðslegum verknaði hérna í bakgarðinum hjá mér. Hingað mættu þrír karlmenn með alvæpni greinilega komnir að elta hreindýrahjörð,“ segir Sæmundur Jón í færslunni. „Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að dýrin væru drepin í einu skoti og ef það klikkaði þá grípi leiðsögumaðurinn inn í og lógi dýrinu,“ segir Sæmundur Jón. „Við máttum hins vegar horfa upp á rúmlega 15 mínútna dauðastríð dýrsins þar sem dýrið var ennþá á fótum og ég taldi a.m.k sex skot, ég hefði sennilega verið fljótari að lóga dýrinu með því að elta það uppi með eldhúshnífnum.“ Undantekning og allir að reyna sitt besta Hann bætir þó við að hans óþægilega upplifun af því að menn birtist í innan við fimm hundruð metra fjarlægð frá húsi hans og byrji að skjóta úr rifflum blikir í samnburði við þær þjáningar sem dýrið hafi mátt þola. „Ég hef ekki verið mikill aðdáandi hreindýra en set stórt spurningarmerki við veiðar eftir að hafa orðið vitni af þessu.“ Ekki náðist í Sæmund Jón við vinnslu fréttarinnar. Ýmsir veiðimenn taka til máls í umræðum við færslu Sæmundar og segja um algjöra undantekningu að ræða þegar komi að hreindýraveiðum. Að tvö skot þurfi til, hvað þá meira, heyri til undantekninga. Stundum verði mannleg mistök en allir reyni sitt besta. Enginn leiki sér að því að pynta bráð sína.
Skotveiði Sveitarfélagið Hornafjörður Dýr Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira