Innlent

For­maður Kennarasambandsins svarar gagn­rýni

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Foreldrar sem eiga börn í skólum í verkfalli upplifa mikið vonleysi. Fjögurra barna móðir segist neyðast til að nota sumarfrísdagana sína og önnur þurfti að hætta í vinnunni því hún hefur ekki getað mætt í rúmar tvær vikur. Við ræðum við formann Kennarasambandsins í beinni útsendingu í myndveri.

Brunavarnir Suðurnesja sinntu krefjandi verkefni í nótt, þegar eldur kom upp í eggjabúi á Vatnsleysuströnd. Baráttan við eldinn fór fram í sex stiga frosti og stóð yfir í margar klukkustundir. Mikil áskorun var að tryggja að eldur breiddist ekki yfir í fleiri byggingar.

Loftárásir Rússa á Úkraínu í nótt eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. Mannfall varð í árásunum sem beindust að orkuinnviðum landsins.

Þá sjáum við frá minningarstund sem fram fór í dag og hittum tvo höfunda sem eru tengdir fjölskylduböndum og eiga báðar bækur í jólabókaflóðinu í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×