Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2024 14:33 Ólöf Ásta hafnar því að ótímabær opnun Blönduhlíðar hafi verið skrautsýning fyrir Ásmund Einar barnamálaráðherra í tilefni kosninga. Engin leyfi liggja fyrir hvorki frá vinnumálaeftirliti, heilbrigðiseftirliti né brunavörnum. Þá hefur grenndarkynning ekki farið fram. vísir/vilhelm Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, hafnar því að „opnun“ á nýju meðferðarheimili hafi verið skrautsýning sett upp sérstaklega fyrir Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra. Fjölmargir aðilar hafa sett sig í samband við Vísi og lýst yfir furðu á opnun nýs meðferðarheimilis Barna- og fjölskyldustofu í Mosfellsbæ. Meðal annarra foreldrar sem eiga börn sem þurfa pláss. Meðferðarheimilið heitir Blönduhlíð og stendur við Farsældartún í Mosfellssveit. Þar stendur til að rísi sérstakt þjónustuþorp fyrir börn. Um er að ræða svæði sem Templarar (IOGT) ánöfnuðu íslenskum börnum. Engin leyfi klár við opnun nýrrar meðferðarstöðvar En húsnæðið er ekki tilbúið og enn hefur það ekki verið tekið út af þar til bærum aðilum. Ekki hafi verið brugðist við ábendingum um að húsnæðið sé ekki tilbúið, en Vísir greindi frá því fyrir mánuði að þarna væru ýmis atriði óklár svo sem lokun rishæðar þar sem greinst hefur mygla, lofthæð er ábótavant víða og að húsnæðið henti almennt ekki starfseminni. „Þetta er tilfærsla til að gera það besta úr vonlausri stöðu. Skítamix,“ sagði Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu í samtali við Vísi fyrir um mánuði. Böðvar Björnsson fyrrverandi deildarstjóri neyðarvistunar Stuðla, en hann fór á eftirlaun í janúar 2022, hefur verið gagnrýninn á það hvernig staðið er að málum: „Staðreyndin er að opnunin á Blönduhlíð var engin opnun því það er enn ekki heimild fyrir að vista ungmenni þar. Heilbrigðiseftirlitið, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Vinnueftirlitið eiga eftir að samþykkja reksturinn í Blönduhlíð.“ Böðvar spyr jafnframt hvort verið sé að skreyta sig með framtíðaráformum sem enginn veit hvort verði að veruleika samanber setningu í frétt Vísis frá í gær: „Meðferðarheimilið heitir Blönduhlíð og stendur við Farsældartún þar sem sérstakt þjónustuþorp fyrir börn á að rísa.“ Hryðjuverk gagnvart meðferðarstarfinu Þá segir Böðvar það efni í stórfrétt að engir sálfræðingar verði staðsettir í Blönduhlíð, þeir eigi bara að koma þangað stöku sinnum í viðtalstíma. „Þá eiga sálfræðingarnir á Stuðlum að færast á skrifstofur á Barna og fjölskyldustofu í Borgartúni. Það voru í upphafi þrír sálfræðingar á Stuðlum í fullu starfi, en undanfarin ár hafa þeir verið tveir. Að taka þá af Stuðlum er hryðjuverk gagnvart meðferðarstarfinu, því þessi daglega umgengni sálfræðinganna við ungmennin myndar gott meðferðarsamband og traust.“ Bagalegt sé að sálfræðingar komi bara stöku sinnum á Stuðla og bjóði upp á klukkutíma viðtal. „Þetta er mjög léleg þjónusta við ungmenni með alvarlega tengslaröskun. Það verða sem sagt engar fagstéttir á Stuðlum og í Blönduhlíð. Við eru þá komin aftur til 1980,“ segir Böðvar ómyrkur í máli. Áhyggjur Böðvars og ýmissa sem Vísir hefur rætt við snúa að því að engin opinber leyfi liggi fyrir, hvorki frá heilbrigðiseftirliti, vinnueftirliti né brunaeftirliti. Ólöf Ásta segir þetta rétt. „En við erum náttúrlega búin að senda inn beiðni til heilbrigðiseftirlitsins og brunaeftirlitsins. Þetta er allt í ferli. Þarna voru náttúrlega íbúðir fyrir flóttafólk, en þetta er allt á leiðinni.“ Stefna formlega á opnun um miðjan næsta mánuð Ólöf Ásta segir að ekki verði opnað þarna fyrir börnin fyrr en allir aðilar eru búnir að samþykkja húsnæðið. Hún segir Barna- og fjölskyldustofu í sambandi við alla þessa aðila. En af hverju er verið að kynna þetta áður þessi leyfi öll liggja fyrir? Ólöf segir að þar komi margt til. „Ég var að fara út,“ segir Ólöf en hún var stödd í Eistlandi þegar Vísir náði af henni tali. „Það hefði þá dregist að sýna húsnæðið en fyrst og fremst var barnaverndarstarfsmönnum boðið. Við vildum sýna þeim hvert börnin eru að fara.“ En auk þess var fréttamiðlum send sérstök fréttatilkynning þess efnis að opnunin stæði fyrir dyrum. Á vef stjórnarráðsins er tekið sérstaklega fram að Ásmundur Einar hafi opnað nýja meðferðarstöð. „Við vorum að vonast til þess að þetta yrði klárt en náðum því ekki. Við þurfum að klára að ráða starfsfólk, sem er næstum komið og fá stimplun frá heilbrigðis- og brunavörnum. Það gerist vonandi eftir helgina og við stefnum á að opna formlega um miðjan desember.“ Ekki gert sérstaklega fyrir Ásmund Einar Nú hefur Ásmundur Einar farið um og klippt á borða og tekið skóflustungur vinstri hægri í aðdraganda kosninga. Var þetta pressa frá ráðuneytinu? Ólöf Ásta segir það ekki hafa verið svo, ráðherra hafi verið boðið sérstaklega til að vera viðstaddur. Í frétt á DV sem birtist í gær er sagt að grenndarkynning hafi ekki farið fram, hvað viltu segja um það? „Varðandi Farsældartúnið þá var það kynnt út um allt, að við fengjum nú afnot af þessu húsi. Það var talað við alla hlutaðeigandi sem voru á lóðinni og svo verður kynning fyrir sveitarfélagið á fimmtudaginn. Það er alrangt sem fram kom í DV að þarna fari börn sem eru í gæsluvarðhaldi eða að afplána dóma. Það er bara bull.“ Vont að jaðarsetja viðkvæm börn Ólöf Ásta útskýrir að í fyrstu verði þarna aðstaða til að taka við yngri börnum sem eru í minni vanda; að þau komist í meðferð og greiningu. Hún segir umræðuna vera þannig að um sé að ræða börn í viðkvæmri stöðu sem enginn vilji hafa. „Það er vont að jaðarsetja þessi börn sem eru ef til vill komin í vanda hvað varðar skólasókn. Öll þessi börn eru með áfallasögu og hafa hugsanlega verið vanrækt af foreldrum í neyslu. Það er vont ef fólk vill ekki hafa þetta í sínu nærumhverfi og vill jaðarsetja þessi börn.“ Ólöf Ásta segir að aldrei hafi til að mynda komið upp vandræði í nágrenni Stuðla sem hefur verið starfrækt í um tuttugu ár í námunda við byggð. Uppfært 17:45 Skemmandi staðhæfingar um meðferðarstarfið Athugasemd hefur borist frá Funa Sigurðssyni framkvæmdastjóra Barna- og og fjölskyldustofu sem sjálfsagt er að halda til haga. Hann segir vitnað í Böðvar Björnsson þar sem hann segir að engir sálfræðingar verði á Blönduhlíð. „Og þeir komi til að taka stöku viðtöl, þetta er algjörlega rangt. Það verða sálfræðingar á öllum okkar meðferðarheimilum og munu þeir hafa viðveru á öllum stöðum. Til að mynda er gert ráð fyrir að sálfræðingar hafi viðveru hið minnsta 3 daga í viku á Stuðlum og í Blönduhlíð. Þeir mun þess utan þá vinnu vinna að því sem snýr að því að efla starfsfólk sem vinnur beint með börnunum.“ Funi segir staðhæfingar Böðvars Björnssonar rangar og meiðandi.Vísir/Ívar Fannar Funi segir aukinheldur að ekki sé verið að minnka minnka sálfræðiþjónustu við börnin, þvert á mót verður hún aukin og efld. „Forstöðumaður í Blönduhlíð er þess utan sálfræðingur. Það er einnig rangt að það vinni engar fagstéttir á meðferðarheimilinum og beinlínis móðgun við það fólk sem vinnur á meðferðarheimilium okkar. Það er fólk sem vinnur á þessum stöðum með margskonar menntun og reynslu. Allir starfsmenn fá auk þess talsverða þjálfun í aðferðum sem æskilegt er að beita í vinnu með okkar börn. Þessar staðhæfingar sem koma þarna fram um þetta eru skemmandi fyrir meðferðarstarf okkar.“ Meðferðarheimili Málefni Stuðla Alþingiskosningar 2024 Mosfellsbær Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana til Suður-Afríku á meðferðarstofnun því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri lífshættu og að bið myndi kosta hana lífið. 27. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Fjölmargir aðilar hafa sett sig í samband við Vísi og lýst yfir furðu á opnun nýs meðferðarheimilis Barna- og fjölskyldustofu í Mosfellsbæ. Meðal annarra foreldrar sem eiga börn sem þurfa pláss. Meðferðarheimilið heitir Blönduhlíð og stendur við Farsældartún í Mosfellssveit. Þar stendur til að rísi sérstakt þjónustuþorp fyrir börn. Um er að ræða svæði sem Templarar (IOGT) ánöfnuðu íslenskum börnum. Engin leyfi klár við opnun nýrrar meðferðarstöðvar En húsnæðið er ekki tilbúið og enn hefur það ekki verið tekið út af þar til bærum aðilum. Ekki hafi verið brugðist við ábendingum um að húsnæðið sé ekki tilbúið, en Vísir greindi frá því fyrir mánuði að þarna væru ýmis atriði óklár svo sem lokun rishæðar þar sem greinst hefur mygla, lofthæð er ábótavant víða og að húsnæðið henti almennt ekki starfseminni. „Þetta er tilfærsla til að gera það besta úr vonlausri stöðu. Skítamix,“ sagði Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu í samtali við Vísi fyrir um mánuði. Böðvar Björnsson fyrrverandi deildarstjóri neyðarvistunar Stuðla, en hann fór á eftirlaun í janúar 2022, hefur verið gagnrýninn á það hvernig staðið er að málum: „Staðreyndin er að opnunin á Blönduhlíð var engin opnun því það er enn ekki heimild fyrir að vista ungmenni þar. Heilbrigðiseftirlitið, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Vinnueftirlitið eiga eftir að samþykkja reksturinn í Blönduhlíð.“ Böðvar spyr jafnframt hvort verið sé að skreyta sig með framtíðaráformum sem enginn veit hvort verði að veruleika samanber setningu í frétt Vísis frá í gær: „Meðferðarheimilið heitir Blönduhlíð og stendur við Farsældartún þar sem sérstakt þjónustuþorp fyrir börn á að rísa.“ Hryðjuverk gagnvart meðferðarstarfinu Þá segir Böðvar það efni í stórfrétt að engir sálfræðingar verði staðsettir í Blönduhlíð, þeir eigi bara að koma þangað stöku sinnum í viðtalstíma. „Þá eiga sálfræðingarnir á Stuðlum að færast á skrifstofur á Barna og fjölskyldustofu í Borgartúni. Það voru í upphafi þrír sálfræðingar á Stuðlum í fullu starfi, en undanfarin ár hafa þeir verið tveir. Að taka þá af Stuðlum er hryðjuverk gagnvart meðferðarstarfinu, því þessi daglega umgengni sálfræðinganna við ungmennin myndar gott meðferðarsamband og traust.“ Bagalegt sé að sálfræðingar komi bara stöku sinnum á Stuðla og bjóði upp á klukkutíma viðtal. „Þetta er mjög léleg þjónusta við ungmenni með alvarlega tengslaröskun. Það verða sem sagt engar fagstéttir á Stuðlum og í Blönduhlíð. Við eru þá komin aftur til 1980,“ segir Böðvar ómyrkur í máli. Áhyggjur Böðvars og ýmissa sem Vísir hefur rætt við snúa að því að engin opinber leyfi liggi fyrir, hvorki frá heilbrigðiseftirliti, vinnueftirliti né brunaeftirliti. Ólöf Ásta segir þetta rétt. „En við erum náttúrlega búin að senda inn beiðni til heilbrigðiseftirlitsins og brunaeftirlitsins. Þetta er allt í ferli. Þarna voru náttúrlega íbúðir fyrir flóttafólk, en þetta er allt á leiðinni.“ Stefna formlega á opnun um miðjan næsta mánuð Ólöf Ásta segir að ekki verði opnað þarna fyrir börnin fyrr en allir aðilar eru búnir að samþykkja húsnæðið. Hún segir Barna- og fjölskyldustofu í sambandi við alla þessa aðila. En af hverju er verið að kynna þetta áður þessi leyfi öll liggja fyrir? Ólöf segir að þar komi margt til. „Ég var að fara út,“ segir Ólöf en hún var stödd í Eistlandi þegar Vísir náði af henni tali. „Það hefði þá dregist að sýna húsnæðið en fyrst og fremst var barnaverndarstarfsmönnum boðið. Við vildum sýna þeim hvert börnin eru að fara.“ En auk þess var fréttamiðlum send sérstök fréttatilkynning þess efnis að opnunin stæði fyrir dyrum. Á vef stjórnarráðsins er tekið sérstaklega fram að Ásmundur Einar hafi opnað nýja meðferðarstöð. „Við vorum að vonast til þess að þetta yrði klárt en náðum því ekki. Við þurfum að klára að ráða starfsfólk, sem er næstum komið og fá stimplun frá heilbrigðis- og brunavörnum. Það gerist vonandi eftir helgina og við stefnum á að opna formlega um miðjan desember.“ Ekki gert sérstaklega fyrir Ásmund Einar Nú hefur Ásmundur Einar farið um og klippt á borða og tekið skóflustungur vinstri hægri í aðdraganda kosninga. Var þetta pressa frá ráðuneytinu? Ólöf Ásta segir það ekki hafa verið svo, ráðherra hafi verið boðið sérstaklega til að vera viðstaddur. Í frétt á DV sem birtist í gær er sagt að grenndarkynning hafi ekki farið fram, hvað viltu segja um það? „Varðandi Farsældartúnið þá var það kynnt út um allt, að við fengjum nú afnot af þessu húsi. Það var talað við alla hlutaðeigandi sem voru á lóðinni og svo verður kynning fyrir sveitarfélagið á fimmtudaginn. Það er alrangt sem fram kom í DV að þarna fari börn sem eru í gæsluvarðhaldi eða að afplána dóma. Það er bara bull.“ Vont að jaðarsetja viðkvæm börn Ólöf Ásta útskýrir að í fyrstu verði þarna aðstaða til að taka við yngri börnum sem eru í minni vanda; að þau komist í meðferð og greiningu. Hún segir umræðuna vera þannig að um sé að ræða börn í viðkvæmri stöðu sem enginn vilji hafa. „Það er vont að jaðarsetja þessi börn sem eru ef til vill komin í vanda hvað varðar skólasókn. Öll þessi börn eru með áfallasögu og hafa hugsanlega verið vanrækt af foreldrum í neyslu. Það er vont ef fólk vill ekki hafa þetta í sínu nærumhverfi og vill jaðarsetja þessi börn.“ Ólöf Ásta segir að aldrei hafi til að mynda komið upp vandræði í nágrenni Stuðla sem hefur verið starfrækt í um tuttugu ár í námunda við byggð. Uppfært 17:45 Skemmandi staðhæfingar um meðferðarstarfið Athugasemd hefur borist frá Funa Sigurðssyni framkvæmdastjóra Barna- og og fjölskyldustofu sem sjálfsagt er að halda til haga. Hann segir vitnað í Böðvar Björnsson þar sem hann segir að engir sálfræðingar verði á Blönduhlíð. „Og þeir komi til að taka stöku viðtöl, þetta er algjörlega rangt. Það verða sálfræðingar á öllum okkar meðferðarheimilum og munu þeir hafa viðveru á öllum stöðum. Til að mynda er gert ráð fyrir að sálfræðingar hafi viðveru hið minnsta 3 daga í viku á Stuðlum og í Blönduhlíð. Þeir mun þess utan þá vinnu vinna að því sem snýr að því að efla starfsfólk sem vinnur beint með börnunum.“ Funi segir staðhæfingar Böðvars Björnssonar rangar og meiðandi.Vísir/Ívar Fannar Funi segir aukinheldur að ekki sé verið að minnka minnka sálfræðiþjónustu við börnin, þvert á mót verður hún aukin og efld. „Forstöðumaður í Blönduhlíð er þess utan sálfræðingur. Það er einnig rangt að það vinni engar fagstéttir á meðferðarheimilinum og beinlínis móðgun við það fólk sem vinnur á meðferðarheimilium okkar. Það er fólk sem vinnur á þessum stöðum með margskonar menntun og reynslu. Allir starfsmenn fá auk þess talsverða þjálfun í aðferðum sem æskilegt er að beita í vinnu með okkar börn. Þessar staðhæfingar sem koma þarna fram um þetta eru skemmandi fyrir meðferðarstarf okkar.“
Meðferðarheimili Málefni Stuðla Alþingiskosningar 2024 Mosfellsbær Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana til Suður-Afríku á meðferðarstofnun því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri lífshættu og að bið myndi kosta hana lífið. 27. nóvember 2024 19:09 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Móðir sextán ára stúlku með einhverfu og fíknivanda fann sig knúna til að senda hana til Suður-Afríku á meðferðarstofnun því hún hafði ítrekað komið að lokuðum dyrum á Íslandi. Hún mat ástand dóttur sinnar sem svo að hún væri í bráðri lífshættu og að bið myndi kosta hana lífið. 27. nóvember 2024 19:09