Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 17:23 Ekki kemur fram í úrskurðinum hvar konan hugðist kaupa sér hús. Mögulega var það á Eyrarbakka, þar sem þessi mynd er tekin. vísir/vilhelm Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu konu sem taldi sig eiga rétt á helmingsafslætti stimpilgjalds vegna fyrstu kaupa íbúðarhúsnæðis. Var það vegna eignarhlutar í íbúðarhúsnæði, sem hún hlaut í arf á barnsaldri, að virði 45.000 króna. Úrskurður yfirskattanefndar lá fyrir í síðasta mánuði. Konan kærði ákvörðun sýslumanns um að synja enni um helmingsafslátt af stimpilgjaldinu í júlí. Í úrskurðinum er rakið að eignarhlutur hennar í umræddu íbúðarhúsnæði sé 0,89%. Að teknu tilliti til fasteignamats húsnæðisins 5.060.000 krónur sé ljóst að verðmæti eignarhlutar kæranda sé undir fjárhæð helmingsafsláttar af stimpilgjaldi eða 45.034 krónur. Hún taldi augljóst að ekki væri hægt að líta á þennan litla eignarhlut sem fyrstu eign sem hagnýta megi með nokkrum hætti. Fyrstu kaupendur eigi rétt á afslættinum lögum samkvæmt og niðurstaðan gangi í berögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Sýslumaður rakti í umsögn að ekki væri skilyrði um að þinglýstur eigandi hafi átt tiltekna prósentu í fasteign heldur sé nægilegt að hann hafi áður verið þinglýstur eigandi. Yfirskattanefnd rakti þær breytingar sem gerðar voru á lögum sem varða stimpilgjald og úrskurð yfirskattanefndar sem leiddi til lagabreytinga. Með úrskurði árið 2019 taldi nefndin að „við framkvæmd skilyrðis þess efnis, að kaupandi hefði ekki verið áður þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, bæri að líta framhjá íbúðareign sem til hefði komið vegna arftöku hlutaðeigandi, enda hefði hann ekki haft viðkomandi íbúð til eigin nota.“ Með lagabreytingu hafi verið kveðið skýrt á um það skilyrði að að kaupandi íbúðarhúsnæðis hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, hvort sem er með kaupum, arftöku, gjafagerningi eða eignaryfirfærslu með hvers kyns öðrum hætti. Stærð eignarhlutar skipti ekki máli í þessu sambandi. Með vísan til þessa var kröfu konunnar hafnað. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Úrskurður yfirskattanefndar lá fyrir í síðasta mánuði. Konan kærði ákvörðun sýslumanns um að synja enni um helmingsafslátt af stimpilgjaldinu í júlí. Í úrskurðinum er rakið að eignarhlutur hennar í umræddu íbúðarhúsnæði sé 0,89%. Að teknu tilliti til fasteignamats húsnæðisins 5.060.000 krónur sé ljóst að verðmæti eignarhlutar kæranda sé undir fjárhæð helmingsafsláttar af stimpilgjaldi eða 45.034 krónur. Hún taldi augljóst að ekki væri hægt að líta á þennan litla eignarhlut sem fyrstu eign sem hagnýta megi með nokkrum hætti. Fyrstu kaupendur eigi rétt á afslættinum lögum samkvæmt og niðurstaðan gangi í berögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Sýslumaður rakti í umsögn að ekki væri skilyrði um að þinglýstur eigandi hafi átt tiltekna prósentu í fasteign heldur sé nægilegt að hann hafi áður verið þinglýstur eigandi. Yfirskattanefnd rakti þær breytingar sem gerðar voru á lögum sem varða stimpilgjald og úrskurð yfirskattanefndar sem leiddi til lagabreytinga. Með úrskurði árið 2019 taldi nefndin að „við framkvæmd skilyrðis þess efnis, að kaupandi hefði ekki verið áður þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, bæri að líta framhjá íbúðareign sem til hefði komið vegna arftöku hlutaðeigandi, enda hefði hann ekki haft viðkomandi íbúð til eigin nota.“ Með lagabreytingu hafi verið kveðið skýrt á um það skilyrði að að kaupandi íbúðarhúsnæðis hafi ekki áður verið þinglýstur eigandi að íbúðarhúsnæði, hvort sem er með kaupum, arftöku, gjafagerningi eða eignaryfirfærslu með hvers kyns öðrum hætti. Stærð eignarhlutar skipti ekki máli í þessu sambandi. Með vísan til þessa var kröfu konunnar hafnað.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira