Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. nóvember 2024 11:26 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Arnar Hraun frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni rennur nú til austurs og ógnar ekki innviðum. Fáar vísbendingar eru um hvort landris sé hafið á ný eða ekki. Nyrsti hluti gígsins sýnir mesta virkni að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. „Gígurinn sem var í miðjunni og að fæða tunguna sem fór niður að Svartsengi virðist alveg dáinn. Við sjáum engin merki og höfum ekkert séð um að hann sé neitt mjög virkur ennþá, en það er vissulega ekki hægt að útiloka að það sé eitthvað að fara inn í hann,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Lítil hætta gagnvart innviðum Hraun úr nyrsta gígnum renni til austurs í átt að Fagradalsfjalli, og virkni úr honum frekar stöðug. „Hættan gagnvart innviðum hefur minnkað verulega síðustu tvo sólarhringana. Það eru góðar fréttir og í raun ekkert sem bendir til þess að verði neitt meira úr því, eins og staðan er núna.“ Erfitt sé að segja til um hvort landris sé hafið eða ekki, það komi sennilega í ljós eftir einhverja daga. Erfitt sé að segja til um hvað taki við, þegar þessu gosi lýkur. „Við sjáum í framhaldinu hvort það verði áframhaldandi landris. Ég á nú frekar von á því en ekki. Við höfum ekki séð það en það verður að koma í ljós bara.“ Á endanum komi ekkert gos Haft hefur verið eftir vísindamönnum að nú fari Sundhnúkagígaröðin að ljúka sér af. Benedikt segir þó ómögulegt að fullyrða að yfirstandandi gos sé það síðasta á svæðinu. „Við verðum örugglega að búast við því að það verði landris sem endar með því að það verði ekki gos, heldur bara hægist smám saman á og stöðvist. Hvenær það gerist og eftir hve mörg gos er bara ekki vitað. Það gætu verið núll gos eftir, og það gætu verið þrjú, fjögur gos eftir. Ég held að það sé ekki nokkur leið að spá fyrir um það, því miður,“ segir Benedikt. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nyrsti hluti gígsins sýnir mesta virkni að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. „Gígurinn sem var í miðjunni og að fæða tunguna sem fór niður að Svartsengi virðist alveg dáinn. Við sjáum engin merki og höfum ekkert séð um að hann sé neitt mjög virkur ennþá, en það er vissulega ekki hægt að útiloka að það sé eitthvað að fara inn í hann,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Lítil hætta gagnvart innviðum Hraun úr nyrsta gígnum renni til austurs í átt að Fagradalsfjalli, og virkni úr honum frekar stöðug. „Hættan gagnvart innviðum hefur minnkað verulega síðustu tvo sólarhringana. Það eru góðar fréttir og í raun ekkert sem bendir til þess að verði neitt meira úr því, eins og staðan er núna.“ Erfitt sé að segja til um hvort landris sé hafið eða ekki, það komi sennilega í ljós eftir einhverja daga. Erfitt sé að segja til um hvað taki við, þegar þessu gosi lýkur. „Við sjáum í framhaldinu hvort það verði áframhaldandi landris. Ég á nú frekar von á því en ekki. Við höfum ekki séð það en það verður að koma í ljós bara.“ Á endanum komi ekkert gos Haft hefur verið eftir vísindamönnum að nú fari Sundhnúkagígaröðin að ljúka sér af. Benedikt segir þó ómögulegt að fullyrða að yfirstandandi gos sé það síðasta á svæðinu. „Við verðum örugglega að búast við því að það verði landris sem endar með því að það verði ekki gos, heldur bara hægist smám saman á og stöðvist. Hvenær það gerist og eftir hve mörg gos er bara ekki vitað. Það gætu verið núll gos eftir, og það gætu verið þrjú, fjögur gos eftir. Ég held að það sé ekki nokkur leið að spá fyrir um það, því miður,“ segir Benedikt.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24