Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Lestrarklefinn og Rebekka Sif Stefánsdóttir 22. nóvember 2024 11:00 Guðrún Eva Mínervudóttir hefur sent frá sér skáldævisögu, Í skugga trjánna. Fjallað er um bókina á menningarvefnum Lestrarklefinn.is Rebekka Sif Stefánsdóttir fjallar hér um nýjustu bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Í skugga trjánna. Umfjöllunina er að finna á menningarvefnum Lestrarklefinn. Fyrir þessi jól teflir Guðrún Eva Mínervudóttir fram skáldævisögunni Í skugga trjánna. Það er engin lýsing á söguþræði aftan á bókinni, enda erfitt að henda reiður á óreiðukenndu lífi sem hefur verið fært með verkfærum skáldskaparins á blað. En víst er að þau sem lásu Skegg Raspútíns á sínum tíma og kunnu vel að meta munu svo sannarlega hrífast af þessari bók sem hefst á þennan stórkostlega og óvænta hátt: „Einu sinni tók ég óviljandi þátt í ayahuasca guðþjónustu í Skipholti.“ (bls. 7). Rebekka Sif Stefánsdóttir Rithöfundurinn Eva er stödd á mögulega ólíklegasta stað sem lesandinn hefði getið órað fyrir, þriggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi í Garðabæ. Þar mun gestum verða boðið upp á ofskynunarlyf, eða LSD, sem reyndar Eva afþakkar þar sem hún þarf að skemmta hópi af erlendum rithöfundum á vegum Iceland Writers Retreat seinna um daginn. Betra að vera allsgáð þá. En þetta furðulega samkvæmi er rammafrásögn bókarinnar, einhversslags nútíð sem sögumaður ferðast í og úr til að halda utan um frásögnina. Þó þetta partý gefi frásögninni skondinn blæ inn á milli eru þyngri kaflarnir, þar sem Eva rifjar upp fortíðina og nýyfirstaðinn skilnað, kjarninn í verkinu. „Buslugangurinn falinn undir yfirborðinu“ Fyrri hluti bókar er eins og upphitun, sögumaður að koma sér að því sem honum liggur mest á hjarta. Hjónaskilnaðurinn. Ástarsorgin. Sársaukinn. Að líða eins og maður hafi stíað í sundur eigin fjölskyldu, gefið draumalífið upp á bátinn. „Án þess að spyrja kóng né prest tékkaði ég óvart út úr sambandinu. Stakk af hægt og hljóðalaust …“ (bls. 110). Eva ásakar sjálfa sig, veltir fyrir sér hvort hún sé „tæfa dulbúin sem umburðarlyndur vinnuþjarkur“. Hún er óvægin á eigin gjörðir og er óhrædd að birta lesandanum sína eigin galla. En lesandinn sér að hún er einfaldlega mennsk, breysk eins og við öll. Manneskja sem vil koma sér út úr aðstæðum sem gera hana ekki hamingjusama lengur. Þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu tekur þetta óendanlega mikið á hana: „Ég reyndi að vera svanur; líða tignarlega áfram með erfiðið falið undir yfirborðinu, en var líklega meira eins og drukknandi manneskja. Drukknun er víst mjög kyrrlát utan frá séð, buslugangurinn falinn undir yfirborðinu.“ (bls. 110) Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér. Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Jól Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Sjá meira
Fyrir þessi jól teflir Guðrún Eva Mínervudóttir fram skáldævisögunni Í skugga trjánna. Það er engin lýsing á söguþræði aftan á bókinni, enda erfitt að henda reiður á óreiðukenndu lífi sem hefur verið fært með verkfærum skáldskaparins á blað. En víst er að þau sem lásu Skegg Raspútíns á sínum tíma og kunnu vel að meta munu svo sannarlega hrífast af þessari bók sem hefst á þennan stórkostlega og óvænta hátt: „Einu sinni tók ég óviljandi þátt í ayahuasca guðþjónustu í Skipholti.“ (bls. 7). Rebekka Sif Stefánsdóttir Rithöfundurinn Eva er stödd á mögulega ólíklegasta stað sem lesandinn hefði getið órað fyrir, þriggja hæða einbýlishúsi á Arnarnesi í Garðabæ. Þar mun gestum verða boðið upp á ofskynunarlyf, eða LSD, sem reyndar Eva afþakkar þar sem hún þarf að skemmta hópi af erlendum rithöfundum á vegum Iceland Writers Retreat seinna um daginn. Betra að vera allsgáð þá. En þetta furðulega samkvæmi er rammafrásögn bókarinnar, einhversslags nútíð sem sögumaður ferðast í og úr til að halda utan um frásögnina. Þó þetta partý gefi frásögninni skondinn blæ inn á milli eru þyngri kaflarnir, þar sem Eva rifjar upp fortíðina og nýyfirstaðinn skilnað, kjarninn í verkinu. „Buslugangurinn falinn undir yfirborðinu“ Fyrri hluti bókar er eins og upphitun, sögumaður að koma sér að því sem honum liggur mest á hjarta. Hjónaskilnaðurinn. Ástarsorgin. Sársaukinn. Að líða eins og maður hafi stíað í sundur eigin fjölskyldu, gefið draumalífið upp á bátinn. „Án þess að spyrja kóng né prest tékkaði ég óvart út úr sambandinu. Stakk af hægt og hljóðalaust …“ (bls. 110). Eva ásakar sjálfa sig, veltir fyrir sér hvort hún sé „tæfa dulbúin sem umburðarlyndur vinnuþjarkur“. Hún er óvægin á eigin gjörðir og er óhrædd að birta lesandanum sína eigin galla. En lesandinn sér að hún er einfaldlega mennsk, breysk eins og við öll. Manneskja sem vil koma sér út úr aðstæðum sem gera hana ekki hamingjusama lengur. Þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu tekur þetta óendanlega mikið á hana: „Ég reyndi að vera svanur; líða tignarlega áfram með erfiðið falið undir yfirborðinu, en var líklega meira eins og drukknandi manneskja. Drukknun er víst mjög kyrrlát utan frá séð, buslugangurinn falinn undir yfirborðinu.“ (bls. 110) Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.
Bókaútgáfa Bókmenntir Menning Jól Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Sjá meira