Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Tómas Arnar Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2024 14:38 Vegagerðin hefur ekki boðið út stórt verkefni í fjórtán mánuði. Vísir/Vilhelm Fjórtán mánuðir eru síðan Vegagerðin bauð síðast út stórt verkefni. Sérfræðingur segir vandann helst liggja í skorti á fjármagni og klúðri í tveimur stórum útboðum nýlega. Fyrir liggur að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir Alþingi fyrir kosningar í lok mánaðar. Staðan er fáheyrð og algert stopp hefur verið í útboðum. Meðal þess sem bjóða átti út á árinu var Fossvogsbrú, tvöföldun á Kjalarnesi að Hvalfjarðargöngum, brúarsmíði í Gufudalssveit og svo mætti lengi telja. Vegagerðin þurfi aukið viðhaldsfé Ástæðan er einkum sú að fjármögnun á brú yfir Hornafjarðarfljót á grundvelli laga um samvinnuverkefni stóðst ekki. Verkið var engu að síður sett af stað, án nægilegra fjárheimilda, og sogaði það til sín fjárveitingar úr öðrum verkum. Eins er smíði nýrrar Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði og efast sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs um að dæmið gangi upp. „Ef þarfirnar ættu að vera uppfylltar þá þyrfti auðvitað Vegagerðin í fyrsta lagi að vera með viðhaldsfé fyrir þeirri þörf sem þau telja að sé lágmarkið sem er þá átján til tuttugu milljarðar ef það ætti að fara að ganga á skuldina enn meira.“ Þetta sagði Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas og formaður Mannvirkis, í sprengisandi á bylgjunni í morgun. Hann nefnir þá að samgöngusáttmálinn sé framkvæmd upp á þrjú hundruð milljarða. „Sem geta verið einhverjir fimmtán milljarðar á ári. Síðan hlyti það að vera eitthvað annað eins í þessum almennu verkefnum um allt land plús svo jarðgöngin sem er stóri draumurinn. Við sjáum í samgönguáætlun að innviðaráðherra og stjórnmálamennirnir hafa sett þar verkefni næstum upp á 200 milljarða á næstu fimmtán til átján árum. Þar af eru Fjarðarheiðargöng upp á 46 milljarða og önnur göng upp á 140 milljarða. Íslendingar eigi erfitt með langtímahugsun Þetta sé allt ófjármagnað. „Við getum ekki greitt þetta með skattfé, hreinu og beinu skattfé. Það verður að koma eitthvað annað til ef það á að ráðast í þessi verkefni.“ Sigþór ítrekar að samgönguverkefni séu langtímaverkefni. Hann bætir við að að sínu mati eigi stjórnmálamenn og Íslendingar almennt erfitt með langtímahugsun. „Við eigum fimmtán ára samgönguáætlun ósamþykkta er held ég það allra lengsta sem Íslendingar geta hugsað fram í tímann. Á meðan að aðrar þjóðir hugsa kannski 50 til 100 ár fram í tímann.“ Vegagerð Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Fyrir liggur að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir Alþingi fyrir kosningar í lok mánaðar. Staðan er fáheyrð og algert stopp hefur verið í útboðum. Meðal þess sem bjóða átti út á árinu var Fossvogsbrú, tvöföldun á Kjalarnesi að Hvalfjarðargöngum, brúarsmíði í Gufudalssveit og svo mætti lengi telja. Vegagerðin þurfi aukið viðhaldsfé Ástæðan er einkum sú að fjármögnun á brú yfir Hornafjarðarfljót á grundvelli laga um samvinnuverkefni stóðst ekki. Verkið var engu að síður sett af stað, án nægilegra fjárheimilda, og sogaði það til sín fjárveitingar úr öðrum verkum. Eins er smíði nýrrar Ölfusárbrúar í uppnámi vegna skilyrðis um að gjaldtaka fyrir akstur yfir brúna standi undir kostnaði og efast sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs um að dæmið gangi upp. „Ef þarfirnar ættu að vera uppfylltar þá þyrfti auðvitað Vegagerðin í fyrsta lagi að vera með viðhaldsfé fyrir þeirri þörf sem þau telja að sé lágmarkið sem er þá átján til tuttugu milljarðar ef það ætti að fara að ganga á skuldina enn meira.“ Þetta sagði Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas og formaður Mannvirkis, í sprengisandi á bylgjunni í morgun. Hann nefnir þá að samgöngusáttmálinn sé framkvæmd upp á þrjú hundruð milljarða. „Sem geta verið einhverjir fimmtán milljarðar á ári. Síðan hlyti það að vera eitthvað annað eins í þessum almennu verkefnum um allt land plús svo jarðgöngin sem er stóri draumurinn. Við sjáum í samgönguáætlun að innviðaráðherra og stjórnmálamennirnir hafa sett þar verkefni næstum upp á 200 milljarða á næstu fimmtán til átján árum. Þar af eru Fjarðarheiðargöng upp á 46 milljarða og önnur göng upp á 140 milljarða. Íslendingar eigi erfitt með langtímahugsun Þetta sé allt ófjármagnað. „Við getum ekki greitt þetta með skattfé, hreinu og beinu skattfé. Það verður að koma eitthvað annað til ef það á að ráðast í þessi verkefni.“ Sigþór ítrekar að samgönguverkefni séu langtímaverkefni. Hann bætir við að að sínu mati eigi stjórnmálamenn og Íslendingar almennt erfitt með langtímahugsun. „Við eigum fimmtán ára samgönguáætlun ósamþykkta er held ég það allra lengsta sem Íslendingar geta hugsað fram í tímann. Á meðan að aðrar þjóðir hugsa kannski 50 til 100 ár fram í tímann.“
Vegagerð Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira