Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Lestrarklefinn og Rebekka Sif Stefánsdóttir 11. nóvember 2024 13:52 Rithöfundurinn Jónas Reynir Gunnarsson hefur sent frá sér skáldsöguna Múffa. Skáldsagan Múffa eftir Jónas Reyni Gunnarsson er til umfjöllunar á menningarvefnum Lestrarklefinn. Rebekka Sif Stefánsdóttir segir þetta um bókina. Jónas Reynir Gunnarsson er einn af okkar athyglisverðustu rithöfundum en hann greip landann með fyrstu skáldsögu sinni, Millilendingu, og toppaði sig með þeirri fjórðu, Kákasusgerillinn, sem kom út 2022. Nú teflir hann fram fimmtu skáldsögunni, Múffu. Það munu eflaust margir stoppa við þennan titil, ég gerði það nú sjálf. En hér er ekki um að ræða einhverja myndlíkingu heldur einfaldlega gervipíku. Það mun líklega koma mörgum á óvart en þetta tiltekna kynlífsleikfang mun stía í sundur lítilli fjölskyldu utan af landi. Þetta hljómar nú örugglega svolítið furðulega en það er einmitt það sem þessi bók er, uppfull af furðum. Rebekka Sif Steánsdóttir Bókin hefst í kjallarherbergi Markúsar, þrjátíu og þriggja ára manns, sem eyðir mestum tíma sínum í tölvuleikjum. Hann býr hjá föður sínum, Birni, og stjúpmóður, Ölmu. Alma er doktor í heimspeki sem vinnur sem grunnskólakennari í litla þorpinu á meðan Björn vinnur hjá Vegagerðinni. Vert er að minnast á dularfulla hundinn sem kemur fyrir í upphafi bókar og prýðir kápu bókarinnar, en hann verður tákn út í gegn um söguna sem athyglisvert er að ráða í. Örlagaríki pakkinn Björn telur að múffan muni orsaka „algjöra uppgjöf“ (bls. 25) hjá Markúsi. En Alma telur að múffan muni fresla hann, kannski mun hún jafnvel kveikja áhuga hans á að kynnast alvöru konu: „Hann er frjálsari en við af því að hann lifir eftir gildum sínum.“ (bls. 37) Þessi ágreiningur hjónanna veldur því að Björn yfirgefur heimilið. Hér eru hjón sem einblína á líf fullorðins sonar sem hefur ekki aðlagað sig að samfélaginu eins og þau vildu þegar raunveruleikinn er sá að þau bæði þurfa að horfa í eigin barm. Hver er það sem þarfnast hjálpar á þessu heimili? Fyrri partur bókarinnar er fremur hefðbundinn en í seinni hluta verksins fara undarlegir hlutir að gerast. Það má segja að söguþráðurinn beygi af hinum fjölfarna þjóðvegi inn á illa merktan malarveg þar sem lesandinn finnur fyrir glænýja og óhefðbundna staði. Bókin minnir mig að því leytinu á Krossfiska, aðra skáldsögu Jónasar, sem leysist út í súrrealismann. Á þessum tímapunkti þarf lesandinn að halda sér fast til að halda í við söguþráðinn. Alma kannar áður ókunn djúp, óuppgert samband við gamlan vin, Markús flýr og Björn reynir að ráða úr því sem gerðist. Fjölskyldan tvístrast í leit að svörum. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Jól Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Sjá meira
Jónas Reynir Gunnarsson er einn af okkar athyglisverðustu rithöfundum en hann greip landann með fyrstu skáldsögu sinni, Millilendingu, og toppaði sig með þeirri fjórðu, Kákasusgerillinn, sem kom út 2022. Nú teflir hann fram fimmtu skáldsögunni, Múffu. Það munu eflaust margir stoppa við þennan titil, ég gerði það nú sjálf. En hér er ekki um að ræða einhverja myndlíkingu heldur einfaldlega gervipíku. Það mun líklega koma mörgum á óvart en þetta tiltekna kynlífsleikfang mun stía í sundur lítilli fjölskyldu utan af landi. Þetta hljómar nú örugglega svolítið furðulega en það er einmitt það sem þessi bók er, uppfull af furðum. Rebekka Sif Steánsdóttir Bókin hefst í kjallarherbergi Markúsar, þrjátíu og þriggja ára manns, sem eyðir mestum tíma sínum í tölvuleikjum. Hann býr hjá föður sínum, Birni, og stjúpmóður, Ölmu. Alma er doktor í heimspeki sem vinnur sem grunnskólakennari í litla þorpinu á meðan Björn vinnur hjá Vegagerðinni. Vert er að minnast á dularfulla hundinn sem kemur fyrir í upphafi bókar og prýðir kápu bókarinnar, en hann verður tákn út í gegn um söguna sem athyglisvert er að ráða í. Örlagaríki pakkinn Björn telur að múffan muni orsaka „algjöra uppgjöf“ (bls. 25) hjá Markúsi. En Alma telur að múffan muni fresla hann, kannski mun hún jafnvel kveikja áhuga hans á að kynnast alvöru konu: „Hann er frjálsari en við af því að hann lifir eftir gildum sínum.“ (bls. 37) Þessi ágreiningur hjónanna veldur því að Björn yfirgefur heimilið. Hér eru hjón sem einblína á líf fullorðins sonar sem hefur ekki aðlagað sig að samfélaginu eins og þau vildu þegar raunveruleikinn er sá að þau bæði þurfa að horfa í eigin barm. Hver er það sem þarfnast hjálpar á þessu heimili? Fyrri partur bókarinnar er fremur hefðbundinn en í seinni hluta verksins fara undarlegir hlutir að gerast. Það má segja að söguþráðurinn beygi af hinum fjölfarna þjóðvegi inn á illa merktan malarveg þar sem lesandinn finnur fyrir glænýja og óhefðbundna staði. Bókin minnir mig að því leytinu á Krossfiska, aðra skáldsögu Jónasar, sem leysist út í súrrealismann. Á þessum tímapunkti þarf lesandinn að halda sér fast til að halda í við söguþráðinn. Alma kannar áður ókunn djúp, óuppgert samband við gamlan vin, Markús flýr og Björn reynir að ráða úr því sem gerðist. Fjölskyldan tvístrast í leit að svörum. Umfjöllunina í heild sinni má lesa hér. Fleiri ritdóma er að finna á Lestrarklefinn.is
Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Jól Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Sjá meira