Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 13:26 Miklar skemmdir urðu á húsum, vegum og öðrum innviðum í Grindavík. Vísir/Arnar Í dag er ár liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Hamfarirnar eru einar þær mestu í sögunni að sögn bæjarstjóra sem kveðst bjartsýnn á framtíð bæjarins þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið. Forseti Íslands mun sækja samverustund í Grindavíkurkirkju í kvöld. Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem gríðarmiklir jarðskjálftar riðu yfir Grindavík þegar stór kvikugangur rmyndaðist undir bænum og bærin var rýmdur. Dagurinn er Fannari Jónassyni bæjarstjóra afar minnisstæður. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Arnar „Ég man eftir gríðarlegum jarðskjálftum sem riðu yfir bæinn þann 10. nóvember, það höfðu verið miklir skjálftar dagana og vikurnar á undan en það keyrði alveg um þverbak þennan dag. Þetta bar upp á föstudag og varð til þess að bæjarbúar í stórum stíl, mikill meirihluti ákvað að yfirgefa bæinn sinn og vera burtu kannski um helgina,“ segir Fannar þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka fyrir ári síðan. Komust ekki heim fyrir jól Bæjarbúar enduðu þó flestir á að þurfa að vera mun lengur að heiman en þeir töldu í fyrstu. Sjálfur var Fannar staddur í húsnæði björgunarsveitarinnar þar sem vettvangsstjórn var að störfum. „Það var auðvitað bara beint samband við almannavarnir og Veðurstofuna og vísindasamfélagið en menn vissu eiginlega ekki hvað var í gangi hreinlega. Þetta var öðruvísi heldur en við höfðum upplifað, skjálftarnir komu einhvern veginn upp undir fæturna á okkur og það var alveg stöðug skjálftavirkni og ekkert lát á þessu. Þannig að það var bara ný upplifun og höfðu Grindvíkingar þó þurft að upplifa ýmislegt misserin á undan.“ Síðastliðið ár hafi síðan þróast á veg sem enginn hafi átt von á. Alls hefur gosið sex sinnum í nágrenni Grindavíkur síðan. Atburðirnir í Grindavík voru rifjaðir upp í sérstökum annálsþætti fréttastofunnar um jarðhræringarnar á Reykjanesi. Síðan þá hafa verið nokkur eldgos. „Við vonuðumst til að komast heim helst um jólin í fyrra eða fljótlega eftir áramótin. En að við skulum hafa þurft að búa annars staðar, langflest okkar, og allt samfélagið tvístrað í fjöldamörgum sveitarfélögum um landið. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt og verður ásamt með Vestmannaeyjagosinu talið með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland,“ segir Fannar. Þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið er hann bjartsýnn um framtíð bæjarins og segir gleðilegt að búið sé að opna bæjarfélagið. „Það eru ekki lengur neinar takmarkanir á því að fólk geti komið hindrunarlaust í bæinn. Það er hins vegar landris ennþá yfirstandandi og gosin eru orðin sex og við búumst við því að það sjöunda geti jafnvel orðið í desember. En okkar heitasta ósk er sú að þessu fari að linna svo að við getum farið að byggja upp bæinn okkar að nýju með tilheyrandi fjölgun íbúa og starfsemi,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Það var á þessum degi fyrir ári síðan sem gríðarmiklir jarðskjálftar riðu yfir Grindavík þegar stór kvikugangur rmyndaðist undir bænum og bærin var rýmdur. Dagurinn er Fannari Jónassyni bæjarstjóra afar minnisstæður. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Vísir/Arnar „Ég man eftir gríðarlegum jarðskjálftum sem riðu yfir bæinn þann 10. nóvember, það höfðu verið miklir skjálftar dagana og vikurnar á undan en það keyrði alveg um þverbak þennan dag. Þetta bar upp á föstudag og varð til þess að bæjarbúar í stórum stíl, mikill meirihluti ákvað að yfirgefa bæinn sinn og vera burtu kannski um helgina,“ segir Fannar þegar hann rifjar upp daginn örlagaríka fyrir ári síðan. Komust ekki heim fyrir jól Bæjarbúar enduðu þó flestir á að þurfa að vera mun lengur að heiman en þeir töldu í fyrstu. Sjálfur var Fannar staddur í húsnæði björgunarsveitarinnar þar sem vettvangsstjórn var að störfum. „Það var auðvitað bara beint samband við almannavarnir og Veðurstofuna og vísindasamfélagið en menn vissu eiginlega ekki hvað var í gangi hreinlega. Þetta var öðruvísi heldur en við höfðum upplifað, skjálftarnir komu einhvern veginn upp undir fæturna á okkur og það var alveg stöðug skjálftavirkni og ekkert lát á þessu. Þannig að það var bara ný upplifun og höfðu Grindvíkingar þó þurft að upplifa ýmislegt misserin á undan.“ Síðastliðið ár hafi síðan þróast á veg sem enginn hafi átt von á. Alls hefur gosið sex sinnum í nágrenni Grindavíkur síðan. Atburðirnir í Grindavík voru rifjaðir upp í sérstökum annálsþætti fréttastofunnar um jarðhræringarnar á Reykjanesi. Síðan þá hafa verið nokkur eldgos. „Við vonuðumst til að komast heim helst um jólin í fyrra eða fljótlega eftir áramótin. En að við skulum hafa þurft að búa annars staðar, langflest okkar, og allt samfélagið tvístrað í fjöldamörgum sveitarfélögum um landið. Þetta er eiginlega bara ótrúlegt og verður ásamt með Vestmannaeyjagosinu talið með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland,“ segir Fannar. Þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið er hann bjartsýnn um framtíð bæjarins og segir gleðilegt að búið sé að opna bæjarfélagið. „Það eru ekki lengur neinar takmarkanir á því að fólk geti komið hindrunarlaust í bæinn. Það er hins vegar landris ennþá yfirstandandi og gosin eru orðin sex og við búumst við því að það sjöunda geti jafnvel orðið í desember. En okkar heitasta ósk er sú að þessu fari að linna svo að við getum farið að byggja upp bæinn okkar að nýju með tilheyrandi fjölgun íbúa og starfsemi,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira