Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2024 11:01 Lífskúnstnerarnir Sigrún Ósk, Hildur Gunnlaugs, Stefán Svan og Tara Sif deila góðum hugmyndum að efni til þess að hlusta á. SAMSETT Veðrið versnandi fer og dagarnir verða dimmari. Oft er þörf en nú er nauðsyn að geta gripið í góð hlaðvörp og grípandi tóna til þess að gera lífið huggulegra og skemmtilegra og lýsa upp skammdegið að einhverju leyti. Lífið á Vísi spurði því nokkra lífskúnstnera eftirfarandi spurningu: Hvað ertu að hlusta á? Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir starfar hjá Stöð 2 og hefur meðal annars verið með þættina Leitin að upprunanum, kynnir í Idolinu og gerði heimildarmyndina Mari.Vísir/Vilhelm „Ég hlusta óhemju mikið á hlaðvörp. Skýli mér á bak við þá staðreynd að ég sit í bíl í tvo tíma á dag milli Akraness og Reykjavíkur. Þessa dagana er ég að hámhlusta á Komið gott með Ólöfu Skaftadóttur og Kristínu Gunnarsdóttur. Ég man ekki eftir því að hafa áður liðið eins og ég sé að hlera einkasamtal þegar ég hlusta á hlaðvarp. Þær vinkonur láta allt vaða um málefni líðandi stundar, aðallega stjórnmál. Mjög hressandi. Aukastig fá þær fyrir einstaka orðheppni og gott vald á íslensku. Vinir mínir í Blökastinu eru líka í uppáhaldi. Það er rannsóknarefni hvernig þeir ná að höfða til unglingsdrengja og kvenna á fimmtugsaldri í einu og sama hlaðvarpinu. Þetta á ekki að vera hægt. Ég er löngu búin að hlusta á alla þættina af Eftirmálum en verð samt að nefna þá hér fyrir þá örfáu sem eiga eftir að hlusta. Ég kann að meta það þegar ég finn við hlustun að mikil vinna hefur verið lögð í hlutina. Svo var að detta inn þriðja þáttaröðin af Wiser Than Me þar sem Seinfeld leikkonan Julia Louis-Dreyfus spjallar við lífsreyndar, þekktar konur. Jane Fonda, Isabel Allende og Fran Lebowitz svo örfáar séu nefndar. Elska það. Bróðir minn kom mér svo upp á að hlusta á Pyngjuna. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að það gæti verið gaman að hlusta á umræðu um ársreikninga.“ Hildur Gunnlaugsdóttir, áhrifavaldur, arkítekt og umhverfisfræðingur: Hildur Gunnlaugsdóttir rekur Stúdíó Jæja og heldur uppi Instagram reikningnum Hvassó heima.Aðsend „Ég hlusta mjög mikið á hljóðvörp ef ég er að teikna eða vinna vinnu þar sem ég þarf ekki að hugsa í orðum ef það meikar sens. Uppáhalds hlaðvörpin mín eru Stuff you should know en í þeim er kafað ofan í ýmis konar hluti eins og bara hvað Quincenera sé og fjallað um ADHD, sem sagt bara alls konar skemmtilegur léttur fróðleikur. Svo hlusta ég daglega á The Daily sem er New York Times hlaðvarp og The Headlines sem eru mikið að fjalla um pólitík í Bandaríkjunum en ég var sérstaklega mikið að hlusta á það í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna. Listinn er ótæmandi. Ég hlusta á Global Story og The Documentary frá BBC, Economist Podcast og The Intelligence frá The Economist og stundum The Esra Klein Show. Skemmtilegt finnst mér svo að hlusta á Science Weekly frá The Guardian en ég elska fróðleik um vísindi, þar fær umhverfisfræðingurinn í mér útrás. Stundum hlusta ég líka á Hard Fork um tæknimál en ég elska að fræðast um gervigreind. Ég hef líka alveg dottið inn í hljóðvörp um catfishing eins og Sweet Bobby og Something was wrong en eins mikið og ég vil ekki að neinn lendi í svona þá væri ég alveg til í nýja seríu um eitthvað álíka mál. Ég forðast hljóðvörp um hnattræna hlýnun og ofbeldi nema auðvitað einstaka hljóðvörp um morð en þá mega þau ekki vera um morð á börnum, dýrum eða konum. Þegar ég er að skrifa texta eða hugsa í orðum þá hlusta ég á popp tónlist og fer bara inn á Spotify og vel eitthvað eins og Pop hits eða álíka. Eða vel mér eina af mínum uppáhalds eins og Britney Spears, Taylor Swift, Beyonce eða aðra skemmtilega dívu. Þegar ég held danspartý með dætrum mínum þá hlustum við á Frikka Dór eða Ice Guys.“ Stefán Svan Aðalheiðarson, eigandi Stefánsbúðar: Stefán Svan á og rekur Stefánsbúð á Laugavegi. Hann er trúlofaður Ólafi Kristjáni, til hægri á myndinni.Facebook „Ég er búinn að vera að hlusta á Miss Flower plötuna með Emilíönu Torrini undanfarið, ég fór sömuleiðis á tónleikana hennar í Hörpu sem voru æðislegir. Nýlega fann ég tónlistarmanneskju sem kallar sig upsammy og spilar elektróníska tónlist sem er alveg upp mitt öngstræti, þá sérstaklega platan Germ in a Population of a Buildings. Ég veit fátt meira um upsammy en er spenntur að fylgjast með. Átrúnaðargoðið mitt Kylie Minogue var að gefa út plötu sem spilar stanslaust í hausnum á mér því hún er geggjuð - 100% diskó popp og ekki meira um það að segja. Að lokum er ég að hlusta á óútgefin lög með rokkhundunum í Hoffman því unnustinn minn er söngvari og lagasmiður í því bandi. ÓGEÐSLEGA flottir og þið eigið gott í vændum þegar platan kemur út.“ Tara Sif Birgisdóttir, dansari, þjálfari og fasteignasali: Tara Sif er dansari, Barre þjálfari og fasteignasali.Instagram @tarasifbirgis „Ég er með mjög fjölbreyttan og óhefðbundinn tónlistarsmekk er alæta en fíla samt alls ekki allt. Ég er týpan sem vel lög fyrir fimm mínútna bílferð, því ég nenni ekki að hlusta á lag sem ég fíla ekki. Ég er enn mjög föst í the 2000’s. Britney, Beyonce, Eminem og svo framvegis. Ég elska house tónlist, sérstaklega ef það er með spænsku ívafi. Á sama tíma ólst ég upp á heimili þar sem Bítlarnir, Bubbi, Rolling Stones og fleiri voru alltaf í gangi og tengi það mikið við æskuna mína. Ég hef líklega ekki kveikt á útvarpi í nokkur ár og hlusta nánast einungis á Spotify. Ég veit ekki afhverju, en ég er hlusta alltof lítið á íslensk hlaðvörp. Ég hlusta til dæmis á HighLow með Emrata, Biohacking bestie, viðtöl við fræga fólkið og fleira.“ Hlaðvörp Tónlist Hvað ertu að hlusta á? Tengdar fréttir Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á? Margir geta tengt við það að vera á leið út á land, nokkurra klukkutíma bílferð fram undan og því nauðsynlegt að hlusta á grípandi tóna eða áhugavert hlaðvarp en valkvíðinn tekur yfir. Lífið á Vísi heyrði í atvinnufólki þegar það kemur að hlustun, nokkrum af plötusnúðum landsins, sem deila góðum ráðum við spurningunni hvað á ég að hlusta á? 13. október 2024 12:30 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir starfar hjá Stöð 2 og hefur meðal annars verið með þættina Leitin að upprunanum, kynnir í Idolinu og gerði heimildarmyndina Mari.Vísir/Vilhelm „Ég hlusta óhemju mikið á hlaðvörp. Skýli mér á bak við þá staðreynd að ég sit í bíl í tvo tíma á dag milli Akraness og Reykjavíkur. Þessa dagana er ég að hámhlusta á Komið gott með Ólöfu Skaftadóttur og Kristínu Gunnarsdóttur. Ég man ekki eftir því að hafa áður liðið eins og ég sé að hlera einkasamtal þegar ég hlusta á hlaðvarp. Þær vinkonur láta allt vaða um málefni líðandi stundar, aðallega stjórnmál. Mjög hressandi. Aukastig fá þær fyrir einstaka orðheppni og gott vald á íslensku. Vinir mínir í Blökastinu eru líka í uppáhaldi. Það er rannsóknarefni hvernig þeir ná að höfða til unglingsdrengja og kvenna á fimmtugsaldri í einu og sama hlaðvarpinu. Þetta á ekki að vera hægt. Ég er löngu búin að hlusta á alla þættina af Eftirmálum en verð samt að nefna þá hér fyrir þá örfáu sem eiga eftir að hlusta. Ég kann að meta það þegar ég finn við hlustun að mikil vinna hefur verið lögð í hlutina. Svo var að detta inn þriðja þáttaröðin af Wiser Than Me þar sem Seinfeld leikkonan Julia Louis-Dreyfus spjallar við lífsreyndar, þekktar konur. Jane Fonda, Isabel Allende og Fran Lebowitz svo örfáar séu nefndar. Elska það. Bróðir minn kom mér svo upp á að hlusta á Pyngjuna. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að það gæti verið gaman að hlusta á umræðu um ársreikninga.“ Hildur Gunnlaugsdóttir, áhrifavaldur, arkítekt og umhverfisfræðingur: Hildur Gunnlaugsdóttir rekur Stúdíó Jæja og heldur uppi Instagram reikningnum Hvassó heima.Aðsend „Ég hlusta mjög mikið á hljóðvörp ef ég er að teikna eða vinna vinnu þar sem ég þarf ekki að hugsa í orðum ef það meikar sens. Uppáhalds hlaðvörpin mín eru Stuff you should know en í þeim er kafað ofan í ýmis konar hluti eins og bara hvað Quincenera sé og fjallað um ADHD, sem sagt bara alls konar skemmtilegur léttur fróðleikur. Svo hlusta ég daglega á The Daily sem er New York Times hlaðvarp og The Headlines sem eru mikið að fjalla um pólitík í Bandaríkjunum en ég var sérstaklega mikið að hlusta á það í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna. Listinn er ótæmandi. Ég hlusta á Global Story og The Documentary frá BBC, Economist Podcast og The Intelligence frá The Economist og stundum The Esra Klein Show. Skemmtilegt finnst mér svo að hlusta á Science Weekly frá The Guardian en ég elska fróðleik um vísindi, þar fær umhverfisfræðingurinn í mér útrás. Stundum hlusta ég líka á Hard Fork um tæknimál en ég elska að fræðast um gervigreind. Ég hef líka alveg dottið inn í hljóðvörp um catfishing eins og Sweet Bobby og Something was wrong en eins mikið og ég vil ekki að neinn lendi í svona þá væri ég alveg til í nýja seríu um eitthvað álíka mál. Ég forðast hljóðvörp um hnattræna hlýnun og ofbeldi nema auðvitað einstaka hljóðvörp um morð en þá mega þau ekki vera um morð á börnum, dýrum eða konum. Þegar ég er að skrifa texta eða hugsa í orðum þá hlusta ég á popp tónlist og fer bara inn á Spotify og vel eitthvað eins og Pop hits eða álíka. Eða vel mér eina af mínum uppáhalds eins og Britney Spears, Taylor Swift, Beyonce eða aðra skemmtilega dívu. Þegar ég held danspartý með dætrum mínum þá hlustum við á Frikka Dór eða Ice Guys.“ Stefán Svan Aðalheiðarson, eigandi Stefánsbúðar: Stefán Svan á og rekur Stefánsbúð á Laugavegi. Hann er trúlofaður Ólafi Kristjáni, til hægri á myndinni.Facebook „Ég er búinn að vera að hlusta á Miss Flower plötuna með Emilíönu Torrini undanfarið, ég fór sömuleiðis á tónleikana hennar í Hörpu sem voru æðislegir. Nýlega fann ég tónlistarmanneskju sem kallar sig upsammy og spilar elektróníska tónlist sem er alveg upp mitt öngstræti, þá sérstaklega platan Germ in a Population of a Buildings. Ég veit fátt meira um upsammy en er spenntur að fylgjast með. Átrúnaðargoðið mitt Kylie Minogue var að gefa út plötu sem spilar stanslaust í hausnum á mér því hún er geggjuð - 100% diskó popp og ekki meira um það að segja. Að lokum er ég að hlusta á óútgefin lög með rokkhundunum í Hoffman því unnustinn minn er söngvari og lagasmiður í því bandi. ÓGEÐSLEGA flottir og þið eigið gott í vændum þegar platan kemur út.“ Tara Sif Birgisdóttir, dansari, þjálfari og fasteignasali: Tara Sif er dansari, Barre þjálfari og fasteignasali.Instagram @tarasifbirgis „Ég er með mjög fjölbreyttan og óhefðbundinn tónlistarsmekk er alæta en fíla samt alls ekki allt. Ég er týpan sem vel lög fyrir fimm mínútna bílferð, því ég nenni ekki að hlusta á lag sem ég fíla ekki. Ég er enn mjög föst í the 2000’s. Britney, Beyonce, Eminem og svo framvegis. Ég elska house tónlist, sérstaklega ef það er með spænsku ívafi. Á sama tíma ólst ég upp á heimili þar sem Bítlarnir, Bubbi, Rolling Stones og fleiri voru alltaf í gangi og tengi það mikið við æskuna mína. Ég hef líklega ekki kveikt á útvarpi í nokkur ár og hlusta nánast einungis á Spotify. Ég veit ekki afhverju, en ég er hlusta alltof lítið á íslensk hlaðvörp. Ég hlusta til dæmis á HighLow með Emrata, Biohacking bestie, viðtöl við fræga fólkið og fleira.“
Hlaðvörp Tónlist Hvað ertu að hlusta á? Tengdar fréttir Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á? Margir geta tengt við það að vera á leið út á land, nokkurra klukkutíma bílferð fram undan og því nauðsynlegt að hlusta á grípandi tóna eða áhugavert hlaðvarp en valkvíðinn tekur yfir. Lífið á Vísi heyrði í atvinnufólki þegar það kemur að hlustun, nokkrum af plötusnúðum landsins, sem deila góðum ráðum við spurningunni hvað á ég að hlusta á? 13. október 2024 12:30 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á? Margir geta tengt við það að vera á leið út á land, nokkurra klukkutíma bílferð fram undan og því nauðsynlegt að hlusta á grípandi tóna eða áhugavert hlaðvarp en valkvíðinn tekur yfir. Lífið á Vísi heyrði í atvinnufólki þegar það kemur að hlustun, nokkrum af plötusnúðum landsins, sem deila góðum ráðum við spurningunni hvað á ég að hlusta á? 13. október 2024 12:30