Miðflokkurinn stóð fyrir Kosningarpartýi í Grósku í gærkvöldi en samkvæmt tilkynningu frá flokknum lögðu hátt í 500 ungir kjósendur leið sína í Grósku til að skemmta sér með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, og fleirum. Séra Bjössi, Húbba Búbba og DJ Ökull tróðu upp á skemmtuninni.
„Sigmundur Davíð lét sér ekki nægja að flytja ræðu heldur tók hann sporið með gestum við mikinn fögnuð og komst hann varla út vegna biðraða af ungmennum sem vildu myndir með fyrrum forsætisráðherranum,“ segir í tilkynningunni.

Í myndskeiði hér fyrir neðan má sjá Sigmund og Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, stíga trylltan dans ásamt ungum kjósendum.
Framsóknarflokkurinn stóð einnig fyrir veislu á kosningamiðstöð Sambands ungra Framsóknarmanna fyrir ungt fólk á Bankastræti 5 þar sem að skemmtistaðurinn B5 var áður til húsa.
Þar var Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ásamt fleirum í góðu fjöri.
