Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2024 12:57 Frá undirritun samnings: Lejla Cardaklija, sérfræðingur á innkaupadeild Landsvirkjunarm, Jón Ingileifsson, forstjóri Fossvéla, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Ólöf Rós Káradóttir, yfirverkefnastjóri Hvammsvirkjunar. Landsvirkjun Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar kemur fram að alls hafi borist sex tilboð í verkið og hafi Fossvélar átt lægsta tilboðið sem hafi hljóðað upp á 1,2 milljarða króna eða 74 prósent af kostnaðaráætlun. Hæsta tilboð hafi numið 105 prósent af kostnaðaráætlun. „Í samningnum felst að Fossvélar leggja 3 km langan aðkomuveg inn á virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar, þ.e. frá endurbættum Hvammsvegi sem lokið var við fyrr á árinu og að væntanlegu stöðvarhúsi. Efnið til vegagerðarinnar verður sótt í frárennslisskurð virkjunarinnar. Þá munu Fossvélar einnig undirbúa vinnubúðaplan á jörð Landsvirkjunar, Hvammi 3, en þegar framkvæmdir standa sem hæst árið 2027 munu um 400 manns starfa þar. Loks felst svo í samningnum að hefja framkvæmdir við fiskistiga. Fiskistigi og seiðafleyta greiða för göngufisks milli Hagalóns og árfarvegar neðan stíflu. Fossvélar hefjast handa nú í desember, en áætluð verklok eru í nóvember á næsta ári. Reiknað með losuninni Landsvirkjun gerir ríkar kröfur til samstarfsfyrirtækja um að draga úr kolefnisspori sínu og aðstoðar við það. Megintæki við ákvarðanatöku er innra kolefnisverð. Það þýðir að losun – eða öllu heldur framtíðarkostnaður vegna losunar – er reiknuð inn í allar stærri fjárhagsákvarðanir, allt frá innkaupum á rekstrarvörum og yfir í val á nýjum virkjanakostum. Kolefniskostnaður vegna framkvæmda Fossvéla er áætlaður 60 milljónir kr,“ segir í tilkynningunni. Landsvirkjun Byggingariðnaður Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar kemur fram að alls hafi borist sex tilboð í verkið og hafi Fossvélar átt lægsta tilboðið sem hafi hljóðað upp á 1,2 milljarða króna eða 74 prósent af kostnaðaráætlun. Hæsta tilboð hafi numið 105 prósent af kostnaðaráætlun. „Í samningnum felst að Fossvélar leggja 3 km langan aðkomuveg inn á virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar, þ.e. frá endurbættum Hvammsvegi sem lokið var við fyrr á árinu og að væntanlegu stöðvarhúsi. Efnið til vegagerðarinnar verður sótt í frárennslisskurð virkjunarinnar. Þá munu Fossvélar einnig undirbúa vinnubúðaplan á jörð Landsvirkjunar, Hvammi 3, en þegar framkvæmdir standa sem hæst árið 2027 munu um 400 manns starfa þar. Loks felst svo í samningnum að hefja framkvæmdir við fiskistiga. Fiskistigi og seiðafleyta greiða för göngufisks milli Hagalóns og árfarvegar neðan stíflu. Fossvélar hefjast handa nú í desember, en áætluð verklok eru í nóvember á næsta ári. Reiknað með losuninni Landsvirkjun gerir ríkar kröfur til samstarfsfyrirtækja um að draga úr kolefnisspori sínu og aðstoðar við það. Megintæki við ákvarðanatöku er innra kolefnisverð. Það þýðir að losun – eða öllu heldur framtíðarkostnaður vegna losunar – er reiknuð inn í allar stærri fjárhagsákvarðanir, allt frá innkaupum á rekstrarvörum og yfir í val á nýjum virkjanakostum. Kolefniskostnaður vegna framkvæmda Fossvéla er áætlaður 60 milljónir kr,“ segir í tilkynningunni.
Landsvirkjun Byggingariðnaður Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira