Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Lestrarklefinn og Jana Hjörvar 8. nóvember 2024 10:19 Ættfræðigrúsk Sveinbjargar Sveinbjörnsdóttur varð að þriggja bóka flokki sem byggir á sögu formæðra hennar. Nýjasta bókin er til umfjöllunar í Lestrarklefanum. Aldrei aftur vinnukona er þriðja bókin þar sem Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir fylgir eftir sögu formæðra sinna fyrr á öldum. Jana Hjörvar fjallar um bókina á menningarvefnum Lestrarklefinn og hefur þetta að segja um bókina. Ég hef mikið verið að gramsa eftir bókum skrifuðum um konur, helst um konur sem ekki eru sérlega þekktar. Allavega ekki hjá minni kynslóð. Í þessu gramsi mínu rakst ég fyrr á þessu ári á tvær bækur sem heita Aldrei nema kona (2020) og Aldrei nema vinnukona (2022) og eru eftir Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur. Jana Hjörvar fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn Ég las þær og þótti þær alveg frábærar og var því virkilega glöð þegar ég sá að útgáfufyrirtækið Króníka gaf út nú í síðasta mánuði þriðju bókina í þessum bókaflokki eftir Sveinbjörgu, sú ber titilinn Aldrei aftur vinnukona. Þessar bækur eru afrakstur ættfræðigrúsks höfundar en hún hóf fyrir nokkrum árum að skoða móðurætt sína og eins og segir aftan á kápu nýjustu bókarinnar, þá varð þetta grúsk að þriggja bóka flokki. Bækurnar eru heimildaskáldsögur og fylgja sögu kvenna úr ætt höfundarins á 18. og 19. öld. Sögu fátækra kvenna sem með þrautseigju og æðruleysi takast á við lífið og tilveruna á þeim tíma sem þær voru uppi. Sker sig úr Aldrei aftur vinnukona sker sig aðeins frá fyrstu tveim bókunum, þó hún sé framhald þeirra, því þar fylgja lesendur eftir Þuríði sem ákvað að ferðast alla leið til Ameríku í leit að betra lífi. Lífið var orðið erfitt á Íslandi og Þuríður vildi frekar taka áhættuna og sjá hvað væri í boði hinu megin við hafið heldur en að hýrast áfram ævilangt sem vinnukona á Íslandi. Við fylgjumst því með ferðalagi hennar og samferðafólks hennar til Ameríku og fyrstu árunum þar. Einnig fylgjumst við með systur Þuríðar í gegnum dagbókarskrif en hún bjó áfram á Íslandi og ól þar upp sín börn. Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér. Lesa má um fleiri bækur á Lestrarklefinn.is. Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Ég hef mikið verið að gramsa eftir bókum skrifuðum um konur, helst um konur sem ekki eru sérlega þekktar. Allavega ekki hjá minni kynslóð. Í þessu gramsi mínu rakst ég fyrr á þessu ári á tvær bækur sem heita Aldrei nema kona (2020) og Aldrei nema vinnukona (2022) og eru eftir Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur. Jana Hjörvar fjallar um bækur á menningarvefnum Lestrarklefinn Ég las þær og þótti þær alveg frábærar og var því virkilega glöð þegar ég sá að útgáfufyrirtækið Króníka gaf út nú í síðasta mánuði þriðju bókina í þessum bókaflokki eftir Sveinbjörgu, sú ber titilinn Aldrei aftur vinnukona. Þessar bækur eru afrakstur ættfræðigrúsks höfundar en hún hóf fyrir nokkrum árum að skoða móðurætt sína og eins og segir aftan á kápu nýjustu bókarinnar, þá varð þetta grúsk að þriggja bóka flokki. Bækurnar eru heimildaskáldsögur og fylgja sögu kvenna úr ætt höfundarins á 18. og 19. öld. Sögu fátækra kvenna sem með þrautseigju og æðruleysi takast á við lífið og tilveruna á þeim tíma sem þær voru uppi. Sker sig úr Aldrei aftur vinnukona sker sig aðeins frá fyrstu tveim bókunum, þó hún sé framhald þeirra, því þar fylgja lesendur eftir Þuríði sem ákvað að ferðast alla leið til Ameríku í leit að betra lífi. Lífið var orðið erfitt á Íslandi og Þuríður vildi frekar taka áhættuna og sjá hvað væri í boði hinu megin við hafið heldur en að hýrast áfram ævilangt sem vinnukona á Íslandi. Við fylgjumst því með ferðalagi hennar og samferðafólks hennar til Ameríku og fyrstu árunum þar. Einnig fylgjumst við með systur Þuríðar í gegnum dagbókarskrif en hún bjó áfram á Íslandi og ól þar upp sín börn. Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér. Lesa má um fleiri bækur á Lestrarklefinn.is.
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning