Fjöldi fólks lagði leið sína í Smáralind til að horfa á þau syngja og sprella, ásamt því að gæða sér á veitingum og fá áritun frá metsöluhöfundinum Birgittu Haukdal.

Birgitta var alsæl með móttökurnar og mjög þakklát öllum þeim sem mættu í Smáralindina og fögnuðu með henni útgáfu nýju bókanna. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og ég vona að allir hafi skemmt sér jafn vel og við gerðum,“ sagði Birgitta.
Þrjár nýjar bækur
Stóri Láru og Ljónsa dagurinn var haldinn í tilefni þess að Birgitta var að gefa út þrjár nýjar bækur hjá Forlaginu: Bakað með Láru og Ljónsa, Lára fer á fótboltamót og Atli eignast gæludýr. Einnig er hægt að sjá leikrit um Láru og Ljónsa í Þjóðleikhúsinu og kaupa ýmsar Láru og Ljónsa vörur í Hagkaup.
Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum:







