Fyrst mæta þeir Marinó G. Njálsson, ráðgjafi, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og munu þeir ræða vaxtahækkanir banka, dóm héraðsdóms í búvörulagamálinu og fleiri mál sem varða hag neytenda í aðdraganda kosninga.
Óli Björn Kárason, fráfarandi alþingismaður, og Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, mæta næstir og ræða stöðuna í pólitíkinni, þær miklu breytingar sem eru að verða ef allt fer eins og best sést í dag, viku fyrir kosningar. Pólitískur jarðskjálfti í uppsiglingu.
Um klukkan ellefu mæta stjórnmálamenn til Kristjáns og ræða kosningarnar.
Fyrst mæta þau Lilja Alfreðsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sanna Magdalena Mörtudóttir.
Því næst koma Inga Sæland og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.