Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2024 11:52 Óvissa er í veðurspám en þó taldar nokkrar líkur á norðaustan hvassviðri með snjókomu eða slyddu norðanlands en rigningu sunnalands. Vísir/Vilhelm Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. Kjörsókn getur ráðist töluvert af veðri. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir fremur leiðinlegt veður þegar kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. „Eins og spáin er núna er útlit fyrir norðaustan hvassviðri með hríðarveðri víða um land. Í rauninni bara leiðindaveður eins og til að flytja atkvæði milli landshluta,“ segir Birgir Örn. Í kortunum núna er hvassviðri með snjókomu og slyddu fyrir norðan og rigningu á Suðurlandi. Birgir Örn minnir hins vegar á að enn væru fimm dagar til kosninga og spárnar ekki allar samhljóma, þótt töluverðar líkur væru á leiðindaveðri að minnsta kosti á hluta landsins. „Eins og spáin er akkúrat núna verður veðrið skárst á sunnantil og verst á Norðvesturlandi. Ef við tækjum spána eins og hún er akkúrat núna væri ekki gæfulegt að vera á ferð á fjallvegum á Norðurlandi á laugardagskvöld,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson. Þegar kosið var til Alþingis síðast hinn 25. september 2021 var kjörsóknin ágæt yfir landið í heild eða 80,2 prósent. Þá greiddu 47.696 manns atkvæði utan kjörfundar eða 23,4 prósent kjósenda. Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Holtagörðum frá klukkan 10 til 22 fram að kjördegi.vísir/vilhelm Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina hafa verið ágæta það sem af er fyrir komandi kosningar. „Ef við horfum á heildartöluna hafa 17.085 kosið utankjörfundar á landinu í heild sinni. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 9.833,“ segir Einar. Kjörsóknin hafi verið að aukast undanfarna daga enda væri nú opið frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin á kjörstaðnum í Holtagörðum. „Reynslan er sú að þegar nær dregur kosningum eykst kjörsókn í utankjörfundar verulega. Kjósendur eru oft að koma þessa síðustu daga fyrir kosningar. Þannig að við reiknum með að það verði góð sókn í þessari viku,“ sagði Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að minna fólk á að taka með sér opinber skilríki með mynd þegar það fer til að kjósa. Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Kjörsókn getur ráðist töluvert af veðri. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir fremur leiðinlegt veður þegar kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. „Eins og spáin er núna er útlit fyrir norðaustan hvassviðri með hríðarveðri víða um land. Í rauninni bara leiðindaveður eins og til að flytja atkvæði milli landshluta,“ segir Birgir Örn. Í kortunum núna er hvassviðri með snjókomu og slyddu fyrir norðan og rigningu á Suðurlandi. Birgir Örn minnir hins vegar á að enn væru fimm dagar til kosninga og spárnar ekki allar samhljóma, þótt töluverðar líkur væru á leiðindaveðri að minnsta kosti á hluta landsins. „Eins og spáin er akkúrat núna verður veðrið skárst á sunnantil og verst á Norðvesturlandi. Ef við tækjum spána eins og hún er akkúrat núna væri ekki gæfulegt að vera á ferð á fjallvegum á Norðurlandi á laugardagskvöld,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson. Þegar kosið var til Alþingis síðast hinn 25. september 2021 var kjörsóknin ágæt yfir landið í heild eða 80,2 prósent. Þá greiddu 47.696 manns atkvæði utan kjörfundar eða 23,4 prósent kjósenda. Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Holtagörðum frá klukkan 10 til 22 fram að kjördegi.vísir/vilhelm Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina hafa verið ágæta það sem af er fyrir komandi kosningar. „Ef við horfum á heildartöluna hafa 17.085 kosið utankjörfundar á landinu í heild sinni. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 9.833,“ segir Einar. Kjörsóknin hafi verið að aukast undanfarna daga enda væri nú opið frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin á kjörstaðnum í Holtagörðum. „Reynslan er sú að þegar nær dregur kosningum eykst kjörsókn í utankjörfundar verulega. Kjósendur eru oft að koma þessa síðustu daga fyrir kosningar. Þannig að við reiknum með að það verði góð sókn í þessari viku,“ sagði Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að minna fólk á að taka með sér opinber skilríki með mynd þegar það fer til að kjósa.
Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03