Gunnars loksins selt Árni Sæberg skrifar 2. desember 2024 12:04 Guðbjörg Matthíasdóttir verður að óbreyttu nýr eigandi Gunnars ehf.. Vísir Myllan-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum. Frá þessu greinir Morgunblaðið með vísan í tilkynningu frá Myllunni-Ora, sem hefur ekki borist Vísi. Í tilkynningu er haft eftir Kristjáni Theodórssyni, forstjóra félagsins, að í kaupunum felist tækifæri. „Umhverfi íslenskrar matvælaframleiðslu er krefjandi en með þessum kaupum getum við styrkt rekstur Myllunnar-Ora og þannig treyst mikilvægan grundvöll innlendrar matvælaframleiðslu.“ Hefur áður reynt að selja félagið Gunnars ehf. er í fullri eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur en hún tók yfir rekstur þess í kjölfar gjaldþrots Gunnars Majoness hf. árið 2014. Það félag var stofnað árið 1960. Hún hefur undanfarin ár verið með félagið til sölu og árið 2022 náðist samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um kaup á félaginu. Þau kaup voru aftur á móti ógilt af Samkeppniseftirlitinu með vísan til þess að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. Talsverða athygli vakti á sínum tíma hversu langan tíma það tók Samkeppniseftirlitið að komast að niðurstöðu um að stöðva samrunann og hversu ítarleg ákvörðunin var, heilar 130 blaðsíður. Meðal þess sem fram kom í ákvörðuninni var ítarleg greining á því hvað telst til kaldra sósa. Þakkar starfsfólkinu Meðal þeirra sem gagnrýndu málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins var Sævar Þór Jónsson, lögmaður sem sá um söluna fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar. Í tilkynningu nú færir hann starfsfólki Gunnars ehf. þakkir fyrir stuðning og traust í gegnum árin fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar. Samkeppnismál Matur Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39 Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu. 5. júní 2022 23:44 Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið með vísan í tilkynningu frá Myllunni-Ora, sem hefur ekki borist Vísi. Í tilkynningu er haft eftir Kristjáni Theodórssyni, forstjóra félagsins, að í kaupunum felist tækifæri. „Umhverfi íslenskrar matvælaframleiðslu er krefjandi en með þessum kaupum getum við styrkt rekstur Myllunnar-Ora og þannig treyst mikilvægan grundvöll innlendrar matvælaframleiðslu.“ Hefur áður reynt að selja félagið Gunnars ehf. er í fullri eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur en hún tók yfir rekstur þess í kjölfar gjaldþrots Gunnars Majoness hf. árið 2014. Það félag var stofnað árið 1960. Hún hefur undanfarin ár verið með félagið til sölu og árið 2022 náðist samningur við Kaupfélag Skagfirðinga um kaup á félaginu. Þau kaup voru aftur á móti ógilt af Samkeppniseftirlitinu með vísan til þess að samruni fyrirtækjanna myndi leiða til alvarlegrar röskunar á samkeppni í framleiðslu og sölu á mæjónesi og köldum sósum. Talsverða athygli vakti á sínum tíma hversu langan tíma það tók Samkeppniseftirlitið að komast að niðurstöðu um að stöðva samrunann og hversu ítarleg ákvörðunin var, heilar 130 blaðsíður. Meðal þess sem fram kom í ákvörðuninni var ítarleg greining á því hvað telst til kaldra sósa. Þakkar starfsfólkinu Meðal þeirra sem gagnrýndu málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins var Sævar Þór Jónsson, lögmaður sem sá um söluna fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar. Í tilkynningu nú færir hann starfsfólki Gunnars ehf. þakkir fyrir stuðning og traust í gegnum árin fyrir hönd Kleópötru Kristbjargar.
Samkeppnismál Matur Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39 Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu. 5. júní 2022 23:44 Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sjá meira
Gunnars Majones gjaldþrota Fyrirtækið enn í rekstri í nýju félagi. Kleópatra Kristbjörg Stefánsdóttir, forstjóri gjaldþrota félagsins, mun ekki koma að stjórnun nýja félagsins. 23. júní 2014 12:39
Kaupfélag Skagfirðinga kaupir Gunnars majónes Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem er hvað þekktast fyrir majónesframleiðslu. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið rekið af Kleópötru Kristbjörgu. 5. júní 2022 23:44
Kleópatra framleiðir áfram Gunnars Majones Félag sem er alfarið í eigu Kleópötru Kristbjargar Stefánsdóttur hefur tekið við rekstri Gunnars Majoness. Gunnars Majones hf. verið tekið til gjaldþrotaskipta. 23. júní 2014 14:10