Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2024 22:10 Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, er kát með eldsneytissparnaðinn sem fylgir nýju flugvélinni fyrir aftan. Egill Aðalsteinsson Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þotuna fljúga lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Hún birtist yfir borginni um eittleytið í dag áður en haldið var í aðflug að Keflavíkurflugvelli eftir þriggja stunda flug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg. Áhöfnin sem flaug fyrstu Airbus-þotu Icelandair heim til Íslands ásamt forstjóra félagsins. Gleðin skein úr andlitum. Frá vinstri eru: Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason flugstjóri, Arnar Jökull Agnarsson flugstjóri, María Björg Magnúsdóttir yfirflugfreyja, Íris Ósk Haraldsdóttir, Anna Lilja Gísladóttir, Linda Hlín Þórðardóttir, Flemming Bisgaard þjálfunarflugstjóri og Ásta Kristín Victorsdóttir.KMU Flugstjórarnir Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson lentu henni síðan fagmannlega. Í Leifsstöð var áhöfninni fagnað með blómvöndum. Athygli vakti að fjöldi erlendra fréttamanna var á staðnum til að flytja fréttir af upphafi Airbus-væðingar rótgróins Boeing-flugfélags. Frá flugstöðinni var flugvélin færð inn í flugskýli Icelandair þar sem starfsmenn félagsins og aðrir gestir fengu að kynnast gripnum. Þotan dregin inn í flugsskýli Icelandair þar sem fram fór móttökuhátíð síðdegis.KMU Sylvía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, sér fram á verulegan eldsneytissparnað. „Heldur betur. Þessi er mun hagkvæmari heldur en gamla sjö-fimm-sjöan. Hún eyðir þrjátíu prósent minna eldsneyti. Þannig að við erum mjög spennt að taka hana inn í rekstur og nýta okkur hana. Hér er hún, í öllu sínu veldi. Komin til okkar,“ segir Sylvía. Inga Lára Gylfadóttir verður fyrsti kvenflugstjóri Icelandair á vélinni, stýrir henni í áætlunarflugi númer tvö þann 10. desember, sem verður síðdegisflug til Kaupmannahafnar. Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri á Airbus-þotu Icelandair.Egill Aðalsteinsson Við höfum orð á því við Ingu Láru inni í flugskýlinu að okkur finnist ríkja tilhlökkun og gleði meðal starfsmanna Icelandair. „Heldur betur. Þetta er alveg ótrúlega stór dagur, finnst mér, og merkilegur. Og að þessi vél sé komin markar bara tímamót, held ég,“ svarar Inga Lára. Og það er komið nafn á flugvélina. Hún heitir Esja, eftir borgarfjalli Reykjavíkur. Sjá má Esju á flugi með Esju í baksýn hér í frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þotuna fljúga lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Hún birtist yfir borginni um eittleytið í dag áður en haldið var í aðflug að Keflavíkurflugvelli eftir þriggja stunda flug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg. Áhöfnin sem flaug fyrstu Airbus-þotu Icelandair heim til Íslands ásamt forstjóra félagsins. Gleðin skein úr andlitum. Frá vinstri eru: Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason flugstjóri, Arnar Jökull Agnarsson flugstjóri, María Björg Magnúsdóttir yfirflugfreyja, Íris Ósk Haraldsdóttir, Anna Lilja Gísladóttir, Linda Hlín Þórðardóttir, Flemming Bisgaard þjálfunarflugstjóri og Ásta Kristín Victorsdóttir.KMU Flugstjórarnir Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson lentu henni síðan fagmannlega. Í Leifsstöð var áhöfninni fagnað með blómvöndum. Athygli vakti að fjöldi erlendra fréttamanna var á staðnum til að flytja fréttir af upphafi Airbus-væðingar rótgróins Boeing-flugfélags. Frá flugstöðinni var flugvélin færð inn í flugskýli Icelandair þar sem starfsmenn félagsins og aðrir gestir fengu að kynnast gripnum. Þotan dregin inn í flugsskýli Icelandair þar sem fram fór móttökuhátíð síðdegis.KMU Sylvía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, sér fram á verulegan eldsneytissparnað. „Heldur betur. Þessi er mun hagkvæmari heldur en gamla sjö-fimm-sjöan. Hún eyðir þrjátíu prósent minna eldsneyti. Þannig að við erum mjög spennt að taka hana inn í rekstur og nýta okkur hana. Hér er hún, í öllu sínu veldi. Komin til okkar,“ segir Sylvía. Inga Lára Gylfadóttir verður fyrsti kvenflugstjóri Icelandair á vélinni, stýrir henni í áætlunarflugi númer tvö þann 10. desember, sem verður síðdegisflug til Kaupmannahafnar. Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri á Airbus-þotu Icelandair.Egill Aðalsteinsson Við höfum orð á því við Ingu Láru inni í flugskýlinu að okkur finnist ríkja tilhlökkun og gleði meðal starfsmanna Icelandair. „Heldur betur. Þetta er alveg ótrúlega stór dagur, finnst mér, og merkilegur. Og að þessi vél sé komin markar bara tímamót, held ég,“ svarar Inga Lára. Og það er komið nafn á flugvélina. Hún heitir Esja, eftir borgarfjalli Reykjavíkur. Sjá má Esju á flugi með Esju í baksýn hér í frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24