Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2024 08:49 Andfætlingar hafa samþykkt fyrsta bannið við samfélagsmiðlanotkun barna í heiminum. Vísir/Getty Áströlsk börn yngri en sextán ára mega brátt ekki nota samfélagsmiðla eftir að umdeilt frumvarp ríkisstjórnar landsins varð að lögum í gær. Bannið nýtur almenns stuðnings en samfélagsmiðlafyrirtæki og nokkur samtök sem berjast fyrir réttindum barna eru á móti. Lögin banna samfélagsmiðlum eins og Facebook og Tiktok að leyfa börnum yngri en sextán ára að skrá sig inn á þá að viðlögðum sektum. Bannið tekur gildi eftir ár en fram að því er ætlunin að afla reynslu í að framfylgja því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrar þjóðir, eins og Frakkar og Bandaríkjamenn, hafa sett lög sem takmarka aðgang barna að samfélagsmiðlum án samþykkis foreldra en engin önnur þjóð hefur gengið eins langt og andfætlingar okkar til þessa. Rök ríkisstjórnar Anthony Albanese, forsætisráðherra, fyrir banninu voru meðal annars að óhófleg samfélagsmiðlanotkun væri ógn við líkamlega og andlega heilsu barna og ungmenna. Sérstaklega væru stúlkur í hættu vegna skaðlegra staðalmynda af líkama kvenna sem birtast á samfélagsmiðlum og drengjum stafaði ógn af efni sem æli á kvenhatri og væri beint að þeim. Við meðferð málsins í þinginu heyrðu þingmenn meðal annars frá foreldrum barna sem höfðu valdið sjálfum sér skaða eftir að hafa orðið fyrir neteinelti. Bannið naut stuðnings um 77 prósent svarenda í síðustu skoðanakönnunum um málið og fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch studdi það sömuleiðis. Telja bannið takmarka þátttöku ungs fólks í samfélaginu Sum samtök ungmenna og fræðimenn hafa varað við því að bannið gæti einangrað viðkvæma einstaklinga, þar á meðal hinsegin unglinga og innflytjendur. Mannréttindaráð landsins benti á að bannið gæti brotið á réttindum ungs fólks með því að takmarka þátttöku þess í samfélaginu. Þá segja samfélagsmiðlafyrirtækin að bannið eigi eftir að ýta unglingum út á myrkan jaðar internetsins. „Ég held að ég muni áfram nota þá, komist bara inn á laun,“ segir Emma Wakefield, sem er ellefu ára, við Reuters um bannið. Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lögin banna samfélagsmiðlum eins og Facebook og Tiktok að leyfa börnum yngri en sextán ára að skrá sig inn á þá að viðlögðum sektum. Bannið tekur gildi eftir ár en fram að því er ætlunin að afla reynslu í að framfylgja því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrar þjóðir, eins og Frakkar og Bandaríkjamenn, hafa sett lög sem takmarka aðgang barna að samfélagsmiðlum án samþykkis foreldra en engin önnur þjóð hefur gengið eins langt og andfætlingar okkar til þessa. Rök ríkisstjórnar Anthony Albanese, forsætisráðherra, fyrir banninu voru meðal annars að óhófleg samfélagsmiðlanotkun væri ógn við líkamlega og andlega heilsu barna og ungmenna. Sérstaklega væru stúlkur í hættu vegna skaðlegra staðalmynda af líkama kvenna sem birtast á samfélagsmiðlum og drengjum stafaði ógn af efni sem æli á kvenhatri og væri beint að þeim. Við meðferð málsins í þinginu heyrðu þingmenn meðal annars frá foreldrum barna sem höfðu valdið sjálfum sér skaða eftir að hafa orðið fyrir neteinelti. Bannið naut stuðnings um 77 prósent svarenda í síðustu skoðanakönnunum um málið og fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch studdi það sömuleiðis. Telja bannið takmarka þátttöku ungs fólks í samfélaginu Sum samtök ungmenna og fræðimenn hafa varað við því að bannið gæti einangrað viðkvæma einstaklinga, þar á meðal hinsegin unglinga og innflytjendur. Mannréttindaráð landsins benti á að bannið gæti brotið á réttindum ungs fólks með því að takmarka þátttöku þess í samfélaginu. Þá segja samfélagsmiðlafyrirtækin að bannið eigi eftir að ýta unglingum út á myrkan jaðar internetsins. „Ég held að ég muni áfram nota þá, komist bara inn á laun,“ segir Emma Wakefield, sem er ellefu ára, við Reuters um bannið.
Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira